Alþýðublaðið - 03.01.1963, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 03.01.1963, Qupperneq 12
Unglingasagan: ALLTAF eru Gyðingar að verða fyrir smá- ofsóknum, sem ekki láta mikið yfir sér nú á friðartímum, en eigi að síður svíður sárt undan þeim. Nú berast frá Rússlandi þær fréttir, að Gyðingar þar séu ekki Iátnir óáreittir af þar- lendum mönnum, — meira að segja stjórnarað- ilum þar. Þetta kemur meðal annars i ljós í við leitni stjórnarinnar til að þröngva þeim frá trú þeirra og afnema venjur þeirra. Þar að auki eru þess dæmi að Rússar hafi kennt Gyðingum um ef eitthvað hefur misfarizt, sem ákveðið var rétt af hinni kommúnistísku stjórn. Eitt annað dæmi frá Englandi er, þegar þekkt knattspyrnu lið keypti knattspyrnumann sem var Gyðingur að uppruna. Um Ieið og hann fór að spila með félaginu, varð honúm næsta ólíft þar vegna þeirra háðsyrða sem samherjar hans jafnt se«tt mótherjar létu bitna á honum vegna þjóðecn- is hans. Þrátt fyrir þessa ruddalegu framkomu er Gyðingurinn einn af færustu mönnum félags ins og mjög háttprúður. . Þjálfari þeirra hefur sagt, að ekki væri hægt að skýra frá þeim smán aryrðum sem um vesalings Gyðinginn hefðu verið höfð í leikjum. BARN LANDA- MÆRANNA afganginn af hundtað dölun- um, sem hann lél þig fá“. ' ,Já,“ sagði kroppinhakur- inn. Hann tok fram veski og úr því seðlaiirúgu. IVilli- am Benn þreif veskið af honum. Hvar fékkstu þetta svikar- inn þinn?“ spurði Benn. „Mér var gefið það". „Gefið það! LjúgSu ekki að mér“ „Ég segi satt“. „Ilver gaf þér það?“ „Stúlka“, sagð'i Lew. „Ég skal snúa þig úr háls- liðnum“, sagði AYilliam Benn alvarlegur. „Maud Ranger gaf mér það,“ sagði kroppinbakurinn og brosti. „Ha,“ sagði William Benn. Hann bætti við, „segðu mér hvað skeði". „Hún hitti hann aftur um kvöldið“. „Hvar?“ „Heima hjá honum“. „í mexíkauska kofanuin?" „Já“. „Þú ætlar þó ckki að telja mér trú iim að hún hafi farið inn í þann kofa?“ ,Jú hún borðaði kvöldverð með fjölskyldunni". „Kvöldverð!“ „Svei mér þá. Ilún liafði góða matarlyst“. „Ætlarðu að lialda á- frani?“ „Ég hef ekki meira að segja. Jú annars hún hclt smáræðu“. „Ræðti“. „ Já. Húsi sagði Perez gamla að hún elskaði Rtc- ardo son hans. Og að Ric- ardo elskaði hana. Og að þau ætluffu aff gifta sig ef Ant onio gamli Percz Ieyfði það. Og svo —“ William Benn öskraði og læknirinn stóð á fætur. „Og svo varff ég of for- viiinn,’“ sagði kroppinbakur- inn „og Rieardo sá mig og stökk á mig og dró mig inn og hló þegar að hann sá aff þaff var ég og sagði þeim ýmíslegt um mig “ Kroppinbakurinn hikaði ögn og sagði svo með alvöru- þiuiga: „Hann Ricardo er stórvinur minn. Stúlkan hans líka. Ég ætla aff búa hjá þeim og hugsa um þau ef ég losna frá þér, Benn.“ „Gaf hún þér peninga?“ „Fyrirfram greidd laun." „Svo það gekk,“ sagði William Benn. „Já,“ sagði lækmirinn æstur. „Við skulum elta hann þangað til við fáum okkar hlut.“ „Okkar hlut,“ sagði Willi am Benn. „Læknir þú ert sjúklingur.“ „Sjúklingur?" „Já,“ sagði William Benn. „Þú ert nieff annan fótinn í gröfinni.“ Opiö bréf FramhaM ai 1. síðu- galdramenn á móti draugum, er þeim voru sendir, gerðu þá sér undirgefna og sendu þá aftur. — Sama gerum við Grundfirðingar. Við sendum þér þinn eigin draug til baka. En hann er svo illa hor- aður af þinni hálfu, að hann er hálfmáttlaus, greyið, og getur víst ekki annað gert en fylgt þér. — Annan miska getur hann ekki gert. En hvimleiður kann hann að verða þér' áður en lýkur. A8 lokum þetta : M ættir að leggja á hilluna ritsíörf eða að minnsta kosti ekki kalla svona sora sannleika. Það er lágmarkskrafa, að þú biðjir þetta fólk afsökunar og lýsir því yfír, að þú hafír rangtúlkað mál og ýkt. Einnig ættir þú að biðja þjóðina afsökunar og segja starfi þínu lausu og hverfa í fjöldann, því sá maður, sem er fréttamað- ur hjá íslenzka ríkisútvarpinu, verður að hafa til brunns að bera sómatilfinningu og virðingu fyrir sannleikanum. Ef honum verður fótaskortur á þeim vegi, verður sá hinn sami aS biðjast afsökunar eða hverfa úr starfi. Það er mikil ábyrgð að vera frétta maður og sömuleiðis að leggja út á þá braut, að reyna að verða rithöfundur, ekki sízt þegar menn skrifa um atburði, sem öllum eru í fersku minni. Vegna þess, að þú segir, að þetta sé altalað hér um slóðir og við höfum sjálfir breitt þetta út, þá er það ský- laus kraía, að þú gefir heimildar- fólk þitt upp. Eg hef þekkt þetta fólk í fjölda mörg ár, unnið með Þorkatli daglega og aidrei heyrt eitt orð um galdra í sambandi við þau mál, er þú segir að séu undirrótin í þessari sögu. Eg þekki einnig hinn manninn og hef þekkt hann í mörg ár, en aldrei heyrt hann nefna galdra eða drauga. Við Grundfirðingar kær- um okkur ekki um að liggja und- ir svona málflutningi. Þess vegna krefjum við þig um nöfn. þeirra, sem hafa sagt þér þennan þvætt- ing. Ef þu ekki gerir það, þá lýsi ég þig ábyrgan. Grundfirðingur. Laxafiskeldi Framh. úr opnu á landi, m. a. teiknaði hann ásamt Jósepi Reynis, arkitekt, laxastigá i Skuggafossi í Langá, sem byggff ur var síðastliðið sumar. laxana upp í þær aftur, þannig að þeir njóti, sem sleppt hafa göngu seiðífm í árnar. Þetta er mikil- vægt atriði fyrir laxarækt á ís- lancTi og opnar möguleika, sem ekkr eru fyrir hendi á hinum Norðtirlöndunum, bæði með til- lifrfn; reksturs laxabúa og til stór auklfingar laxastofnanna í ánum. Svo sem kunnugt er, fer lax- veiði í Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku fram aðallega í sjó, og þannig aðeins 10 — 15% af stofnunum að ganga í árnar. Virð- ast því Dönum og Norðmönnum lítil ástæða til þess að sleppa gönguseiðum í árnar, þar sem svo lítið kemur aftur til þeirra, sem sleppa seiðunum. í Svíþjóð er lax veiði í sjó mikilvæg atvinnugrein og hefur löggjafinn því ákveðið að rafveiturnar haldi við lax- stofnunum i ánum. Þeir ala því laxaseiði upp í gðngustjærö og sleppi í ámar, enda er það ár- angursríkasta aðferð til að við- halda Laxastofnunum. Hér á landi er laxveiðum á annan veg farið, þar sem bannað er að veiða lax í sjó. Getum við því sleppt göngu seiðum í ámar og fengið fullorðnu Húseigendafélag Reykjavíkur. ©PIB C0PE««»CW Eltið þennan bíl. — Tveir menn hafa rænt verzlunarbankann, — og þeir hafa þvingað ungra stúlku með sér í bílinn. Löggan er á hælunum á okkur — tU hliðar. aktu En á óheppilegustu stunðu fyrir lögregl- una. F0Í.6 EFTEK DEN 8IC. - \iffl TO MÆND HAR PíVNDRCr' j SYND/K£T8AN:<EN, 06 DE j HAP 1WN6ET EN UN6 A 4 l'.'J/NDE MEO /ND / V06NEN ^ d 9;:t ‘,l„ |i! - m [fajfoí 1 | IplpfipSS!!! £- >T a*ii nrsW* i_. i—liBsS MEN PÁ DET MEST UHEEt>l6E AFAilE 7IDSPUNKTER PAHSEXNE EK U6E / HÆLBNE PÁ OS - K$R IND Tlí S/DEN' 12 3. janúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐfÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.