Alþýðublaðið - 05.02.1963, Side 1

Alþýðublaðið - 05.02.1963, Side 1
( Við viljum vekja athygli á því miili sviga, að næsti HAB-dagur er á daginn kemur, sem er 7. febrúar. Aðalumboðið er á Hverfisgötu 4 — Sími 17459 — SJÁ NÆSTA SVIGA fimmtu- ^ ) (HAB-vinningurinn næsta fimmtudag er Taunus 12 M., CARDINAL Féll af hest- baki, liggur þungt haldin ÞAÐ slys varð í Hverag'crði á laugardagskvöldið, að þýzk hjúkr- unarkona við Heilsuhaeli Náttúru- lækningafélagsins féll af hestbaki og slasaðist mikið. Hún var flutt til uppskurðar á Landakotsspítala í Reykjavík og er enn ekki vitað, hvort hún lifir þetta af. Hún var ekki komin til meðvitnndar í gær. Slysið vildi til með þeim hætti, að hjúkrunarkonan, sem er 38 ára og heitir Rosemarie Kunze, var á ferð með hálfsystur sinni, sem er nuddkona á heilsuhælinu. Þter höfðu verið á útreiðatúr systumar og voru nú á heimlelð. Þá skildi með þeim og ætlaði Rosemarie að fara heim með annan hestinn, en systir hennar bað hana lengstra orða, að fara ekkl á bak hestin- um, því að hann var hvumpinn. Systirin vissi svo ekki fyrr til, en hún sér að hesturinn kemur gang- andi utan úr myrkrinu. Fór hún Framh. á 14. síðu ■■ SOKK LÓÐSBÁTURINN Jötunn sökk í fyrrinótt, þar sem han lá f vari við togarann Þormóð goða við togarabryggjuna. Ekki er vitað með hvaða hætti bátur- inn sökk, en í gærmorgun, er hafnsögumenn ætluðu að sækja hann, sást hann hvergi. Var þá strax gert ráð fyrir, að hann hefði sokkið, og ráðstafanir gerðar til að ná honum upp. Var kafari fenginn og dráttar- báturinn Magni. Tókst-fljótlega að ná Jötni upp, og var hann ' fluttur í Slippinn. Myndin er tekin í gær í þann mund, að báturinn kemur upp á yfirborð- ið, en sterkar dælur voru not- aðar tU að tæma hann af sjó. M Ó Ð IR 1N heít- ir Irene Barrie og er 32 ára gömul leikkona, brezk. Cn það er ekki aðal- atriðið. Ef þið eruð eins þenkjaudi og liún, stendur ykk- ur rétt á sama hvað stúlkan heitir, hvað hún er og hvaðan hún kemur. Aðal- atriðið að okkar dómi er þetta: — Gæfan lýsir úr aug um móðurinnar, sem á þessn augna bliki er tveimur sonum rikari en hún var fyrir f jór- um stundum. Hrapaði og beið bana Höfn f Homafirði í gær. ÞAB slys varð hér í gær, að flug- Iiði úr bandaríska hernum, sem hef ur bækistöðvar hér úti á Stokks- nesi, hrapaði á göngu í Litla-Horni og léat áður en hjálp barst. Ekki er talið, að hann hafi meiðzt mikið, er hann hrapaði, en heljar- kuldi var og hafði hann kvartað um kulda fyrr á göngunni. Honum skrikaði svo fótur í fjallinu og hrapaði nokkra leið niðúr, en félagi hans, sem með honum var, reyndi að koma hon- um til hjálpar. Þegar læknir kom á staðinn var hann látinn, og er talið, að hann hafi fyrst og fremst króknað af kulda. Mikið frost var og rok þar eystra þennan dag og éljagangur öðru hvoru. í gær tók jeppa upp af Lónsveg- inum í rokinu. Jeppínn fauk út af i veginum og hvolfdi þar. Stúlka, sem var í bílnum, meiddist nokk- uð, en aðra sakaði ekki. — K. I. LANDLECA ENGIN síldvciði var í gær. Síldarbátarnir liggja flcstir í vari undan Dyrhólaey, eu nokkrir eru komnir til Vest- mannaeyja og liggja þar í höfninni. Ekki gaf á sjó fyrir línubáta, og reri eng.nn í gær. Eínn togari er í Vest- mannaeyjum, Neptúnus, og lestar hann síld fyrir Þýzka- landsmarkað. í gæ.íniorgun var ofsarok í Vestmannaeyj- um, komst vindhraðinn upp í 12 vindstig. Engar sken mdir urðu þó né skakkaföll.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.