Alþýðublaðið - 18.12.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 18.12.1962, Blaðsíða 16
KIRKJU- VÍGSLA 43. árg. - Þriðjudagur 18. desember 1962. — 280. tbl. Hin nýja kirkja í Kópavogi var vígð' síðastliðinn sunnu- dag. Biskup íslands, herra Sig urbjörn Einarsson víjði kirkj una, en sóknarpresturinn, sr. Gunnar Árnason, prédikaði. Vígsluvottar voru dómpró- fastur, sr. Jón Auðuns, sr. Jón Thorarensen, frú Hnldi Jak ohsdóttir form. safnaðarnefnd ar og Jósafat Línda/, safnað arfulltrúi. Kirkjan var þétt- skipuð bæði í sæti og eins stóð margt manna í kirkju- gangi og hafði þó verið kom- Ið fyrir lausum stólum eins og framast rúmaðist. Á fimmta hundrað manna mun hafa ver- ið í kirkjunni. Frú Hulda Jakobsdótti.- for- maður safnaðarráðs rakti byggingarsögu kírkiumiar, sem í stuttu máli er sú, að þegar Kópavogur var gerður að sérstakri kirkjusókn, árið 1952 og söfnuðurinn hafði kos- ið sér prest, var farið að ræða |um kirkjubyggingu. Bæjar- stjórnin hafði frá því 1946 haldið óbyggðu svæði á hin- um svonefndu Borjum f.vrir hugsanlega kirkju. llúsameist ari ríkisins skilaði tillöguupp dráttum að kirkju Kópavogs safuaðar árið 1957, en 1958 hófust framkvæmdir við kirkjubygginguna, samkvæmt þeirri teikningu. Fvrsti að- stoðarmaður húsameisiara var Ragnar Emilsson, en ráð- gjafi við litaval og innanhús- skreytingu Iiörður Ágústsson Almenna byggingafélagið ar.n aðist alla verkfræðiþjóuustu. Bygginarmeistari var Siggeir Ólafsson. Múrarameistari var Björn Kristjánsson. Rafvirkja meistari var Siguröur Kjari- ansson. Formaður byggingar- nefndar var sr. Gunnar Árna- son. Kirkjunni hafa borizl marg ar og höfðinglegar gjafir. Bæj arstjórn Kópavogs gaí glugga í tvo stafna kirkjunnar, Kven- félag Kópavogs gaf glugga í einn stafninn, en sev konur undir forystu frú Helgu Sveinsdóttur á Sæbóli gáfu kirkjunni tvo kertastjaka, hök ul og rykkilín auk altarissilf- urs og peningaupphæð. sem á að verða stofn a'ð orgelsjó'öi. Samkennarar Böðvars Guð- jónssonar frá Hnífsdal gáfu kaleik til minningar um liann. Ekkja og vinir Jóns Guðjóns- sonar rafvirkjameistara gáfu Ijóskross.á stafn kirkjunnar til minningar um hann. Ekkja Framhaid á 4. síðu. Landlega hjá síldarflotanum FLESTIR síldarbátarnir voru í 6öfn í gærdag, vegna veðurs. Nokkr ír bátar voru í landvari við Jökul- ■iin. Stormur var á miðunum í gær dag og spáð var SV hvassviðri, er liði á nóttina. Engar horfur voru því á veiði I gærkvöldi eða nótt. Sæmileg veiði var á laugardags- kvöld og aðfaranótt sunnudags. — Veiddust þá rúmlega 20 þús. tunn- ur. Til Reykjavíkur komu eftir- talin skip með síld á sunnudaginn: Þráinn 450, Sólrún 350 Sæfari BA 700 Sæúlfur 800 Ófeigur II 750 (smásild veidd SA af Reykjanesi) Pétur Sigurðsson 900 Reynir VB 1100 Marz VE 1100 Náttfari 1500 Steinunn 900. Síldin veiddist aðallega í Kollu- ál og Jökuldjúpi og var síldin úr Kolluálnum mun betri, hin var blönduð. Nokkur skip fengu smáslatta á sunnudagskvöldið, áður en byrjaði að bræla og komu nokkur skip til Rvíkur í gærmorgun með 50-100 tunnur. Showman" íslands Gamansamt viStal viö forsætisráðherra íslands í New York Times ,,ÉG fer aldrei á veitingahús. Annars mundi allt kventólkiC þar koma og kyssa mig, en það væri aðeins eðlilegt." Það er Ólafur Thors, forsætis- ráðherra, sem hefur orðið, og þannig hefst grein t stórblaðinu New York Times eftir Werner Wiskari, sem kallar ölaf Thors einn litríkasta stjórnmáiamann íslenzkrar sögu, mesta „showman“ íslenzkra stjómmála og uppáhald persónu íslendinga. Greinin kall- ast „Showman of Iceland.“ Fréttamaðurinn segir, að ferill þessa vinsæla stjórnmálamanns sé senn á enda. Sennilega mun hann segja af sér eftir næstu j.ingkosn- ingar. Wiskari hefur eftir forsætis- ráðherra, að hann vilji fara frá meðan flokksmenn hans geti enn sagt: „En hvað það er leiðinlegt." Fréttamaðurinn segir að stjórn hans hafi getið sér gott orð í Bandaríkjunum og öðrum NATO- ríkjum fyrir pólitískt hugiekki og ábyrgð. Góður árangur efnahags viðreisnarinnar hafi orðið íil þess, að í fyrra hafi greiðslujöfnuðurinn Framh. á 15. síðu j GAF 10 ÞÚSUND Fyrsta gjöfin, sem barst í kirkjusjóð Kópavogskirkju var frá fátækum verkamanni í Kópavogi sem ekki vill láta nafs síns getið, — sagði frú Hulda Jakobsdóttir, er hún rakti byggingarsögu kirkjunn ar á vígsluhátiðinni í fyrra dag. Slíkt fjölmenni var á vígsluhátíð'inni, að færri kom ust inn í kirkjuna en vildu. en auglýst var að kirkjan yrði opin frá kl. 14.00-16.00 sama dag. Einn liinna fyrstu, sem komu til aö skoöa kirkju sína var verkamaðurinn, sem fyrst ur gaf í kirkjusjóöinn og af- henti liann nú 10 þúsund kr sem gjöf til hinnar nývígðu kirkju. ÁTTI AÐ DREK ETTINUM SfNUM TVEIR lögregluþjónar voru á eftirlitsferð á Grandagarði um kl. 11 síðastliðið laugardags- NYJU DELHI 17. des Nehru for sætisráðherra Indlands, hafa borizt tillögur sexvelda-ráðstefnu þeirrar er nýlega var haldin a Ceylon til að freista þess að finna leiðir til lausnar á landamæradeilu Ind- verja og Kínverja. Róðstefnu þessa sóttu sex hlutlaus ríki í Afríkti og Asíu. Tillögurnar hafa ekki verið hirtar, en indversk hlöð segja, að þær fjalli um að niyndað verði vopnlaust svæði á landamærunum Kínverjar hörfi til stöðva þeirra cr þeir voru 8. september en Ind- verjar haldi kyrru fyrir þar sem þeir eru nú. LONDON 17. des. Douglas lá- varður af Kirtlesije, sem er for- stjóri brezka flugfélagsins British European Airwais, neitaði í dag öllum fréttum um að BEA hefði í hyggju að sameinast hinu brezka flugfélaginu (BOAC). Bæði þessi flugfélög eru ríkiseign. kvöld. Sáu þeir þá hvar lítill drengur gekk norður garðinn, og bar hann poka á bakinu og átti fullt í fangi með að koin- ast áfrain í rokinu og snjónum. Lögregluþjónarnir tóku dreng inn tali, og spurðu hvaö hann væri að gera úti svo seinl um kvöld. Drengurinn, sem var að- eins 10 ára garnall, sagðist hafa ætla'ð að drekkja kisu sinni, sem var gamall heimilisköttur. Höfðu foreldrar hans sagt honum að gera þetta. í pokanum, sem drengurinn bar á bakinu var kisan og stór steinn, senx átti að gegna því hlutverki að sökkva kettinum. Þó var svo illa gengið frá opi pokans, að kisa heföi ugglaust komizt upp úr honum. Lögreglu- þjónarnir óku drengnum heinx, en kisa mun liafa fengið að lifa. Er furðulegt til þess að vita, aö foreldrar ætli 10 ára gömlurn syni sínum að lóga ketti og það á þennan hátt. FULLTRÚARÁÐIÐ HELDUR FUND FULLTRUARAÐ Alþýðuflokksins í Reykjavík hehlur fund í félagsheimilinu Burst, Stórholti 1 í kvöld, þriðjudag, kl. 8,30. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Fulltrúar og hverfisstjórar eru beðnir aö mæta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.