Alþýðublaðið - 05.12.1962, Page 7

Alþýðublaðið - 05.12.1962, Page 7
KRÚSTJOV, forsætisráðherra deilir nú við „650 milljónir AI- bana“, eins og komizt var að orði á flokltsþingum kommún- ista í Búlgaríu og Ungverja- Iandi nýlega. Svo virðist sem pólitísk afleiðing Kúbu-deil- unnar muni verða sú, að Krúst- jov neyðist til þess, að endur- skoða allar aðferðir sínar og leiðir í heimsmálunum. Slík endurskoðun getur haft úrslitaþýðingu fyrir sambúð austurs og vesturs í framtíðinni En þó þykir ýmsum nokkuð' langt gengið, þegar látin er I ljós von um virka samvinnu í framtíðinni við „þau lönd Evr- ópu, sem í svip eru kommúnistaríki — þar með tal- in Sovétríkin", — eins og Home lávarður, utanríkisráðherra Breta, komst að orði nýlega. Ógnunin, sem Krústjov staf- ar af Mao í Kína og Albönum verður þó síSur en svo til þess, að hann slaki á tökunum í flokknum eða í leppríkjunum í Austur-Evrópu, heldur þvert á móti. Á fundi miðstjómar kommún- istaflokksins um efnahagsáætl- anir nýlega, var ákveðið að efla til muna völd flokksins. Og eftir flokksþingin í Austur-Evr- ópu nýlega, getur enginn verið í vafa um, að forystumenn Sov- étríkjanna eru nú að herða tök sín á stjórnum leppríkj- anna. Glöggt dæmi um þetta, em rifrildin á flokksþingi búlg- arskra kommúnista, fyrir nokkr um vikum, en þar lauk valda- baráttu „albanska" og „sov- ézka“ arms flokksins, með því, að þáverandi forsætisráðherra var „lireinsaður". Kinverski fulltrúinn var ómyrkur í máli á þinginu. Jafnframt þessu stendur yf- ir djúptæk, en ekki eins á- hrifamikil endurskoðun í Austur-Evrépu. Hún einskorðast ekki við deilur valdhafanna í Moskvu og Peking, heldur er hún lið'* ur í umræðum þcim, er fylgdu í kjöifar hins mikla þings Krúst- jovs til útrýmingar stalínism- anum fyrir ári. Hér er um að ræða afstöðu kommúnista til grundvallar vandamála þjóðfélagsins: flokks og ríkis, skoðanakúgun- ar og bortgararéttinda, hug- myndafræði og framleiðslu. Og í ljós hefur komið, að Iausn irnar á þessum vandamálunt eru ekki einhliða, heldur að Moskvuholl leppríki hafa nú ýmsar „þjóðfélagsskoðanir". Klofningurinn kemur greini- legast í ljós í tveimur flokks- stefnuskrám, sem undanfarna mánuði hafa verið mjög um- deildar í Búdapest, þar sem haldinn var flokksfundur ný- lega, og í Prag, þar sem halda á flokksþing I byrjun mánaðar- ins. Á báðum stöðum er um að ræða ályktanir af fordæmingu Krústjovs á stalínismanum og á báðum stöðum er um að ræða baráttu gegn andstöðu innan flokksins. NOVOTNY Kadar hefur tekizt að frarn- fylgja „frjálslyndri“ stefnu- skrá í Ungverjalandi og bæla niður gamla stalínista í Rakosi- armi flokksins en hins vegar hef ur Tékkinn Novotny hreinsað til í „frjálslyndari“ armi flokksins, fangelsað foringja hans, Barak, innanríkisráðherra og neytt flokkinn til þess að samþykkja stefnuskrá, sem þýðir skref aft ur á bak til svartasta tíma stal- ínismans. En Novotny hefur ekki tekizt að forðast harðar deilur innan flokksins, Andstæðurnar milli hinna tveggja stjórna gætu ekki ver- ið meiri. Kadar, sem varð slátrari upp- reisnarinnar í Ungverjalandi 1956 og böðull foringja hennar, Nagys, hefur rekið flesta þá, sem aðstoðuðu hann við að brjóta byltinguna á bak aftur og reynir nú að framfylgja stefnu Nagys heitins. í löngum ritdeilum við íhalds- sama starfsmenn flokksins hef- ur hann haldið uppi áróðri fyr- ir nýja vígorðinu „Sá sem er ekki á móti okkur, er með oftk- ur“. í reynd þýðir þetta sam- vinnu við menn, sem ekki eru kommúnistar og nokkuð frjáls- Iyndari stefna í andlcgum mál- um og menningarlífi. Samkvæmt þessu á að leysa neyðarástand það í efnahags- málum, sem sameiginlegt er öllum ríkjum austan járntjalds, með því að setja viðhorf í sam- bandi við framleiðslumálin, of- ar hugmyndafræðinni og með því að fá sérfræðingum í hend- ur stjórn efnahagsmála. Tékkar hafa verið lausir við byltingu og stjórn sú, er þeir búa við er óbreytt frá því sem hún var á tímum Stalins, Menn þeir, sem sitja við völd í Prag nú, eru enn þeir sömu og þeir, sem settu á svið fræg- ustu sýniréttarhöld austur- blakkarinnar gegn Slansky ár- ið 1952. Einasta tilslökunin, sem gerð hefur verið í „baráttunni gegn stalínismanum“ er sú, að stærsta Stalínminnismerki heimsins var rifið niður, en aftur á móti hefur hinum iátna „Sovétzar" verið reist álíka veglegt minnis- merki í hinni nýju stefnuskrá flokksins, sem þótt undarlegt megi virðast hefur nálega ekk- ert umtal vakið á Vesturlönd- um. Meginefni hennar eru aukin völd flokksins í ríkinu og „hug myndafræðilegt“ einræði, sem er einstætt í kommúnistaheim- inum, burtséð frá Albaníu og lögregluríki Ulbrichts. Vígorð tékkneskra kommúnista gæti verið: „Þeir, sem ekki eru með okkur, eru á móti okkur“. Sökinni á hinu alvarlega á- standi í efnahagsmálum — sem er enn alvarlegra en ella, vegna þess, að Tékkóslóvakía er það land austan tjalds, scm lengst er á veg komið á sviði iðnaðar, — er ekki skellt í hinar úreltu áætlunarkreddur, heldur á „hagfræðistefnu" þ. e. a. s. á forystu sérfræðinga frá efnahagslegum sjónarmtð- um. Sigrazt á á Iandbúnaðaröng- þvcitinu með áróðri, mótþróa verkamanna með auknum aga, og andlegt líf og menning á að „orka í aðeins eina átt“. Munurinn kemur enn glöggar í ljós, ef afstaða til nokkurra vandamála er borin saman, t. d. afstaðan til þess, að velja stúdenta eftir „stéttarstöðu" foreldranna. Þetta hefur að nokkru verið lagt niður í Búda- pest, en í Prag er það beinlínis skylda. Einnig er sá munur mikils- verður, hvernig umræðurnar fara fram: í Ungverjalandi fara þær fram í blöðum og nokkurn veginn fyrir opnum tjöldum, í . Tékkóslóvakíu með leynilegum lögregluaðferðum, hreinsunum og óhæfuverkum og stalínisk- um málaferlum eins og gegn Barak. AUSTUR-ÞÝZKUR HERMAÐUR, sem flúði tU Vestur-Ber- línar í fyrra mánuði, segir, að tíu þúsund landamæraverðir séu á verði kommúnistamegin Berlínarmúrsins til þess að koma í veg fyrir að fólk flýji vestur. Hcrmaðurinn fyrrverandi segir, að verðirnir, sem vopnaðir eru vélbyssum, séu á verði við múrinn alla tíma sólarhringsins. Flóttamaðurinn er tvítugur að aldri og var áður hermaður í einni landamærasveit kommúnista. Hann kvaðst lengi hafa haft í hyggju að flýja til Vestur-Ber- línar. Hann kvaðst hafa gerzt sjálfboðaliði í austur-þýzka al- þýðuhernum eftir að kommúnistar reistu Berlinarmúrinn 13. ágúst 1961. Áður en hann fór þess á leit að fá að gegna störfum við múr inn var bann í sitriðdrekt<hersveit. Áður en hann hóf múrs- gæzlu hlaut hann sérstaka þjálfun í einn mánuð og „pólitíska fræðslu". Hann var við skyldustörf við múrinn í hálfan mánuð áður en honum tókst að flýja. Tilraun Kadars til frjálslynd • ari stjórnarhátta verður að sjálf sögðu ekki til þess, að lýðræði koraist á.í Ungverjalandi. Enn hefnr pólitískum föngum, sem handteknir voru eftir uppreisn- ina 1956 ekki verið veitt sakar uppgjöf. (Hins vegar hefur það verið gert í Tékkóslóvakíu, þav sem engin uppreisn var!!) í Ungverjalandi er einnig upp- reisnin í Ungverjalandi kölluð „gagnbyltingin". Gera má ráð fyrir, að bæði Kadar og Novotny, Gomulka og Ulbricht njóti stuðnings Krústjovs. En klofningurinn kemur stefnu Sovétríkjanna í bobba í framtíðinni. Rússar fá hér við að glíma eins mikið vandamál og deilan við Peking hefur valdið. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 5. des. 1962 Y í> H J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.