Alþýðublaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 5
Það er viínisburður um .mannskepnunnar óútreikn- anlegu náttúru, sem blaða- menji hafa uppgötvað, að stundum er hið illa frétt- næmt, en hið góða þykir engum tíðindum sæta. Þann- ig sýnir reynslan, að fólki þykir girnilegt að lesa um slys, afbrot, deiiur og ill- indi, en fáir sækjast eftir fregnum af því, !sem vel gengur. í þessiun anda hafa verið fregnir af flóttamönnum þeim frá Ungverjalandi og víðar, sem komið hafa hing- að til lands á síðari árum. Ef einhverjir einstaklingar í þeirra hóp hafa reynzt mis- indismenn, hefur verið frá því sagít, en minna prentað um hina mörgu, sem hafa fest hér rætur í góðu og heiðvirðu lífsstarfi og tek- ið ástfóstri við þetta fjar- læga og kalda land, sem hef- Ur veitt þeim viðtöku. Fáar þjóðir veraldar hafa eins strangar reglur um nýja borgara og íslendingar. Hér verður að samþykkja hvern einstakling í lögum frá Al- þingi. Nú er enn eitt slíkt frumvarp til Umræð'u, og munu samkvæmt því nokkr- ir tugir útlendinga fá hér borgaraleg réttindi. Meðal þeirra eru margir Ungverjar sem hingað voru fluttir skömmu eftir ungversku byltinguna 1956, og er það sönnun þess, að f jöldi þeirra hefur unað hér sæmilega og gerzt hinir gagnlegustu borg arar. í þeirn efnum ber okk- ur að minnast, að okkur skortir nú vinnuafl, og mun- ar um hvern mann í þeim efnum. Flestar þjvðir, sem úa við skort á árnuafli eins og hér er, og e>ga svo mik- ið land óunnið sem ísland er mundu hugsa 'til skipu’egs innflutnings á fólki. Hér verður þó af sérstökum á- stæðum farið varlega í þá hluti, því þjóðerni og menn- ingarfrelsi eru þau atriði, sem gera lífi í þessu harð- býla landi spennandi og eft- irsóknarvert. Hins vegar er rétt að muna, að þótt ekki sé beinlinis sótt eftir innflytj- endum, koma hingað árlega margir útlendingar, mest Norðurlandamenn og Þjóð- verjar, setjast aö og festa rætur. Þetta fólk er ómct- anleg viðbót við hinn inn- lenda vinnukraft. Fyrir það mega íslendingar vissulega vera þakklátir. Fundarhoð- endur mæftu ikki yrir nokkru síðan boðuðu þeir / l- gi Bergs og Bjarni Bjarnason | ry erandi skólastjóri til fundar ’ h ..augarvatni, og var ætlunin að -£r*a landsmál. Allmargt manna var mætt er fundurinn átti að hefjast, og beið það ræðumanna í um það bil klukkustund. Fór þá að verða nokk ur ókyrrð í hópnum, og sérstak- lega eftir að fréttist að fundar- boðendur sætu í veizlu í næsta ná grenni, og ekkert ferðasnið væri á þeim. Stóð þá skólastjóri Laugarvatns skóla upp, og gekk af fundi ásamt stórum hóp fundarmanna. Þégar fundarboðendur loksins mættu var fátt manna eftir, og varð líiið úr fundi. Ghanamenn Framh. af 16. síðu sem þeir hafa sætt í Búlgaríu og virtist búlgarska stjórnin hafa lagt blessun sína yfir það. Þá létu þeir illa af skólasystkinum sínum, ■sem ’vildu ekki sitja hjá þeim, og kölluðu þá „apaketti úr trjám.“ Kvenstúdent nokkur frá: Ghana sagði, að hún hefði verið barin í lögregluyfirheyrslunum eftir ó- eirðirnar á þriðjudag. Herbergið sem Ghanamennirnir bjuggu í, hafði verið rannsakað af lögregl- unni. Afrísku stúdentarnir höfðu ver- ið neyddir til að hlýða á pólitískan áróður. Á götunum og í strætis- vögnum höfðu íbúar Sofia sýnt andúð sína á Afríkumönnunum með því að" hrækja á eftir þeim, sögðu stúdentarnir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. febrúar 1963 5 Alþýðublaðið hefur áður birt á- lit tveggja manna á tilboði samn- inganefndar ríkisstjórnarinnar um laun ríkisstarfsmanna, þ. e. þeirra Guðjóns Baldvinssonar, er sæti á í kjararáði BSRB og Jóns Þorsteinssonar, sem sæti á í samn inganefnd ríkisins. Var Guðjón mjög óánægður með tilboðið, en Jón ánægður með það. Nú hefur Alþýðublaðið enn snúið sér til tveggja manna og leitað álits þeirra á tilboðinu, þ. e. þeirra Magnúsar Torfasonar lagaprófess- ors og Magnúsar Eggertssonar, lögregluþjóns, ritara BSRB. Prófessor Magnús Torfason, sem á sæti í samninganefnd BSRB sagði: Eg tel tillögur samninga- nefndar ríkisstjórnarinnar ófull- nægjandi. Þær ganga of skammt nægileg lagfæring á þeim mikla launajöfnuði, sem einkennt hefur Iaunakerfi ríkisins, og flestir eða allir munu sammála um að sé langtum of mikill. Kjararáð hefur lagt áherzlu á fjölgun launaflokkanna til þess að reyna að litrýma þessum mikla launajöfnuði. í tillögu samninga- nefndarinnar er flokkunum fækk- að frá því sem var í tillögum okk- ar, auk þess eru bilin milli launa- fjárhæða minni og skiptir það ekki minna máli en tala launa- flokkanna og launahlutföllin eftir . þessum tveim stigum eru gjöróiík Að vísu er rétt og skylt að geta þess, að samninganefnd ríkisstjórn arinnar gerir ráð fyrir fjölgun launaflokka miðað við gildandi launalög, en launahlutföllin mundu samt ekki breytast í hlut- falli við fjölgun launaflokkanna og stafar það af því, að bilin hafa verið smækkuð. Magnús Eggertsson lögreglu- þjónn, ritari BSRB sagði, að sér litist ekki á tilboðið. „Eg bjóst við að samninganefnd ríkisstjórnar- innar mundi bjóða mun meiri hækkun,“ sagði hann. Einnig kvaðst hann telja launaflokkana í tilboði stjórnarinnar of fáa og bilið milli hinna hæstlaunuðu og MAGNÚS EGGERTSSON t hinna lægst launuðu vera of lítíði Magnús kvaðst þeirrar skoðunarj að greiða yrði þeim hátt' kaup, sem væru í hinum ábyrgðarmestu störfum og orðið hefðu að stunda langt og dýrt nám. „Ef hið opin- bera gerir það ekki missir það sína beztu menn,“ sagði Magnús. Kvaðst Magnús vona, að tilboð samninganefndar ríkisstjórrtarinu- ar ætti eftir að hækka í sarhninga viðræðum þeim, sem nú eru hafn- ar. L skipstlök Framh. af 16. síðu en áður höfðu farþegarnir tekið sér sæti, og voru þeir allir róleg- ir og allt gekk skipulega fyrir sig. Skipskokkarnir, sem báru enn kokkshúfur sínar og svuntur, — hjálpuðu til við róðurinn. Þýzka björgunarskipið „Gott- hild Hagen“ kom á staðinn og tók alla farþega og skipverja um borð. Aðeins einn maður, 27 ára mat- sveinn frá Rotterdam, datt í sjó- inn, en honum var bjargað á augabragði. Fréttaritarinn segir, að engin skelfing hafi gripið um sig. Björgunarskipið hélt með far- þegana til Bremerhaven. Tveir dróttarbátar drógu „Maasdam" þangað. Talið er, að ísinn á Weser hafi valdið slysinu. Slysstaðurinn er nokkurs konar „kirkjugarður“ skipa vegna þess, hve mörg skip hafa sokkið einmitt á þessum stað. „Kohlmogory” sökk þar í marz 1959 eftir árekstur við þýzka skipið „Bischofstein”, og í nóv. 1951 sökk argentíska skpið „Ma- ipu“ þar. Þýzk yfirvöld hafa árangurs- laust reynt að fjarlægja flökin, en það er erfiðleikum bundið, þar sem þau eru utan landhelginnar. Slysið varð kl. 7,45. MAGNUS TORFASON og býst ég við, að flestir opinber- ir starfsmenn muni á einu máli um það. Þetta tekur bæði til launafjárhæðar og launastigans. í sumum tilfellum er gert ráð fyrir liverfandi lítilli launahækkun, og í öðrum tilfellum jafnvel lækkun launa. Eftir tillögum samninganefndar ríkisstjómarinnar fæst alls ekki Viðræður um landhelgi Færeyja 19. KAUPMANNAHÖFN 15. febr. (NTB-RB). Viðræðunum um fisk- veiðilandhelgi Færeyja hefur ver ið frestað frá mánudegi til þriðju dags þar eð Per Hækkerup utan- ríkisráðherra mun sitja ráðherra fund EFTA í Genf. Færeyska sendinefndin fór með „Niels Ebbesen" í dag frá Fær- eyjum áleiðis til Lerwick, en það an fara þeir flugleiðis til London. í nefndinni eru Hákon Djurhuus lögmaður, Johan Djurhuus skrif- stofustjóri og H. Loiberg skrif- stofustjóri á skrifstofu ríkisum- boðsmannsins. Framh. af 1. síðu Handtökurnar voru hafðar eft- ir góðum hcimildum um hádegis- leytið, en um morguninn hafði verið orðrómur á kreiki um und- irbúning undir nýtt tilræði. Seinna var haft eftir góðri heimild, að aðgerðunum væri ekki lokið. Samsæri þetta er hið fimmta, sem vitað er um að gert Iiafi ver- ið gegn de Gaulle siðan hann varð forseti. Um þessar mundir fara fram málaferli gcgn 15 mönnum, sem tóku þátt í samsærinu gegn honmn 22. ágúst í fyrra, en þá var skotið á bifreið hans í úthverfi Parísar. De Gaulle var í einliennisbún- ingi hershöfðingja, er hann kom til Ecolo Militaire í dag. Hann var í tvo og Iiálfan tíma í bygging- unni, þar sem bæði franski her- skólinn og landvarnaháskólinn ?ru til húsa. Byggingin var um- kringd alvopnaðri herlögreglu, sér stökum öryggisdeildum úr lög- reglunni, og allir sem ætluðu inn i bygginguna eða út úr henni voru undir ströngu eftirliti og bílar þéirra voru rækilega rannsakaðir. Samkvæmt göðum heimildum var samsærið mjög vel skipulagt j og kynni það að hafa heppnast, ef ekki hefði verið fyrirfram skorizt í leikinn. Öryggisþjónustan hafði verið viss um í nokkurn tíma að eitthvað væri í undirbúningi og fylgzt svo náið með framvindunni að hún gat skorizt í leikinn. Haft er eftir lögreglunni, aS skjóta hefði átt de Gaulle forseta frá glugga á Eeole Militaire, en heima hjá einum hinna handteknúk fannst riffill með sjónauka. — t liópi hinna sjö, sem talið er a<S handteknir hafi verið í gærkvöldi, var enskukennslukona herskólansj frú Rousselot de Lisise, að því er góðar heimildir herma. Márgt bendir til þess, að sam,- særismenn hafi haft samband við Georges Watin, sem gengur und- ir nafninu „La Boiteuse“ (Hinn halíi). Hann er einn þeirrá, sem dæmdir hafa verið . „in absentia‘| í málaferlunum gegn samsæris-l Á leið til saksóknara MÁL skipstjórans á vél- bátnum Sævaldi SU 2 hef- ur ekki enn borizt í hendur saksóknara ríkisins, Valdi- mars Stefánssonar. Er falið að epgra frétta verði að vænta af málinu fyrr en éftir helgi. Vélbáturinn Sæ- valdur er enn í Vestmanna- eyjahöfn, en eigendur hans hafa svarið þess eið, að hreyfa hann ekki að ,svo stöddu. t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.