Alþýðublaðið - 13.01.1963, Blaðsíða 13
FEGRUNARSALUR
OPNAÐUR í GÆR
FE GRUN AítS ALURINN Val-
höll, heitir nýtt fyriræki, sem var
opnað hér í bæ í gær. Er þarna
um að ræða snyrtivöruvenslun,
snyrtistofu og hárgreiðslustofu.
allt í sömu húsakynnunum. Fyrir
tæki þetta býður upp á ýmsar nýj
ungar, sem ekki hafa þekkzt hér
áður á þessum sviðum.
Það er Einar Elíasson, sem veit
Fram vann FH
Framhald af 10. síðu.
tekst KR-ingum að ná tveggja
marka forskoti, sérstaklega vegna
frábærrar markvörzlu Guðjéns Ól-
afssonar, sem varði stórkostlega
á köflum. Staðan í hálfleik er 11
gegn 9 fyrir KR.
★ ÆSISPENNANDI SÍÐARI
HÁLFLEIKUR.
Spennan i siðari hálfleik hélst
frá fyrstu til síðustu mínútu. —
Bjöm Kristjánsson skorar fyrsta
markið fyrir Víking úr vítakasti,
en síðan fá KR-ingar ódýrt mark,
senda boltann í hondur Karls Jó-
hannssonar, sem þakkar gott boð
og sendir hann í net Víkings. —
Víkingar leika laglega á vörn KR
og á 10 mín. er jafnt, 10-10.
Næstu 18 mín. er staðan ávallt
þannig, að KR nær einu markl
yfir, en sfðan jafna Víkingar, ut-
an einu sinni, en KR komst tvö
mörk yfir. Þegar svo ca. 2 mín.
eru til leiksloka, er jafnt 17-17,
og æsingurinn nær hámarki. En
Víkingar eiga betri endasprett og
Sigurður Óli skorar þrjú síðustu
mörk leiksins á skemmtilegan
hátt. Þannig að sigur Víkings
varð 20 mörk gegn 17.
Ekki verður hægt að segja, að
liðin hafi sýnt framúrskarandi
handknattleik, enda varla við því
að búast, stigin eru dýrmæt og
mest áherzlan lögð á að skora;
hvernig sem það er gert. Varnir
beggja liða eru traustar, hjá Vík-
ing var Pétur drýgsti máðurinn,
en Rósmundur og Sigurður H. eru
ágætir leikmenn, cá fvrrnefndi er
drjúgur að skora, en Sig. er með
f.vrsta flokks knattmeðferð — og
getur einnig skotið með prýði, ef
tækifæri gefst. í lið Víkings vant-
Ensk knattspyrna
Á miðvikudag fóru fram tveir
leikir í 3. umferð ensku bikarkeppn
innar. Mansfield lék heima gegn
Ipsvvich og tapaði með 2:3. Vinstri
útherji Ipswich, Leadbatter, skor-
aði öll þrjú mörkin, sem Ipswich
skoraði.
Wi'cxiiam lék gegn Liverpool, og
sigraði Liverpool með 3:0 eftir
mun jafnari leik en úrslitin gefa
til kynna. Wrexham lagði mikla
vinnu í ag gera völlinn leikfæran
og burfti t.d. ag flytja í burtu 1800
tonn af snjó af vallarstæðinu.
í l-iórðu umferð leikur fpswich
gegn Leicester, og Liverpool ic.'kur_
einnig gegn Tottenham cða
Burnly.
írski Iandsliðsútherjinn McPar-
land, sem Wolves keypti í fyrra frá
Aston ViRa fyrir 30.000 pd. hefur
verið seldur til Plymouti: fyrir
18.00 pd.
aði þrjá ágæta leikmenn, Þórar-
inn, Jóhann og Björn og það að
sigra KR án þeirra, sýnir „breidd“
félagsins í handknattleik.
KR-ingar börðust eins og ljén
allan tímann, en „gömlu" menn-j
irnir Guðjón, Karl og Reynir eru,
máttarstólpar liðsins, án þeirra
væri liðið lítils megnandi í I. deiid i
þó að yngri menn félagsins lofi j
góðu. Axel Sigurðsson dæmdi
leikinn og gerði það ágætlega.
* FRAM — FH 24:20
(13:11).
Þá hófst leikur hinna stóru, ef j
hægt er að tala um það, Víkingur
sigraði Fram í fyrstu umferð og
síðan gerði ÍR jafntefli við Vík-
ing. Það sýnir bezt hvað liðin í f.
deild eru jöfn.
Það var úrslitastemmning, þeg-
ar liðin birtust í salnum og sú
stemning hélzt óslitið til leiks-
loka. Um gang leiksins er það að
segja, að sigurinn gat fallið á
hvorn veginn sem var til síðustu
mínútu, íslandsmeistararnir innan
húss voru harðari og léku betri ■
handknattleik, bæði í vörn og sókn
og sigruðu verðskuldað. '
t fyrri hálfleik höfðu liðin yf-
ir á víxl, Ragnar Jónsson skorar
fyrst fyrir FH, en Fram jafnar og
kemst yfir, en síðan jafnar Fram
metin og kemst yfir, í leikhléi
var staðan 13:11 fyrir Fram.
★^verdskuldáðÍjr sig-
UR FYRIR FRAM.
Fram hafði yfirhöndina allan
síðari hálfleik, munurinn var frá
einu upp í fjögur mörk. Tvisv-
ar munaði einu marki, 14:13 og
20:19, en Fram var greinilega
betra liðið og þó að FH næði góð-
um sprettum var liðið hálfsundur-
laust á köflum og vörnin óvenju
gloppótt, Hjalti bjargaði oft snilld
arlega, en markmaður með lélega
vörn fyrir framan sig getur ekki
allt.
Magnús Pétursson dæmdi leik-
inn og slapp vel frá honum, Menn
verða að taka það til greina, er
þeir gagnrýna Magnús fyrir mis-
tök, að það er enginn öfundsverð-
ur af að dæma svona leik.
Um einstaka leikmenn er það að
segja, að í Fram bar mest á Guð-
jóni og Ingólfi, en þeir og þá sér-
staklega sá fyrrnefndi, eru frá-
bærar skyttur. Því má einnig bæta
við, að lið Fram er sérstaklega
vel samstillt og hvergi veikur
punktur í því, þetta hefur að
vísu verið sagt áður, en aldrei er
góð vísa of oft kveðin.
Lið FH var lakara en það hefur
verið áður og áberandi var það,
hvað vörnin var opin og hikandi.
Beztir í liðinu voru Ragnar, Örn og
Einar.
í kvöld heldur keppnin áfram í
I. deild karla.
NÚ þykir ákaflega fínt að
hafa axlabönd á pilsunum og
síðbuxunum. Verzlanir I
Reykjavík eru með alla vega
dömu-axlabönd“ — eða
öðru nafni „twist-axlabönd“
á boðstólum, — en það má
alveg eins sauma axlabönd úr
sama efni og pilsið sjálft, —
eins og liún gerði þessi.
ir Valhöll forstöðu. Hann sagði
blaðamönnum í gær, að þarna
yrði aðeins til sölu eitt snyrtivöru
merki, Coryse Calomé, sem er
frá franskri verksmiðju. Verða
þessar snyrtivörur einnig notaðar
við snyrtinguna. Þess má geta, að
Coryse Salomé framleiðir yfir
1000 tegundir af snyrtivörum, og
í Valhöll eru nokkur hundruð •
þeirra á boðstólum.
Þarna munu vinna 7—8 stúlk-j
ur, sem allar hafa lært snyrtingu j
og hárgreiðslu, og þá flestar er-
lendis. Munu þær m. a. blanda púð j
ur fyrir þá viðskiptavini, sem þess j
óska, og veita margvíslegar upp-
lýsingar, — auk þess sem þær
vinna hin margvíslegustu störf.
Þarna verður hægt að fá hand-
snyrtingu, andlitssnyrtingu, hár-
lagningu, og sagði Einar að það
væri jafnt fyrir karlmenn sem i
kvenfólk.
í Valhöll, sem er til húsa að
Laugavegi 25 í nýju húsi, verða
átta klefar til hárlagninga og
snyrtingar. Allir eru klefarnir út
af fyrir sig, rúmgóðir og bjartir.
Öll tæki eru af nýjustu gerð, og
svo margbrotin að leikmaður get-
ur þar ekkert útskýrt. Ætlunin
er, að í framtíðinni verði veitt
þarna fjölbreyttari þjónusta, en
nú er.
Hörður Ágústsson annaðist
teikningar að innréttingu Valhall
ar, en yfirsmiður var Gunnar
Gunnarsson. Hefur það verk tek-
izt vel, og eru húsakynni hin giæsi- |
legustu.
ytwwmwwwwwMHww!
ft%WWWWWWWWWW
c.
Alltaf
og fjósamenn, en ekkert
er til fyrir unglingana
NAUÐSYN ber til að gera citt
hvað fyrir unglinga í yngri flokkn
um, þ. e. börn á aldrinum 10-14
ára, sagði Ingólfur Þorsteinsson á
Búnaðarmálafélagsskrifstofunni í
gær í viðtali við Aiþýöublaðið. Við
höfum ekkert fyrir þessa unglinga,
m foreldrarnir vilja óðfús koma
, þeim í sveit. Nú orðið gerist ekki
lengur þörf á því til sveita að
hafa vikapilt til að sækja hesta og
reka kýrnar í hagann. Nú vantar
fyrst og fremst stráka, sem geta
verið á vélunum, ráðskonur til
jþess að sjá um innanhússtörf hjá
; piparsveinunum og Ioks duglcga
fjósamenn, sem geta tekið að scr
yfirstjórn í stóru fjósunum.
Ingólfur sagði, að skrifstofa
Búnaðarfélagsins hefði tekið á
móti 173 körlum, 164 konum, 307
drengjum og 222 stúlkum, sem
hefðu vlljað komast til starfa í
sveit á síðasta ári. Það eru sam-
tals 866 beiðnir.
Ingólfur sagði, að sumt af þessu
fólki væri ráðleysisfólk, sem ekki
væri unnt að senda út í sveitirn-
ai, en útkoman var sú, að bænd-
ur föluðust eftir 161 karlmanni,
176 konum, 152 drengjum og 60
stúlkum á síðasta ári, — eða sam
tals og allt í allt 549 manns.
Eftir því sem vélvæðingin eykst
verða minni verkefni fyrir hálf-
stálpuðu unglingana, — en aftur
á móti eykst eftirspurnin eftir
vetrarmönnum í stóru fjósin. Ing
ólfur sagði, að mikið hefði dregið
úr aðsókn erlends vinnufólks hing
að til lands, því að nú, þegar krón
an er orðin svo verðlítil, sem raun
er á, geta bændur ekki greitt út-
lendingunum samsvarandi laun
og þeir mundu fá fyrir sama starf
í sínu heimalandi. Aðeins 31 karl
maður og 13 stúlkur voru ráðin
hingað til sveitastarfa síðastliöið
ár, en fyrir bre.m eða fjórum ár-
um var ráðin hingað 216 manns
erlendis frá til starfa í íslenzkri
sveit.
Aðspurður um það, hvað mánað
arkaúp karla og kvenna væri nú
við sveitastörf, sagði Ingólfur, að
það væri mjög mismunandl.
Kvennakaup væri á milli 2200 upp
í 2500 á mánuði' og allt frítt, en
karlmannskaupið væri allt frá
3000 krónum upp í 5000 krónur á
mánuði og allt frítt.
Þetta fólk er á öllum aldri, en
flest er það á aldrinum frá 20 og
upp í 40-445. Þó sagðist Ingólfur
liafa verið að ráða 72 ára gamlan
mann til kartöflu„sorteringar“
úti á landi, — svo að sjá mætti,
að aldurstakmörkin væru engin.
Og piparsveinana vantar alltaf
ráðskonur. Þær, sem fara til
þeirra, eru flestar einstæðar mæð
ur með eitt eða fleiri böm og sum
ar koma ekki aftur til borgarinn
ar.
ALÞÝ0UBLAÐIÐ - 13. jan. 1963 |3