Alþýðublaðið - 05.02.1963, Síða 9

Alþýðublaðið - 05.02.1963, Síða 9
MANNA OG ALMENNINGS 9l þessa erfiðleika? Hér er gott að taka dæmi til skýringar. Allir vita, að þegar horft er á hóp úr fjarlægð, sér jafnvel athugull á- liorfandi lítið vit í hreyfingum meðlima hópsins. Áhöfn skips, hópur fjallamanna, sem horft er á úr fjarlægð virðist hegða sér á undarlegan máta; pata út í loftið, hlaupa um o. s. frv. Að- eins er hægt að skilja hreyfingar manna með því að athuga hópinn úr nærstöðu, og jafnvel þá kann að þurfa tæknilegra skýringa við. Á sama hátt vinna vísindamenn og sérfræðingar. Þeir erfiða, gef- ast upp eða fagna unnum sigri. En við skiljum hvorki upp né nið- ur í. því, sem um er að vera. Sá, sem vinnur að því að gera vís- indin aðgengileg almenningi, býð- ur okkur að horfa í sjónauka, og í honum sjáum við glöggt hvað er á seyði. Hann fær okkur heyrn- artæki, þannig, að við getum hlýtt á svör við þeim spurningum, sem við kunnum að vilja bera fram. Hann gefur okkur nauð- synlegar skýringar. Þannig getum við haldið könnuninni áfram. Hann getur samt ekki breytt okkur í fjallgöngumenn eða sjó- menn. Til þess yrðum við að ráða okkur á skip eða fara í fjallgöngu. Lesandinn öðlast iilutdeild í skoðunum vísindamannsins, og þegar hann hefur skilið hann, fær hann áhuga á verkinu sem vís- indamaðurinn er að vinna að. Sé lesandinn enn á unga aldri gæti áhuginn leitt til þess að hann ákvæði að gerast vísinda- maður og vinna þannig að því að brúa það bil, sem hann í huganum hefur komizt yfir. Margir frægustu vísindamenn heimsins hafa mjög unnið að því að opna almenningi dularheima vísindanna, sem eru svo heillandi en samt oft svo ógreiðfærir. Þeir hafa eytt miklu af tíma sínum í að útskýra vísindakenningar á ein- faldan máta og án þess að rýra gildi þeirra. (Þýtt og endursagt). Myndirnar: Efst til vinstri: Eftirlíking af tóbak-mósaík vírus. Neðar til vinstri: Röntgen mynd af túlípönum. Til liægri: Zink-ozíd kristallar séðir í sterkri smásjá. ekki ráðið úrslitum um sigur þeirra. „Kínverska þjóðin frelsaði sig sjálf,“ stendur á nokkrum stöð- um í bréfinu. 2. Samskipti Kínverja og Kússa 1949-1956 Kínverjar játa mikilvægi aðstoð- ar þeirrar, sem þeir fengu frá Rússum og öðrum kommúnista- ríkjum til viðreisnarinnar í Kína, sem þeir kalla „stærsta komm- únistalandið.“ „STALÍN VINUR OKKAR“. En, segja þeir, „samkvæmt skipunum vissra manna í Moskvu og annars staðar var settur steinn í götu hinnar fullkomnu þróunar þess, sem gat orðið, vegna þess, að sú staðreynd, að Kínverjar eru fjölmennari, ásótti þetta fólk. Stalín átti ekki þátt í þessum frávikum vegna þess að hann var sannur vinur kínversku þjóðar- innar.“ J.J. Kvartað er yfir því í bréfinu, að jafnvel þótt Rússar hafi veitt að- stoð til uppbyggingarinnar hafi þeir haldið uppgötvunum síðustu 20 ára leyndum. Tekið var fyrir aðgang Kínverja að hernaðarleg- um upplýsingum, þó þeir hafi veitt bandamönnum sínum meðal komm únistarikjanna aðgang að öllum leynilegum upplýsingum sínum t. d. frá Japan. Þeir telja, að dauði Stalíns 1953 hafi markað upphaf „skipulagðr- ar baráttu gegn þeim.“ Þeir bæta við= „Það er ekki í verkahring Kín- verja að skýra ásakanirnar á hend ur félaga Stalín, en það er stað- reynd, að þeir, sem nú ata hann, auri, voru háttsettir í þjónustu hans.“ Kínverjar kalla ranga þá ásök- un, að þeir vilji drottna yfir öðr- um kommúnistaflokkum eða að : þeir skoði sig helzta Marxista- flokkinn. RÉTTINDI 700 MILLJ. MANNA. En, segja þeir, „það er satt, að ' 700 milljónir Kínverja frelsuðu sig af eigin rammleik.“ Yegna þessa hafi Kínverjar haft rétt til þess að vera í fremstu röð í kommún- is.taheiminum. „Og það er þess vegna sem Kín- verjar verða í þeirra eigin þágu að láta í ljósi skoðanir sínar á viss um alþjóðasamningum kommún- ista- og kapítalistaríkja, og einn- Lig ósamþykki sitt.“ Ennfremur segir í bréfinu: „Það var ekki Kína sem leiddi þessi ! ágreiningsefni fram í dagsljósið, I þannig að kapítalistarnir gætu (gert úr j.eim áróður." 3. Kína og Sameinuðu þjóðirnar. i Kínverjar saka öll kommúnista- ríki, sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum, um að láta liggja á liði sínu til þess, að Peking-stjórnin skipi þar það „sæti, sem henni ber.“ 4. Júgóslavía í einum harðorðasta kaflanum eru júgóslavneskir kommúnistar ■sagðir ekki vera kommúnistaflokk- ur heldur „Flokkur Trotzkyista, sem víkur til hægri frá línunni". ENSK-BANDARISKUR FLEYGUR. Landið er „algerlega í höndum ensk-bandarískra kapítalista,“ seg- ir í bréfinu. Það er „sígilt dæmi um ensk-bandarískan fleyg búðum sósíalista.“ 5. Albanía. Rússar voru — segir í reiðubúnir að láta Albaníu í hendur vesturveldanna. mun halda áfram að veita hvers konar aðstoð, svo að Albaníu verði kleift að þróast á sósíalískan hátt.“ „Er það satt,“ er spurt í inu, að Sovétríkin hafi frjálsar hendur í Albaníu?“ 6. Samskiptin við Indland Kínverjar fjölyrða mjög um gerðir sínar á landamærum lands í fyrra og halda því að þar hafi ekki verið um árás ræða. Bréfið er 43 síður, 21 Framh. á 1S. síffu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. febrúar 1963 0

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.