Alþýðublaðið - 18.12.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.12.1962, Blaðsíða 7
TVÆR GLÆSILEGAR JÓLABÆKUR AUGAELDAR Þegar þið veljið jólabókina í ár þá gleymið ekki Haugaeldum, bók Gísla Jónssonar, ritstjóra frá Há- reksstöðum í Jökuldalsheiði, nú ritstjóra í Winnipeg í Canada. í bókinni birti'st fjöldi æivisagna um sam- tíðarmenn lífs og liðna, austan hafs og vestan, auk margra merkra ritgerða og þátta. Má þar fyrst og fremst nefna þátt Gísla um æskuheimili sitt á Há- reksstöðum, sem mun jafnan verða talin hin merk- asta beimiid um líf liðinna kynslóða í einni afskekkt- ustu byggð á íslandi. Stefán Einarsson prófessor í Baltimore, skrifar ævi- ágrip Gísla í ýtarlegri ritgerð. Bókin HAUGAELDAR er 416 bls. prentuð á mynda- pappír og prýdd 93 myndum og teikningum. Verðið er þó aðeins 273.00 með söluskatti' og því engin jóla- bók svo ódýr, miðað við stærð og frágang. Þetta er tilvalin JÓLABÓK hinna vandlátu. FERÐABÓK ► Á iaugardaginn kom á markaðinn bók eftir Sigríði og Birgi Thorlacius. Eru það 18 þættir ur ferðalögum þeirra hjóna víðs vegar um heiminn, enda hafa þau ferðazt meira en flestir íslend- ingar, um fjórar álfur heims og hafa því frá mörgu og skemmtilegu að segja. Má nefna ferða- þætti frá Suður-Rússlandi, Indlandi, Spáni, Hawaii-eyjum, Utáh og sivo framvegis. Sigríður og Birgi'r Thorlacius eru landskunn fyrir erindi í útvarpi og greinar í blöðurn og tímaritum, enda bæði ritfær í bezta lagi. Ferðabók þeirra er á þriðja hundrað blaðsíður, prýdd 37 glæsi- legra mynda úr ferðalögum þeirra hjóna og útgáfan öll hin vandaðasta. Þetta verður vaflítið ein skemmtilegasta og hugðnæmasta bókin, sem bemur út í ár, og því tilvalin jólagjöf. EFNI BÓKARINNAR: Á Spáni. — Dans við dauðann. — Svipmyndir úr Indlandsferð. — Gönguferð um Delhi. — Kjör indverskra kvenna. — Góðir gestgjafar. — Feneyjar. — Vordagar og vorhugur í Uzbekistan (Suður-Rússlandi). — Drottningu liðinna daga. — Hawaii. — Hjá Indíánum. — Vika í Washington. — Fjallbúar í Kentucky. — Barrskógaskóli. — í höfuðborg Mormónaríkis. — Eyðimerkur og undralönd. — Á búgarði í Californíu. — Á humarveiðum í IVIaine. Afgreiðsla í Reykjavík á Grundarstíg 11, sími 15392. Garðar S. Gíslason kaupm. Minningarorö Garðar S. Gíslason. í D A G er kvaddur hinztu kveðju einn af merkisberum frjálsra íþrótta á íslandi, Garð- ar S. Gíslason kaupmaður, sem lézt fyrir aldur fram 9. þ. m., 56 ára að aldri. Fæddur var hann 20. sept. 1906, sonur merkishjón- anna Gísla Helgasonar kaup- manns í Reykjavik og Valgerð- ar Freysteinsdóttur, sem var þremenningur að frændsemi við móður Halldórs Kiljan, en hún lézt sl. sumar hátt á tíræðlsaldri. Var Garðar heitinn því bróðir þeirra Ingólfs Gislasonar kaup manns og Vals Gíslasonar leik- ara. Snemma hneigðist hugur Garð- ars til íþrótta, fyrst knattspymu og síðar frjálsra íþrótta og var hann stöðugur keppandi á íþrótta mótrum í nærfellt 20 ár, á tíma- billnu 1918—1938 og ávallt í fremstu röð. Annars hófst frægð- arferill Garðars í Vesturheimi (Winnipeg), en þangað sigldi hann árið 1922 og lagði stund á verzlunamám í 4 ár. Hins vegar fóm frístundirnar þá sem oftar í íþróttaæfingar og keppni, enda átti hann þar kost á því að vera undir handleiðslu úrvalsþjálfara. Er skammt frá því að segja, að hann tók svo örum framförum, að liann bar brátt af flcstöllum keppinautum sínum þar vestra og kom heim vorið 1928 hlaðinn ótal sigurlaunum, aðeins 19 ára gamall. Á Alisherjarmótinu hér heima það sama sumar vakti hlaupahraði hans og framganga öll svo mikla athygli, að fólk ætlaði varla aff trúa sinum eig- in augum, enda stakk Iiann keppinauta sína hreinlega af í 100 og 200 m. og bætti ísl. metin það sumar um 7/10 og 1,5 sek. á hvorri vegarlengd. Því miður meiddist hann á fæti ári eða svo eftir heimkom- una og dró það nokkuð úr eðli- legum framförum hans. Þetta Framhald á 14. síðn. Þrjár skáldsögur eftir frægustu kvenrithöfunda Norðurlanda Mærin gengur á vaíninu eftir Eevu Joenpelte — Stórbrotin finnsk skáldk r saga. Herra- garðslíf eftir norsku skáldkonuna 1 Anitru \ — Framhald skáldsögunnas* „Silkislæðan", sem seldis^.' upp í fyrra. Fríða á Súmötru eftir Helenu Hörlyek — Hrífandi skáldsaga, senct gerist á Austur-Iridlands-* eyjum. ★ Tvær nýjar Jack London-bækur: Sonur sólarinnar og I Snædrottningin — Hreinræktaðar Jact; London sögur, sem gerast $ fjarlægu, en heillandi, um» hverfi. ★ Barna- og unglingabækur eftir íslenzka höfunda: Katla þrettán ára eftir Ragnheiði Jónsdóttnir> Skemmtilegir skóladagar eftir Kára Tryggvason A£ hverju er himinninn blár? eftir Sigrúnu Guðjónsdóttusv Bókaverzlun ísafoldar ALÞ-ÝÐDKLAðffi. tr 18. dés. 18621 ^ íj:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.