Alþýðublaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.02.1963, Blaðsíða 4
Læknastofur Undirritaðir læknar ihafa opnað lækningastofur á Klapparstíg 25—27, 3ju hæð. GUÐJÓN GUÐNASONÍ sími 11684. Viðt. þriðjud., miðvikud., fimmtud. kl. 1 — 2. mánud. og föstud. kl. 4,30—5,30 fyrir samlagsstjúkl. Aðrir eftir samkomulagi. Vitjana og tímapantanir 9 — 12 dagl. í síma 11684. Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp. GUNNAR GUÐMUNDSSON, sími 1 16 82. Viðtal eftir samkomulagi. Viðtals og vitjanabeiðnir daglega kl. 9—12 nema laugar-* daga. Sérgrein: Taugasjúkdómar. GRÍMUR MAGNÚSSON (eftir 1. marz) sími 11681 Viðtal daglega 2—4. Fimmtu. 3—6. Laugard. 11—12. Símaviðtöl og vitjanabeiðnir kl. 11—12 í síma 11681. Sérgrein: Tauga og geðsjúkdómar. HALLDÓR ARINBJARNAR, sími 1 96 90. Viðtal mánud., þriðjud., miðvikud. og föstud. kl. 1,30—3: fimmtud. 5—6, laugard. 1,30—2,30. Símaviðtaltími 8—9 í síma 35738. Sérgrein: Skurðiækningar. JÓHANNES BJÖRNSSON, Dr. med, sími 1 16 80. Viðtal daglega 1,30—3, nema þriðjudaga 5—6, laugardaga 10,30—11,30, mán. maí — sept. 10—11. Símaviðtalstími: laugardaga 9,30—10,30, maí—sept. 10—11, Aðra daga 11,30—12,30 í síma 34489. Sérgrein: Meltingarsjúkdómar. JÓN HJALTALÍN GUNNLAUGSSON Sími 1 98 24. Viðtal 1-2,30 alla daga. ^ Símaviðtöl í síma 1 98 24. MAGNÚS ÞORSTEINSSON, sími 1 16 82. Viðtal eftir samkomulagi. Viðtals og vitjanabeiðnir daglega kl. 9—12, nema laugar- daga. Sérgrein: Bamasjúkdómar. ÓLAFUR JENSSON, sími 1 16 83. Viðtal daglega 1,30—2,30. Sérgrein: Blóðmeina og frumurannsóknir. STEFÁN BORGASON, sími 1 16 80. Viðtal daglega kl. 16,30—17,30, nema þriðjud. 14—15 og laugard. 13—13,30. Símaviðtalstími daglega kl. 13—13,30, nema laugardaga kl. 8—8,30, í heimasíma 2 01 19. Sérgrein: Svæfingar og deyfingar. TRYGGVI ÞORSTEINSSON, sími 1 96 90. Viðtal mánud., þriðjud. og föstud. kl. 4-5, miðvikud. 4,30 —5,30, fimmtud. 1,30—2,30, laugard. 11,30—12. Símaviðtal daglega 1—2 í síma 3 72 33. Sérgrein: Skurðlækningar. Vinsamlegast geymið auglýsingu þessa. tMM*MWMM%MWmHMMWWIW*WWWMMWWWWWW 14 ÁRA GÁFNALJÓS ÞESSI ungi maður, sem er aðeins 14 ára, lieitir Jonas Linderholm og á heima í Solna ,í Svíþjóð. Hann hefur farið þess á leit við Stokkhólmsháskóla, að breytt verði prófregluin og lionum leyft að þrcyta þegar phil. cand. próf í sögu. Haun er raunar ekki alveg orðinn 14 ára, því að fjórtándi afmælis- dagurinn lians er ekki fyrr en 75. febrúar. Hann er svo mikill söguhestur, að hann treystir sér velí háskólaprófið, þótt hann eigi enn eftir mörg ár til þess að taka venjulegt stúdents- próf. iWWWWWWWWWWWWWlWtWWWWWWWWWWWWWWWWW1 4 1. febrúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞESS gætir oft í umræðum um verkalyðsmál, að allt starf sam- takanna liljóti að snúast um það eitt á hve liáu veröi unnin klukkustund skuli seld vinnu- veitendum. Það hefur verið við- urkennt í þessum þáttum, hve mikilvæg sjálf kjárabaráttan er, enda sé þess gætt að þar sé um raunverulegar kjarabætur að ræða. Vcrði einhvern tíma skráð saga verkalýössamtakanna, með hlutlausu raunsæi, er ég þess fullviss, að vart megi í milli sjá, hvort árangur af sjálfri kaup- gjaldsbaráttunni beri hærra en hina almennu menningar- og fé- lagsmálabaráttu, sem sterklega er samofin öllu starfi samtak- anna. Verði kafla félags- og menn- ingarmála þar gerð þau skil, sem honum ber, þá mun og ein staðreynd verða lýðum ljós, en það er forusta verkakvenna í ósérplægu og fórnfúsi starfi. í þessu starfi mun mannúðar- og líknarstarfið bera samtökum verkakvenna Ijósast vitni. Það er alkunna, að verkakvennafé- lögin hafa verið einn traustasti burðarásinn í öllu starfi Kven- félagasambands íslands. Verka- kvennaféiagið Framsókn á til dæmis beina aðild að mæðra- styrksnefnd, Bandalagi kvenna, og þar með Hallveigarstöðum, að ógleymdu því afreki, sem það félag, ásamt Þvottakvenna- félaginu Freyju, hefur unnið með því að starfrækja barna- lieimili að Rauðhólum í nafni Vorboöans. Félög þessi liafa nú verið sameinuð fyrir tveimur ár- um síðan. í fyrstu starfrækti Fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna í Reykja vík barnaheimilið að Rauðhól- um, og mun það þá þegar hafa að mestu leýti verið borið uppi af verkakonum í fulltrúaráðinu. Það var því bein viðurkenning á staðreyndum, þegar ráðið hætti þessum rekstri, en við tók Vorboðinn, sem eru samtök Verkakvennafélagsins Fram— sóknar og Mæðrafélagsins. Vor- boðinn hefur starfrækt barna- heimili með miklmn glæsibrag í milli 15 og 20 ár. Undirritaður hefur átt þess kost að kynnast í sjón og raun því slarfi, sem þarna hefur farið fram og veit sig mæia þar fyrir hönd allra þeirra barna og foreldra þeirra, sem dvalizt hafa að Rauðhólum um iengri eða skemmri tíma, þegar Vorboðan- mn eru iæ.„ar mmiegustu pa ir fyrir allt hið ágæta starf, sem unnið hefur verið fyrir börnin. MæÖrastyrksnefnd á sjálfsagt marga hlýja hugsun frá einstæð- um mæðrum, sem þrátt fyrh* al- menna velsæld í landinu, berj- ast harðri baráttu fyrir lífsfram færi sínu og barna sinna. Ég tel á engan hallað þó meðlimum verkakvennafélaganna í starfi nefndarinnar sé þakkir færðar fyrir heilladrjúg störf við fjár- söfnun og útdeilingu fjár til skjólstæðinga nefndarinuar. Hallveigarstaðir munu nii rísa af grunni, sem ein staðfesting á starfsþreki íslenzkra kvenna og ber nafn hinnar fyrstu ís- lenzku húsmóður. — Hér hafa verkakonurnar og fulltrúar þeirra einnig lagt til drúgan starfsskerf, sem ekki verður haldið í þagnargiidi. Hér hefur af algjöru handa- hófi verið minnst á nokkur þeirra verkefna, sem verkakon- ur liafa unnið að utan sjálfrar kjarabaráttunnar. Þeir, sem á fyrstu árum þessarar aldar hafa litiff bogin bök verkakvenna, stynjandi undir salt- eða kola- pokum, eða brjótandi klaka af fiskþvottakörum, hafa sjálfsagt átt erfitt með að trúa því, að k Framh. á 14- síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.