Alþýðublaðið - 01.02.1963, Side 3

Alþýðublaðið - 01.02.1963, Side 3
I stuttu móli PARÍS, 13. janúar. NTB-Reuter. Landvarnaráðherra Frakka, Pierre Messner, átti að fara til London í dag, en ferðinni var frestað. Formælandi landvarnaráðuneyt- isins gaf enga ástæðu fyrir frest- uninni. Washing-ton, 31. jan. NTB-Reuter. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Dean Rusk, hvatti til þess, að samþykkt yrði alþjóð- legt bann við sendingu múgmorð- anna á braut um jörðu í ræðu sem hann hélt í dag í tilefni þess, að fimm ár eru liðin síðan fyrsti bandaríski gervihnötturinn, Ex- plorer I., var skotið út í geiminn. Det var et yndigt Land - en kalt SVONA leit veSriS út í Danmörku, þegar fréttamyndastofan okkar í Kaupmannaliöfn sendi okkur póstinn síðast. Myndin er tek- in á Læsö í Kattegat, og er skylt að geta þess líka, að stúlkan bak við.grýlukertin heitir Karen Caam Larsen og er dóttir eyjarbónd- ans. Mabur Tass í Osló rekinn Osló, 31. janúar. NTB. Rússneski TASS-fréttaritar- inn Valerij Vavilov verður að fara úr landi, þar sem landvistarleyfi hans verður ekki framlengt, að því er „Verdens Gang“ segir. Ástæðan mun vera sú, að fyrir rúmu ári fannst Vavilov aleinn £ nefndarherbergi í Stórþinginu, þar sem nokkur leynileg skjöl voru. Ekki máttu aðrir lesa þau en mennirnir í nefndinni, sem hér um ræðir. Vavilov hefur búið í Osló um árabil. Frá lögreglunni Bankamenn FIMMTUDAGINN 24. janúar kl. 7,55 órdegis, ók vörubifreið á fólks bifreiðina G-795, sem stóð í Lækjargötu í Ilafnarfirði, skammt frá Strandgötu. Bifreiðarstjórinn á vörubifreiðinni átti samtal við bifreiðarstjóra fólksbifreiðarinnar, og kvaðst mundu koma aftur á staðinn, en liann þyrfti að flytja fólk. Bifreiðarstjóri fólksbifreiðarinn- ar beið í 10-15 mínútur, en hinn kom ekki. Ekki er vitað númer vörubifreiðarinnar, og bílstjóri hennar er beðinn að hafa sam- band við lögregluna. Framh. af 16. síðu fram á, að framvegis verði banka- mönnum gefinn kostur á að sækja um eftirtalin störf, auk þeirra, sem bankaráðin hafa áður samþykkt að auglýsa í bönkunum: 1. Bankastjórastöður. 2. Aðstoðarbankastjórastöður. 3. Útibússtjórastöður væntan- legra bankaútibúa. Það er að vorum dómi, með öllu ástæðulaust, að sækja menn í áð- urnefnd störf út fyrir bankana, þar eð nú eru starfandi í bönk- um hátt á sjöunda hundrað starfs- manna og í þeim hópi fjöldi hæfra manna, sem gert hafa bankastörf að ævistarfi. Reynslan hefur og sannað hæfni þeirra fáu starfs- manna, sem valdir hafa verið í æðstu embætti í bönkunum. Það er hrein móðgun við banka menn og vítavert, ef áfram verður haldið á sömu braut og valdir í þessar s'öður menn úr öðrum starfsgreinum og mun áður en varir verða til bess, að ekki verð- ur talið eftirsóknarvert, að gera bankastörf að ævistarfi. Bankamenn vara alvarlega við bví, að i allar betri stöður, og þá fvrst og fremst þær, er að framan ereinir, séu eingöngu ráðnir utan bankamenn, án tillits til hæfni eða starfsreynslu, aðeins ef ákveðnum pólitískum sjónarmiðum er full- nægt. Hin óheillavænlega þróun og vax andi afskipti stiórnmálaflokkanna af bönkunum síðari árin, eru að dómi bankamanna til vansa og stórvítaverð. Vér viljum leggja á- herzlu á, að bankarnir verði, eins og frekast er unnt, reknir sem sjálfstæðar stofnanir. Að þeir verði ekki gerðir að bitbeini stjórnmála- flokkanna og að í trúnaðarstöð- ur verði valið eftir hæfni og starfsreynslu og að jafnaði úr röð- um bankamanna. Evrópsk eining EKKERT PUÐUR I „ST ÓRSTYRJÖLD” ÞJÓÐVILJANS ÞJÓÐVILJINN birtir í gær mikla frétt um, að Gylfi Þ. Gígla- son menntamálaráðherra eigi í stórstyrjöld við kennarasamtökin út af framkvæmd á ákvæðum í erindisbréfi kennara, sem út var gefið i fyrra. í tilefni af þessu hefur Alþýðublaðið snúið sér til Gylfa og spurt hann um málið. — Hann svaraði: — Mér kom sú frétt Þjóðvilt- ans, að ég ætti í styrjöld við sam- tök kennara, vægast sagt spánskt f.vrir sjónir, og þykir mér líklegt, að hið sama eigi við um forystu- menn kennarasamtakanna. Við höfum undanfarið átt mjög vin- samlegar viðræður um framkvæmd erindisbréfanna. Við áttum síðast að hittast á mánudaginn var, en samkvæmt ósk kennaranna var þeim fundi frestað og verður hann í dag, föstudag. — Um hvað snúast þessar við- ræður? — í erindisbréfunum eru m. a. ákvæði um starfstíma kennara dag hvern. Þegar samningu taflna var lokið á siðastliðnu hausti og í Ijós kom, að víða var ekki hægt að liaga daglegum starfstíma eins og gert er ráð fyrir í erindisbréf- unum, vaknaði spurningin um, hvernig greiða skyldi fyrir þær stundir, sem telja verður utan dag legs starfstíma og jafnvel í sum- um tilfellum, hvaða stundir skyldu teljast utan daglegs starfstíma. Eins og allir vita, standa nú yiir samningar um kaup og kjör opin- berra starfsmanna milli ríkis- stjórnarinnar og BSRB. Um þessi atriði ög önnur, alveg hliðstæð þeim, er fjallað í þessum samn- ingum, enda á í þeim að semja um kaup og kjör kennara, eins og annarra opinberra starfsmanna. Þar eð í haust var gert ráð fyrir því, að þessum samningaviðræð- um lyki fyrir áramót, taldi ég rétt að bíða niðurstöðu þeirra. Drátt- ur hefur hins vegar orðið á, að þeim lyki, og enn hefur kjararáð BSRB ekki lagt fram kröfur sínar um vinnutíma og greiðslur fyrir yfirvinnu. Meðan svo stendur, hef ég sagt forystumönnum kennar- anna, að ég teldi það ekki þjóna hagsmunum þeirra, að felldur yrði úrskurður um atriði, sem samn- inganefndir opinberra starfsmanna (b.á.m. kennara) og ríkisvaldsins ættu að reyna að semja um. — Ef þeir, að athuguðu máli, óskuðu slíks úrskurðar eindregið, yrði hann að sjálfsögðu kveðinn upp, annað hvort af menntamála- og fiármálaráðuneyti eða af kjara- dómi. Hins vegar hef ég tekið skýrt fram, að ég teldi kennara eiga rétt á þeirri yfirvinnugreiðslu, sem um semst í samningunum milli ríkis- valdsins og BSRB eða kjaradómur ákveður, — frá gildistökudegi er- indisbréfanna, hvenær svo sem greiðslumar verða hafnar. Framh. af 16. síðu væna hættu fsrrir hinn frjálsa heim, sagði hann. Luns hvatti til þess, að sam- skiptin við Breta yrðu efld, og sagði, að um þessar mundir ráð- færðu fulltrúar „fimmveldanna“ V-Þýzkaland, Ílalíu, Hollands, Belgíu og Luxemburg sig um þetta. Luns lagði áherzlu á að forðast bæri litla, evrópska valda blökk, sem horfði inn á við. Að sögn AFP sakaði Luns Co- uve de Murville, utanríkisráðh. Frakka, um að hafa komið fram með beinlínis villandi staðhæfiiig ar í viðræðunum í Rriissel. - de- Murville hélt því fram, að síðan i október hefðu Bretar ekkert gert til að stuð'a að bví, að áfram miðaði í viðræðunum. og Bretar væru ekki fúsir til að laga sig að stefnu ERE í landbúnaðarm^l- um. Luns kvað hins vegar mikið hafa miðað áfram, einkum síðari' í október. Prófessor Anne Vondeling, se; er foringi þingfiokks hollenzk: jafnaðarmanna, sagði. að de Gaulle hefði móðgað bandamenn sína og kallaði hann einvald. ' Frá Bonn berast þær fregnir, að sendiherra Bandarikianna þ^r, Dowling. hafi verið kvaddur heim til skrafs og ráðagerija við stjómir.a. Hann verður i vikú. Dowling tók þátt í víðtækri starf semi diplómata áður en viðræð- urnar í Brjissel fóru út um þúfur. í V-Berlín sagði formælandi Freie Universitat, að 20 þúsundir stúdenta í háskólanum hafi verið livattir til þess að halda fund til að mótmæla hinum neikvæðu endalokum í Briissel. Mótmæla- fundurinn fer fram annað kvöld. Snjór í Róm London, 31. janúar. NTB-Reuter. í dag var enn vetrarríki í álf- unni, allt frá Suður-ítalm til N- Svíþjóðar, en þó er ekki búizt við kuldakasti á við það, sem er ný- afstaðið. í dag snjóaði í fyrsta skipti að ráði í Róm í sjö ár. Marglr duttu í hálkunni og brotnuðu. Bama- skólar í Róm voru svo að segja mannlausir. Í Hollandi urðu tugir þúsunda verkamanna að skilja hjól sin eft- ir heima og ferðast með farartækj um hins opinbera á vinnustað. — Víða í Danmörku var 8 stiga frost og í Au.-Póllandi 31 st. frost, í Berlín var 26 stiga frost, sem er mesti kuldi þar í borg siðan 195(5 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. febrúar 1963 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.