Alþýðublaðið - 05.12.1962, Qupperneq 10
Geysispennandi að Hálogalandi:
✓
Jafntefli IR og Vals
og Þróttar og Fram
Fram-Þróttur 13:13 (6:6) (7:7)
Fram sem er bæSi íslands- og
Eeýkjavíkurmeistarar í handknatt
leik komust heldur betur í hann
krappann gegn nýliðunum í 1. deild
Þrótti. Má segja að sóknarleikur
Þróttar í þessum leik hafi verið
mjög svipaður því, sem menn eiga
að venjast hjá Fram. Virtist þetta
koma Fram mjög á óvart og verða
þess valdandi að þeir náðu aldrei
rieinum tökum á leiknum Að vísu
veikti það lið Fram talsvert að Guð
jón lék ekki með, einkum þó í
varnarleiknum, því Fram virðist
ekki eiga neinn staðgengil fyrir
Guðjón í miðherjastöðuna. Þrótt
arar voru oftast 1-2 mörkum yfir
mest allan fyrri hálfleikinn, þeir
byrja 2:0, síðan jafna Framarar 3:3
og aftur 4:4 en þá komast Þróttar-
ar upp í 6:4 og enn tekst Fram að
jafna skömmu fyrir hálfleikslok.
í seinni hálfleik hafa Þróttarar eitt
mark yfir fram í miðjan hálfleik-
inn, en þá tekst Fram að jafna (9:9)
og síðan að komast eitt mark yfir
10:9 en Þróttur jafnar 10:10. Fram
nær nú allgóðum leikkafla líkast
til þeim skársta í leiknum og hafa
út úr því tveggja marka forskot
(12:10) En hinir ungu Þróttarar
hafa ekki sagt sitt síðasta orð í
þessum leik, þeim tekst að skora
þrisvar, þar af einu sinni úr víta-
kasti og eru það nú þeir, sem hafa
yfirhöndina. Er nú skammt til leiks
loka, og er þá Helga vikið af leik
velli fyrir gróft leikbrot, og 18
sekúndum áður en flauta tímavarð
arins gellur, jafnar Ingólfur fyrir
Fram. Mátti ekki tæpara standa,
ef annað stigið átti að lenda hjá
Fram.
Lið Fram var nú langt frá sínu
bezta og kom nú enn skýrar í
Ijós en áður, hversu mjög mark-
varzlan er veikur hlekkur í vörn
liðsins. Þetta er að sjálfsögðu al-
varlegt atriði fyrir Fram og mikils
um vert að einhver lausn finnist á
því vandamáli. Kunnur danskur
handboltafrömuður hefur látið svo
um mælt að markvarzlan sé a.m.k.
50% af getu handboltaliðs og í ljósi
Framh. á 13. síðv
Mwí « :
Hermann Samúelsson brýst í gegn og skorar fyrir ÍR,
Frá leik Þróttar og Fram: Ingólfur Óskarsson skorar.
Óskar Halldórsson:
Fyrri grein
Árið 1912 var stofnað fyrsta
knattspyrnufélagið í Hafnarfirði
Knattspyrnufélagið Kári. Æfingar
stunduðu félagsmenn vestur á Víði
stöðum, Það eina, sem vitað er um
keppnir er að Kári lék við skips-
menn af varðskipinu Fylla og mun
Kári hafa tapað þeim leik, en ekki
eru þó til heimildir um marka-
tölu. Til gamans má geta þess, að
þeir Kára-félagar munu hafa byrj-
að að æfa með knetti gerðum úr
tjörubomum seglstriga og tvinna-
kefli fyrir stút, en munu síðar hafa
safnað fyrir nothæfum knetti. Fé-
lagið sendi umsókn til bæjarstjóm
ar um afnot af svæði við Víðistaði
en fengu ekki svar, Talið er að
félagið hafi starfað til ársins 1917.
Knattspyrnufélagið Geysir starf
aði og um tíma.
Þann 9. júní 1919 var stofnað
Knattspymufélagið Framsókn og
nokkrum dögum síðar var stofnað
hér Knattspymufélagið 17. júní og
hét eftir stofndegi sínum.
1. september 1919 háðu svo fé-
lögin 17. júní og Framsókn keppni
sem lauk með sigri 17. júní 2:1.
Eitt fyrsta verk 17. júní var að
leigja æfingasvæði af Bjama Er-
lendssyni á Víðistöðum og gekk
Framsókn síðar inn í þá leigu.
Ekki leigðu félögin æfingasvæði
að Víðistöðum lengur en til 1. des
ember, en hófust handa með vall
argerð á Hvaleyrarholti. Völlur-
inn var vígður í ágúst 1920. Við
það tækifæri kepptu félögin- 17.
júní og Framsókn. Lauk leiknum
með sigri 17. júní 1:0. Dómari í
þessum leik var Ben. G. Waage,
fyrverandi forseti ÍSÍ. 1920 fór
fram. meistaramót í knattspyrnu
í Hafnarfirði.
1920: 17. júní — Framsókn 2:1
1921: 17. júní — Framsókn 7:2
1922: Stofnað til leiks í 3. fl.
og sigraði Framsókn.
1923: 17. júní — Framsókn 2:1
Árið 1926 keppa svo félögin
Staðan í
meistarafl.
karla:
Fram 5410 87-64 9
ÍR 5 3 1 1 71-74 7
Vík. 5302 60-55 6
Þróttur 6 2 2 2 69-73 6
Ármann 5 2 0 3 53-52 4
KR 5 1 0 4 57-64 2
Valur 6 0 2 3 55-70 2
Markhæstir eru nú:
Gunnl. Hjálmarsson ÍR 31
Ingólfur Óskarsson Fram 27
Karl Jóhannsson KR 19
Grétar Guðmundss. Þrótti 18
Reynir Ólafsson KR 18
Axel Axelsson Þrótti 17
Hörður Kristinsson Á. 17
Hermann Samúelsson ÍR 16
Árni Samúelsson Á. 1S
Jóhann Gíslason Víking 15
sameiginlega út á við og stofnuðu
Knaltspyrnufélag Hafnarfjarðar
Keppt var tvisvar við Víking úr
Reykjavik. Sigruðu Hafnfirðingar
í Reykjavík, en jafntefli varð er
leikið var hér.
Árið 1927 var svo Knattspymu
félagið Þjálfi stofnað.
Öll þess i félög unnu knatt-
spyrnuíþróttinni hér ómetanlegt
gagn, en erfið skilyrði á öllum svið
um háðu starfsemi þeirra svo
mjög, að þeim varð ekki langra
lífdaga auðið.
Árið 1929 var stofnað Fimleika
félag Hafnarfjarðar, sem æfði eins
og nefnið bendir til fimleika og
auk þess frjálsar íþróttir.
Hinn 12. apríl 1931 var svo stofn
að Knattspyrnufélagið Haukar. —
Árið 1932 byrja Haukar að æfa og
keppa á vellinum á Hvaleyrarholti
og gerðist Gísli Sigurðsson þjálfari
þeirra um skeið og liefur siðan
verið hugsað til hans með þakklæti
og hlýhug úr röðum Hauka.
Um haustið 1932 hættir Þjálfi
starfsemi sinni og virtist um
skeið sem þetta myndi trufla starf
semi Hauka en vegna góðrar sam-
vipnu við félögin í Reykjavík.
blómgaðist starfið, og má í því
sambandi minnast þess, að Frí-
mann Helgason fór þess á leit við'
KRR að Haukar fengjust að gerast
aðilar að KRR en því var hafnað.
1939 er merkilegt ár í sögu
Hauka. Þá voru uppi raddir n
það, að sameina FII og Hauka
Framhald á 13. síðo.
10 5. des. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
1