Alþýðublaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 16
Er með leikrit *»v! og bók í smíðum Framhald af 1. síSn. sem ég hef kynnst á lífsleiö- inni.” — Ertu að huffsa um að fara að skrifa á norsku, og gefa ís- ienzkuna upp á bátinn? — Nei, nei, nei. Það væri : utílokað fýrir mig. íig hef ekki verið hér í 25 ár, og það yrði of mikið verk, að iæra það allt upp aftur, sem ég kunni þá. Nei,' ætli ég komi ekki heim ' einhvern tíman seinni hluta ■ vetrar. Eg skrifaði leikrit heima í fyrra, sem égr á aðeins eftir *.áð hreinrita. Svo er ég með sögu í smíðum. Hún er alvar- Jegs efnis. Það fór svo skoili langur tími í þessa ævisögu, og :, eg .liafði eiginlcga ekki tíma tii neins meðan ég var að skrifa hana Þá var ég búinn að lofa Vikunni, að skrifa fyrir hana framlialdssögu. — Þú hefur ugglaust frétt, að bókin þín, ísold hin gullna, hefur selst mjög vel. —Já, einhverjar spurnir hef ég nú haft af því. Eg hef Iíka frétt, að um mig hafi gengið ógnarlegar kjaftasögur, — en Kristmann Guðmundsson ég er nú orðinn svo vanur því. En það er bara verst með þess- ar kjaftasögur, það er ekkert gaman að þeim, — þær eru ekkert fyndnar. Eg hef aðeins heyrt eina skemmtilega sögu um mig. Annars þyrfti ég að koma heim, og skipuleggja þennan sögu-faraldur. Eg gæti jafnvel búið til mikið skemmti- < legri sögur en þær sem um mig ganga. Já, ég ætti að skipuleggja þetta sjálfur, og fá borgað fyrir það! — Hefurðu tekið þér nokk- uð sérstakt fyrir hendur, siðau þú komst þarna út? — Æ, nei, ég hef reynt að láta sem minnst á mér bera, svo ég geti gengið í friði um fornar slóðir, og hitt gömlu kunningjana, sem enn eru á lífi,” — Nokkuð, sem þú vildir segja að lokum? — Eg bið bara að heilsa vin- um mínum, og vona, að öllum líði vel.” Þannig lauk samtalinu, en áð ur en við kvöddum Kristmann, Guðmundssou, óskuðum við honum alls ffóðs. — ár. 44. árg. — Föstudagur 18. janúar 1963 - 14. tbl. EBE-viðræður í sjálíheldu: Frakkar vilja aukaaðild BRUSSEL 17. jan. (NTB-Reuter) Frakkar lögðu til á ráðherrafund- ínum í Briissei í dag, að Brctum væri veitt aukaaðild að Efnahags bandalaginu í stað fullrar aðildar fiem þeir hafa sótt um. ' í þessum frönsku tillóffum er (agt til> að viðræðunum verði nú þegar frestað, en teknar upp að Ukömmum tíma llðnum. Þá skuli (Bretum gert framangreint tilboð am aukaaðild. LANDIEGA LANDEEGA er enn hjá síldar- dotanum og hefur engin veiði verið síðan á þriðjudagskvöld. — Útsynningsbræla er á miðunum og ekki voru í gær horfur á að úr rættist þá, né í nótt. Búazt má við, ef bræla helzt, muni að minnsta kosti einhverjir smærri bátanna, sem síldveiðar stúnda frá Reykjavík hætta og snúa sér að öðrum veiðiskap. Eins og AlþýðubLaðið skýrði frá í gær eru nú margir bátar á Akranesi, i Keflavík og Sand- gerði hættir síldveiðum og farið er að undirbúa þá fyrir vetrar- Wrtíðina. Með þessum tillögum er talið, að skapazt hafi alvarlegasta ástand ið er í viðræðunum um aðild Breta að bandalaginu, sem nú hafa stað ið í 15 mánuði. Fréttaritari NTB segir, að þetta viðhorf muni einnig hafa áhrif í Noregi, þar sem norska stjórnin hafi tvívegis lýst því yfir, að beiðni Norðmanna um aðild að bandalag- inu sé mjög háð aðild Brcta. Ráðherrarnir gerðu stutt hlé á fundum sínum sl. þriðjudag, cn komu saman aftur í dag til að ræða málið. Á þeim fundi bar utttnriki; ráðherra Frakka, Couve de Mur- ville, fram framangreindar tiliög ur um aukaaðild Breta. Ráðherrafundurlnn stóð yfir mik inn hluta dagsins, en kl. 10.30 eftir ísl. tíma var fundinum frestað, en talið er, að fundinum verði haldið áfram á föstudag. Utanríkisráðherra Frakka, Couve de Murville, átti frumkvæðið að fundinum, er hann kom til Briiss el í gær frá París Franskur formæl andi hafði áður sagt, að de Mur- ville mundi skýra sjónarmið sín é þessum fundi með tilliti til þess að ekkert hefur orðið ágegnt í við- ræðunum við Breta. Á það er bent að frumkvæði Couve de Murville hafi tafið hinar venjulegu samningaviðræður. Brezku samningamennirnir og EBE höfðu fund með sér í morgun. Seinna ræddi Heath, aðalsamninga maður Breta, við Schröder, utanrík isráðherra V.-Þjóðverja sem kom inn er til Briissel. Utanríkisnefnd vestur-þýzka þingsins samþykkti í dag áskorun þess efnis, að stjórnin gerði aUt sem í hennar valdt stendur til þess Framh. á 7. síðu BÆ ■ * Kosmngum i SR að Ijúka Nú fer stjórnarkjörinu í Sjó- mannafélaffi Reykjavíkur að ljúka Aðalfut(dur verður haldinn n.k. sunnudaff off er áformað, að knsn inffunum Ijúki á lauffardag á há- degi. — Kommúnistar hafa haldið áfram níðskrifum sínum um for- ustumenn Sjómannafélaffsins í Þjóffvlljanum undanfarið. Nú síð ast réðist Árni Jóhannsson á starfs menn félagsins með ýmis konar svívirðingum í grein í Þjóðviljan um. Virðist svo sem Árna hafi or?. ið illa í skrokknum vegna þeirra orða, er Alþýðublaðið hefur látið um hann falla undaufarið. Árni segir í grein sinni í Þjóð- viljanum, oð ólíkt hafi Ólafur heit inn Sigurðsson rækt starf sitt bet ur á skrifstofu Sjómannafélagsins en núverandi starfsmenn. Það or ekki nýtt nú orðið, að kommúnistar hæli Sigurði heitnum Ólafssyni, þegar þeir þurfa að níða núverandi starfsmenn félagsins. En líklega mundi Sigurður heitinn snúa s.ér við í gröf sinni, ef hann mætti heyra hól kommúnista um sig, þar eð meðan hans naut við áttu komm únistar ekki nógu sterk orð til þess að rægja hann og níða enda þótt hann hefði ætíð rækt störf sín mjög vel af hendi • Það er furðulegt með kommún- ista, að þeir telja sjálfsagt að þeir ausi andstæðinga sína svívirðíng um en svo þola þeir ekki að þeim sé svarað og sannleikurinn sé sagð ur um þá, a.m.k. kommar þeir, sem eru í framboði í Sjómannafé- laginu. Kommúnistar liafa stöðugt verið að prenta óhróður um gamla félaga í Sjómannafélaglnu í Þjóðviljan- um. En kommiun skjátiast, ef þeir halda, að þeir geti fengið þessa gömlu félaga til þess að hætta að kjósa með því að birta nöfn þtúir^ 'í Þjóðviljanum. í rauninni ættu kommúnistar að skammast sfn fyrir að ausa þá menn auri, er áður hafa haft forustu í Sjómannafélaginu, en nú eru hættir sjómennsku og komnir í land. Sjómenn eiga e;n- mitt þessum forustumönnum a5 þakka þau góðu kjör og þann góð’a aðbúnað, er þeir búa við í dag. Sjómenn svarið óhróðri komm- únist með því að fylkja ykkur um A-listann! í dag verður kosið kl. 10-12 f.h. og 3-10 e.h. og á morgún laugardag verður kosið kl. 9-12 f.h. 3 SLYS ÞAÐ SLYS varð í ffærmorffun um kl. 7,30, að ekið var aftan á hjólreiðamann við Melatorg. Maff- ur þessi, Axcl Valdimarsson, Þver holti 7, var á leið til vinnu sinn- ar er slysið varð. Ilann kastaff- ist í ffötuna, en eftir rannsókn á Slysavarffstofunni, kom i ljós acl hann var lítiff meiddur. í fyrrakvöld varð annaff slys á Hrinffbrautinni viff Kennaraskól- ann. Þar var ekiff á fótffangandi mann, Karl Pétursson, Spítalast, 7. Féll hann í götxma og var flutt- ur á Slysavarffstofuna, en þaffam á Landakotsspítalann. Karl mum hafa lærbrotnaff. Þá varff smáslys í gær, er maff- ur aff nafni Björn TryggvasóM, féli af reiðhjóli á Vesturffötunnf, og skrámaffist töluvert í andliti. Hann var fluttur á Slysavarffstof- una, þar sem gert var aff sárum hans. STAL FYRIR RÚMLEGA 100 ÞÚSUND KRÓNUR VJj|tÐMÆTUM fyrir á annaff hundraff þúsund krónur, var stol- iff í fyrrinótt, er bíræfinn þjóf- ur brauzt inn í hús Almenna bókafélagsins í Austurstræti. Fór hann í kjallara hússins, þar sem úra- og skartgripaverzlun Jóh. Norfffjörff er. Þar lét hann greip- ar sópa, og hafði á brott meff sér tæplega hálft hundrað úra, guli- liringa, skyrtuhnappa og bindis- nælur úr silfri. Er þetta með meiri þjófnuð- um, sem hér hafa verið framd- ir á undanförnum árum. Bh'æfni þjófsins er ótrúleg, þegar þess er gætt, að verzlunin er við eina fjölförnustu götu bæjarins, allt upplýst, og lögreglustöðin fyrir handan næsta götuhorn. Ekki hafði tekizt í gærkvöldi að fullkanna, hve miklu þjófur- inn hefur stolið, en talið er, að verðmæti vamingsins sé ekki undir 100 þúsund krónum. Upp- haflega var talið, að hann hefði stolið 53 úrum, en í gær komu nokkur í leitirnar og lækkaði þá talan nokkuð. Þá munu um 20 pör af ermahnöppum hafa horfið og margir giftingaliringir og bind isnælur. Má ætla að þjófurinn hafi sparkað í rúðuna, en hún var öll mölbrotin. Síðan hefur hann átt greiðan aðgang niður í kjallar- ann. Er ekki að efa að nokkur hávaði hefur orðið, þegar rúðan var brotin, og furðulegt, að eng- inn skyldi v.eita því eftirtekt. Þjófurinn var ófundinn í gær- kvöldi. 10. SÍÐAN EN ÍPROTTASÍÐAH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.