Alþýðublaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 8
FKEGNIN um atkvæðatap kommúnista og framsóknar- manna í verkalýðsfélaginu í Borgarnesi, hefur að vonum vakið athygli. — Miðað við fjölda félagsmanna hefur verulegur hópur þeirra hætt stuðnings við stjómendur fé- lagsins og kosið lista lýðræð- issinna. Er sérstaklega at- hyglisvert, að það er almanna rómur í Borgarnesi, að fyrst og fremst yngri menn félags ins hafi þarna komið við sögu. ★ Þjóðviljinn sagði frá þess- ari kosningu og lét fylgja greinargerð, sem átti að vera eins konar afsökun fyrir þessu fylgistapi. Var þar fyrst hneykslazt á því, að lýð ræðissinnar skyldu leyfa sér að sendá út dreifibréf! Þetta bréf var að vísu fyrst og fremst kynningu á þeim mönnum, sem skipuðu lista lýðræðissinna, og nokkrar setningar að auki. En ekki sýnir það sterka lýðræðistil- finningu hjá Þjóðv., að kvarta yfir því/að andstæð- ingar skuli leyfa sér að senda út dreifibréf. í bréfinu var það talið til framdráttar lýðræði, frelsi og framtaki að kjósa lýðræðis- sinna. Þetta þykir Þjóðviljan um einnig vítavert, rétt eins og kommúnistar séu höfuð- varðmenn lýðræðis og frels- is. Vita ekki allir, að í ríkj- um kommúnista er ekkert lýðræði til, verkalýðsfélög fá ekki að semja um kaup, mega ekki gera verkfall eða fram- kvæma neins konar vinnu- stöðvanir, og leyfa aðeíns einn lista, þegar kosið er? Er ekki ástæða til að minna á slíkar staðreyndir, þar sem kommúnistar bjóða sig fram til forustu, því ekki draga Þjóðviljinn eða forusta flokksins í Reykjavík dul á hrifningu sína ýfir slíku stjórnarfari. ★ Þar að auki minntust Borg nesingar þess, að kommúnist ar og íramsóknarmenn höfðu gripið til þess ráðs fyrir skömmu, að reka hóp manna úr félaginu. Þetta ofbeldi gerði þeim kleift að hatda jöfnum atkvæðum — annars hefðu þeir tapað félaginu. Borgnesingar þekkja öll máls atvik. Þeir vita, að hinir brott reknu voru stéttvísir og ein- lægir félagsmenn — reknir eingöngu af pólitískum ástæð um. Hvar enda slík vinnu- brögð, þegar byrjað er á þeim? NÝLEGA kom það fyrir rétt í Carlo, að 19 ára gömul stúlka, sem hafðl verið í hjónabandi í einn mánuð, sótti um skilnað frá manni sínum. Þessi stúlka, sem var sögð líkjast fyrrverandi drottningu Persíu, Soayju hinni fögru, skýrði frá því, að maður hennar hefði haft áætlanir á prjónunum rnn að selja hana Saudi-Arabískum prins fyrir þrjú þúsund sterlingspund. Hún sagði einnig, að hann hefði gortað sig af því í hennar viður- vist, að hafa áður selt 65 „konur” sínar ýmsum Arabahöfðingjum fyrir 1500 sterlingspund hverja og eina. Rétturinn komst að því, að framburður stúlkunnar var rétt- ur. Og það er staðreynd, að hinn skyndilega auður Araba vegna olíu eftir stríðið héfur skapað kreppu og eftirspum eftir þrælum, svo mikla að henni hefur ekki verið fullnægt á arabíska þrælamarkað- inum. Það er ekki aðeins að menn hafi notað svo lúaleg vinnubrögð og þessi „plathjónabönd” til að auðgast á að selja mannlegar ver- ur, heldur hefur einnig verið leit- að eftir þrælum á hinum alda- gamla markaði í suðvestri, í hinni myrku, mannmörgu Mið-Afríku, og í hinum vanþróaðri héruðum £ íran, írak og Pakistan. Fyrir stríðið hefðu þrælasalar í Riyadh, Jiddah eða Mekka glaðir selt karlþræl fyrir 50 sterlings- pund. Nú, á blómatímum eftir stríð geta þeir selt samskonar menn fyrir mörgum sinnum hærra verð. Markaðsverðið fyrir stúlkur sem seldar eru á hinum austræna þrælamarkaði er um það bil þrisvár til fjórum sinnum hærra en fyrir karlmenn. Það kemur til af því, að þeim er ekki aðeins ætl- að að gegna þjónustustörfum eins og karlmönnum, heldur er þeim ætlað að vera yfirmönnum sínum til yndis og einnig að framleiða enn fleiri þræla. Ljósleitar og bjarteygar stúlk- ur frá Sýríu og íran slá samt all- ar aðrar út hvað verð snertir og eru á svipuðu verði og Cadillakk- arnir, sem gleðja hin nýríku, hjörtu prinsanna í nálægari Aust- urlöndum. Bæði karlþrælar og kvenþræl- ar halda áfram að vera tákn vel- verðar í Arabíu. Auðugur sheik verður að sýna ríkidæmi sitt með því að hafa um sig að minnsta kosti-tvö hundruð manna hirð eða meira, suma klædda einkennis- búningi hans og alla með heiti hans:— eða Abd Abdullah, sem táknqr ekkert annað en maður- inn ör þræll Abdullah. Hvferjum og einum þræli er ætlafi sitt hlutverk við hússtörfin. Einn j nær í teið og setur það í potti^n, annar sýður það yfir eldi, og sá þriðji er alltaf reiðubúinn til að hella því úr hálslöngum potti í örsmáa og handfangslausa bolla herrans og hans gesta. Hallarvörður sheiksins, eða einkaher, samanstendur af þræl- um, jafnt og skrifstofumönnum frá einkaskrlfstofu sheiksins, og einkabílstjórum, sem aka banda- rísku lúxusbifrelðunum milli glæstra skrifstofublokkanna í Jid- dah. Það er álitið, að í Saudi-Arabíu séu um það bil hálf milljón þræla, en um það er annars vont að gefa nokkrar tæmandi upplýsingar. Því þó að Saudi-Arabía hafi sent fulltrúa á fund Sameinuðu þjóð- anna til að ræða þrælahald árið 1956, hefur stjórnin þar í landi enga samvinnu boðið til að vinna bug á þessum „svartamarkaði með lifandi fólk”. Svo það er einungis hægt að gera sér ástandið í hugariund með því að taka saman brot af upplýsing- um, fengið viða að, frá ferðamönn um, tæknifræðingum, mannfræð- ingum, læknum og mönnum, sem hafa unnið við olíuvinnslu. Þess- ar upplýsingar er að finna í tveim- ur frekar litlum herbergjum í húsi nálægt Viktoríustöðinni í Londön, en þar heldur baráttan fyrir afnámi þrælahaldsins enn áfram, 150 árum eftir að William Wilberforce hóf hana. Það kemur í ljós, þegar málin eru lögð niður, að á margan hátt fer ástandið versnandi. Fyrir fimmtíu árum, eftir hundrað ára stöðuga varðgæzlu og endalaust erfiði var Konunglegi Sjóherinn næstum þvi búinn að reka alla þrælasala af hafinu. Þegar 1936 kom það í Ijós, að nokkrar framfarir áttu sé stað. Á þvi ári tók Ibn Saud kóngur aftur í gildi endurbætt lög um skrán- ingu og eftiriit með þrælum, þrælasölum og varðgæzlumönn- um þeirra á vegum . stjórnarinn- ar. Samt, eins og sfðar kom í ljós, hefur höfuðmarkmiðið með þess- um lagasetningum verið það, að koma á fót líflegum markaði í skjóli falsaðra lagabókstafa.! Nú til dags er hægt að flytja þræla loftleiðis og bað er ekkert hald- gott eftirlitskerfi til, sem getur heft þá flutninga. Frá Mekka eru ennþá reknar öflugar þrælastöðvar, og þaðan eru sendir útsendarar til Afríku, sem hafa það starf á hendi, að ná í sem mest af brælum til að kbma með til Mekka handa yfirmönnum sínum, sem sfðan selja þá til „prinsa”. Sessir útsendarar, sem oftast eru Saudi-Arabár, ferðast til afskekktra borpa í Súdan, til High Voltá, Ffri Nfgeríu, þar 'sem þeir kynna sig sem hjálparmenn, óðfúsá til að ereiða götu hvers trúaðs- Múhámeðstrúarmánnsí til Mekká, en þangað burfa helzt allir sanntrúaðir að fara einu sinni á ævinní a. m. k. Hlaðnir af áhvaaium, sem verða þvegnar af f Mekka, flykkjast „piiagrímarnir ísamt „hjálpar- mönnum” sfnnm til strandar Rauða Hafsins ná’ægt Port Sudan, þar sem þeir eru fluttir yfir á smá- bátum. Þeir koma að landi í smá- höfn í Arabfu. oa eru þar með pomp og nravt fangelsaðir fyrir ólöglega landeöneu. Þeim er svo fljótlega rænt haðan, og eru leidd- ir í handjámum og með reipi á milli sín til vfirbúða þrælasal- anna. Ein aðferðin, sem menn hafa notað til að komast til Mekka- er su, dýr ync mö leií I ast svo ust Au kvc trú gja I láv að fra um fur frá uir mö þai an bói vai hoi koi að vai sta frá I un sn; sei vih pei og kvi af svc fyi hæ að þei del gæ an I uni IÐNVÆÐ LINDIR A MENN til sölu á aiabiskum þrælamarkaði. Efri myndin: Lausir blekkir táknar að þrællinn sé falur. í AFRÍKU búa 8 af hundraði alls mannkynsins, kringum 240 millj- ónir manna, en framleiðsla þessa fólks nemur aðeins um 2 af hundr- aði af heildarframleiðslu jarðar- búa. Hún er aðeins um helmingur af framleiðslu Bretlands. Árstekj- ur á hvern ibúa Afríku eru 110 dollarar, þ. e. a. s. minni en einn tíundi hluti af árstfkjunum í há- þróuðum löndum. Þessar upplýs- ingar koma fram í nýrri skýrslu San þes ófu linc moi c Grc af ] Skj átt álfi her g 18. janúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.