Alþýðublaðið - 18.12.1962, Síða 8

Alþýðublaðið - 18.12.1962, Síða 8
Drottningin og beinin Englandsdrottning virðlst vera allsnortin af „írska ris- anum“ en svo heitir þessi beinagrind, sem Bretar geyma í konunglega há- skólanum. Þó er um talsverð- an aldursmun að ræða, því „risinn“ var uppi á árunutn 1761—1783 og hét í lifanda lífi Charles Byrne, en drottn- ingin hefur lifað allt sitt líf á þessari öld. En þó að ðyrne sé kiæðlaus, þá er hann ekki hið minnsta feiminn, og brosir blítt framan í hennar hátign. ÆSTA ÆJAR RÚSSNESKUR verkamað- ur, sem særðist í heimsstyrj- öldinni, fór í sumar að finna til eymsia í brjóstinu. At- hugun leiddi í ljós, að hann var með þriggja gramma sprengjubrot í hjartanu. Læknum tókst að fjauægja stálflísina með uppskurði — og Rússinn fineur sér cinskis meins lengur. Skortui vörum Kommúnistastjórnin í Kína hyggst nú reyna að sjá þegnum sínum fyrir algengustu r.auðsynja- vörum, sem kaupa má 1 flesirum iöndum heims á næsta götuhorni eða af farandsölum. Þessi viðamikla áætlun bendir á þá hryggilegu staðreynd, að á meginlandi Kína er mikili skortur á daglegum nauðsynjavörvm Blöðin þar í landl kvarta sáran yf- ir þessum tilfinnanlega skortí, og flóttamenn hafa sömu sögu að segja. ALLIR Gt MALCOM MUGGERIDGE, hinn brezki húmoristi og fyrrverandi ritstjóri P u n c h’s, er alls staðai kærkominn gestur, og er hann vai nýlega á ferð í San Francisco vai hann miðdepillinn á blaðamanna- fundi, sem haldinn var í aðal- stöðvum „World Affairs Coun- cil.” En hér var ekki um skemmtun að ræða. Muggeridge var óvenju- lega niðurdreginn, blaðamönnunc þeim, sem viðstaddir voru, til mikillar hryggðar. „Allir virðast vilja gera gys af vfi'rvöldunum," sagði Muggeridge Tilveran skelfur undir fótuni manns. Auk þess er þekking mín í kjarna viðburðanna af skomum skammti og hef ég því engan boð- skap að færa.” — Kalda stríðið? var hanr spurður. Guðmundur Finnbogason: Mann- fagnaður. Ræðusafn. Ný útgáfa, aukin. ísafoldarprentsmiðja. Reykjavík, 1962. ÉG SÁ Guðmund heitinn Finn- bogason einu sinni flytja ræðu. Það var fermingarvcrið mitt, á vígsludegi Markarfljótsbrúarinn- ar, en þa mælti hann fyrir minni Rangárþings. Mér varð starsýnt á ræðumanninn, og ég veitti orðum hans mikla athygli. Guðmundur var sérkennilegur í ræðustól og flutti mál sitt eftirminnilega. Mig langaði ósköpin öll þessa góðu stund í grænni og mjúkri brekku Stóra-Dímons að verða annar eins mælskumaður og Guðmundur Finnbogason. Þremur árum síðar gafst íslenzk um lesendum kostur á ú.vali af tækifærisræðum Guðmundar i bókinni „Mannfagnaður". Nú að aldarfjórðungi liðnum er ný og aukin útgáfa hennar á bcðstólum. Mér hefur ekki skjátlazt vorið 1934. Minni Rangárþings er ein af beztu ræðunum í „Mannfagnaði"-, og bókin sannar ótvíræit, hvað Guðmundur Finnbogason hefur ver ið slyngur orðlistarmaður. Satt að segja er löngum álitamái, hvort prenta eigi tækifærisræður, og fæstum þeirra er ætlað langlífi aldarfjórðungs. Ræðan er svo háð tilefni og flutningi, að hún nýtur sín kannski alls ekki prentuð, þó að prýðilega hafi verið til hennar stofnað. En slíkt á sannarlega ekki við um nema fáar af ræðum Guð- mundar Finnbogasonar. Margar þeirra eru í sama gildi nú og þeg- ar þær voru upphaflega fluttar. Dæmi þessu til sönnunar eru ræð- ur eins og Minni íslands, Schehe- rasade og Dinarsade og Útburðir. Hvorki staður né stund hefcr mark að þeim bás. Þetta eri’ ræður, sem þola prentun og aldur. Svipuðu máli gegnir um Fram- tíðina í Flóanum, Minni Rangár- þings, Hafnarfjörð og Minni prent- aranna. Þá hef ég víst nefnt sjö af þessum fimmtíu og fimm ræðum Guðmundar Finnbogasonar og læt upptalningunni þar með lok- ið. Þó er • ekki svo að skilja. að hinar ræðurnar séu einhverjir gallagripir að mínum dómi. Öðru nær. Ég efast um, að Guðmundi hafi mistekizt að kalla i nokkupi af þessum ræðum. Vissulega hefur hann verið fjölhæfur, meuntaður og skemmtilegur mælskumaður, en auðvitað þola ræður hans mis- vel prentun, og nú eru tilefni sumra þeirra sýnu fjarlægri en þegar Guðmundur mælti þær af munni fram. Hver mundu svo megineinkenni Guðmundar Finnbogasonar sem ræðumanns? Mig langar að minna á tvö. Hann er hverju sinni gagn- orður í efnistúlkun og vandvirkur á byggingarlag ræðunnar.. Þess vegna hendir Guðmund aldrei sú ógæfa að stíga óundirbúitn í stól inn og vaða elginn. Þessi einkenni ráða einnig þeim úrslitum, hvað ræðurnar þola vel prer.tun. En sjálfsagt hafa þær verið mun á- hrifameiri við að þekkja tilefni þeirra og sjá og heyra ræðumann- inn flytja þær. Sá, sem vandar efni og byggingarlag ræðunnar, vanmetur ekki flutning he’inar og erindi. Helzt má að þessum ræðum finna, að þær séu of „bóklegar“, en þess hefur vafalaust eKhi gætt, þegar Guðmundur Finnbogason flutti þær af sínu andríka fjcri. Og hér gætir naumast þeirrar sér vizku í framsetningu og orðalagi sem stundum lýtti ritgerðir hans, bækur og þýðingar. Ræðuna, sem Guðmundur Finn bogason leggur út af sögunni um systurnar Scheherasade og Dinar- sade í „Þúsund og einni nótt”, gerir hann að snjöllu lofi um ís- lenzkar konur, en tilefnið er að hylla skáldkonurnar Herdísi og Ólínu: „Ég minnist á þetta vegna þess að ég hef síðan komizt að því, að margt er líkt með óskyldum. Aröbum og íslendingum. Við höf- um alla tíð átt margar konur, sem hefðu getað leikið alveg þettf sama, sem þær systurnar í „Þús- und og einni nótt“, og hafa raun- ar gert það. Við höfum að vísv ekki átt soldán þ. e. a. s. neinn kar mann, sem væri annað eins óféti og hann. Og þó hefur verið eins konar soldán hér í landinu alk stund síðan á landnámsöld og lengur. Það er íslenzlti veturum Hann hefði orðið skæður íslenzki konunum, ef þær hefðu ekki marg- ar verið eins vel að sér og Seheho- rasade. En það hafa þær verií allt frá Þuríði, dóttur Snorra goða sem bæði var margspök og óljúg- fróð — til Herdísar og Ólínu. ÞaE verður aldrei metið til fulls, sem andlegt líf á íslandi á konunum að þakka. Af því að þær hafa allf tíð elskað sögur og ljóð, lært hvorl tveggja og kennt það öðrum, hafs þær verið aringyðjur íslenzkrai menningar. Þeim eigum við a8 þakka að æskulýðurinn hefur frá blautu barnsbeini fengið nóg a0 FramUald á 13. síðu. 8 18. des 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ‘ i,: ) f K,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.