Alþýðublaðið - 18.12.1962, Síða 10

Alþýðublaðið - 18.12.1962, Síða 10
jslandsmótið í handknattleik hafið: Víkingur sigraði Fram 26:27 / ágætum leik 1ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- Ipik 1963, I. deild karla hófst 1 íþróttahúsinu að Hálogalandi s. I. sunnudag. Ásbjörn Sigurbjörnsson, fþrmaður HSÍ setti mótið með ræðu, en að því búnu hófst keppn- in. t ★ KR—ÍR 35:29 (18:13). í Þessi leikur, sem fyrirfram var álitið að gæti orðið spennandi, varð það aldrei, sigur KR virtist liggja í loftinu mestallan tímann. Áð vísu skoraði Gunnlaugm: fyrsta enark leiksins með ágætu skoti, eji það var í eina skiptið, sem ÍR v/ir yfir í leiknum. Karl jafnar fijótlega fyrir KR og bætir tveim öðrum við. Ólafur Adolfsson bæt- irrfjórða markinu við fyrir KR, en síðan tekst ÍR að jafna, Hermann skorar eitt mark og Matthías bæt- Ir tveim við, það síðara var mjög fallega gert. Eftir þetta nær KR öruggri forystu, sum mörkin voru garð á næsta auðveldan hátt, var ein4 og ÍR-ingar væru í hálfgerðri leiðslu, í einstaka tilfellum gáfu þeir KR-ingum boltann og auðvit- að þökkuðu þeir gott boð og sendu hann í netið. Það var eins og ÍR- ingar væru komnir í jólaskap. ★ JAFN SÍÐARI HÁLF- LEIKUR. Síðari hálfleikur var jafn, en sigur KR virtist innsiglaður, mun- urinn varð aldrei meiri en þrjú mörk og mest sex. Varnir beggja liða voru lélegar og ÍR-vörnin þó mun slappari, stundum galopin. 64 mörk í klukkutíma leik segir líka sína sögu. Eins og fyrr segir voru lokatölurnar 35:29 fyrir KR, | verðskuldaður sigur. Hægt væri að skrifa langt mái um dæmalausan dóm Magnúsar Péturssonar í Ieik þessum, en Magnús var vægast sagt úti á þekju mestallan leikinn. Fyrst í stað tóku bæði leikmenn og áhorf- endur dóm hans með undrun og sumir hafa sennilega orðið vondir. en er líða tók á leikinn var þetta eins og hvert annað grín. Þetta er dálítið leiðinlegt, því að Magnús er yfirleitt góður dómari, einn af okkar betri. Eitt má Magnús til með að athuga, það er ófært að hrinda leikmönnum út af, þegar þeim er vikið brott af leikvelli vegna háskaleiks. Ekki fleiri orð um dóminn, en vonandi verður Magnús betri næst. Eins og fyrr segir var leikur þessi lélegur, bæði liðin sýndu margt lélegt, en fátt gott og verða bæði að herða sig, ef þau ætla að halda sæti í I. deild áfram. ★ FH—ÞRÓTTUR 34:13 (12:6>. Þetta var ójafn leikur, það var aðeins fyrstu mínúturnar, sem Þróttur veitti hinum snjöllu Hafn- firðingum eitthvert viðnám. Ragn- ar skoraði .fyrsta markið, en Þórð- ur jafnar fyrir Þrótt, aftur skorar Ragnar en nú jafnar Axel. FH nær enn forystu, er Páll Eiríksson skorar með góðu skoti. Þróttur nær síðan góðu spili, sem endar á ágætu skoti Hauks aftur er jafnt 3:3. í síðari hálfleik fór að halla á ógæfuhlið fyrir Þrótti og var um að ræða algjöran einstefnuakstur í mark Þróttar, leiknum lauk með sigri FH 34 mörk gegn 13. FH lék ágætlega og allt virðist benda til þess að Hafnfirðingar hafi fullan hug á að flytja íslands- bikarinn aftur í Fjörðinn. Allir í liðinu áttu góðan leik, en drýgstur var Einar eins og oft áður. Pétur Antonsson meiddi sig í pressu- leiknum og gat ekki leikið með að þessu sinni. Það vantar tilfinnanlega meiri kraft í Þróttarliðið, þeir leika lag- lega, en skot þeirra eru máttlaus og vöm oftast auðvarin fyrir Hjalta. Hannes Þ. Sigurðsson dæmdi þennan leik og tókst það allvel. ★ VÍKINGUR—FRAM 26:21 (13:7). Úrslitin komu á óvart, þrátt fyr ir frammistöðu Víkings í nýaf- stöðnu Reykjavíkurmóti, en þá vann Fram Víking með 14—13. Leikur þessi var fjörugur og spenn- andi frá byrjun, þó að Víkingur hefði yfirhöndina allan tímann'. Pétur Bjarnason skorar fyrsta markið, en Guðjón jafnar fyrir Fram, Pétur skorar enn og eftir það hafði Víkingur forystu allan leikinn. Víkingar náðu mjög góð- ]um tökum á leiknum, skutu sjald- an í vonlaust færi, en Framliðið var eitthvað hikandi og óákveðið og Víkingi tókst alveg að halda hinu fræga línuspili liðsins í skefj mn. Aftur á móti skoruðu Víkingar nokkur ágæt mörk af línu og sjald an hefur vörn Fram verið eins op- in og stöð og í fyrri hálfleiknum. Síðari hálfleikur var geysispenn andi frá byrjun. Víkingur eykur forystu sína í upphafi hálfleiks- ins og kemst í 17:10, en þá fer Fram að vinna á og tvisvar mun- aði fjórum mörkum, 19:15 og 20:16, en Víkingar voru harðir og ákveðn- ir og léku taktiskt rétt, tefldu ekki í neina tvísýnu og skutu ekki nema liðsmaður væri í færi. Um tíma hljóp töluverð harka í leik- inn, en dómaranum, Gunnlaugi Hjálmarssyni tókst að halda leik- mönnum í skefjum og slapp vel frá þessum erfiða leik. Sigur Víkings, 26:21 var sann- gjarn og verðskuldaður, þeir voru betra liðið, á því var enginn vafi. Aftur á móti verður að segja það, að langt er síðan Fram hefur átt svona lélegan leik. í liði Víkings var Pétur Bjarnason driffjöðrin og hann var einnig markasæll. Ann ar leikmaður, sem vakti athygli í Víkingsliðinu, var nýliðinn Þór- arinn, sem átti athyglisverðan leik og er hörkuskytta. Annars var lið Víkings óvenjuvel samstillt og skemmtilegt. íslandsmeistararnir, Fram, urðu nú að bíta í það súra epli að hef ja íslandsmótið með tapleik, en ein- hvers staðar stendur, fall er far- Framh. á 14. siðn ip 18. des. 1962, - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jón Þ. Ölafsson JÓN Þ. Ólafsson, ÍR setti met á innanfélagsmóti í ÍR- húsinu. Hann stökk 3,38 m. í langstökki án atrennu. sem setur nýtt met er 1 sm. betra en gamla met- ið, sem hann átti sjá’fur og setti fyrir nokkrum dóguni. Jón hefur nú sett eða jafnað 10 íslandsmet á þessu ári. Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON Portúgal vann Búlgaríu 3:1 LISSABON, 16. dcsemfcer, (NTB-Reuter). PORTÚGAL sigraði Itúlgaríu 3:1 í síðari leik landanna í Evr- ópubikarkeppni landsliða í knatt- spyrnu. Fyrri leiknum lauk með sigri Búlgara, 3:1, svo að löndin verða að leika aukaleik um það, hvort heldur áfrm keppní. NYTT NYTT NYTT catalin DRENGJASKYRT U R Ef þér vitio um hálsmál og ermalengd drengsins er valið auðvelt, því að málin standa á umbúðunum C A T A L I N A J U N I O R drengjaskyrtan er jólaskyrtan í ár 4 daga Skíða skóli I.R. Skíðadeild ÍR hefur ákveð ið að efna til skíðanámskeiðs í hinum stórglæsilega skíða- skála sinum í Hamragili milli jóla og nýárs. Dvalið verður i skiðaskálanum dag- ana 27.-30. des. Tveir góð- kunnir skíðakennarar munu sjá um kennsluna alla dag- ana og auk þess verða kvöld- vökur og fleira til skemmt- unar, Tekin verður í notkun í fyrsta sinn við skálann skíða lyfta, einnig verða brekkurn- ar flóðlýstar eftir að skyggja tekur. Þátttakendum verður séð fyrir fæði og gistingu ef þeir óska. Ferðir verða kvölds og morgna og munu Kjartan & Ingimar sjá um þær. Þátttökuskírteini verða seld í Verzlun L. H. Múller frá og með miðvikudeginum 19. desember. Guðmundur hefur enn sett 10 met Á SUNDMÓTI Reykiavík- urfélaganna í Sundhöllinni voru sett þrjú íslandsmet. Tvö þeirra setti Guðmundur Gíslason, ÍR og hefur hann nú sett 10. met sitt á þessu ári. Er þetta því fimmts ár- ið í röðj sem Guðmundur hlýtur metmerki ÍSÍ úr gulli og er það einstakt afrek. Guð mundur setti met í 100 m. baksundi, synti á 1:06,1 og 50 m. baksund á 30,6 mín. Fyrri metin, sem hann átti ÍÁsjálfur voru 1:07,6 og 30:9. ‘jlj Þriðja metið setti Hörður B. FiUnsson, ÍR í 50 m. c bringusundi, sýnti á 37,4 sek. Gamla met Harðar var 32,9 sek. Hörður hefur seít 9 ís- landsmet á árinu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.