Alþýðublaðið - 23.02.1963, Side 2

Alþýðublaðið - 23.02.1963, Side 2
l!P,YÐ|iJBir4ÍOH> AtMjorn^ uinn J. Ástþórsson (áb) og Benedlkt Grönaai.—Aðstoóarrltstjórl ■Ifirgvtn GuOmunCbson. - Fréttastjórl: Sigvaldl HJálmarsson. — Símar: 14900 - 14 902 - 14 903 Auglýsingasími: 14 906 — Afisetur: AlþýðuhúslS. - Frent>.mlOJa AlþýOublaðsins, Hverfiscötu 8-10 — Askrlítargjaid kr. 65.00 • aiánuðl 1 Uusasbiu kr. 4 00 elnt. Otgefandi: Alþýðuflukkurinn Tillaga Páls læknis HEILBRIGÐISMÁL á íslandi eru talin standa á háu stigi, þegar miðað er við aðrar þjóðir. Barna -dauði er 'lítill, meðalævi löng og athyglisverðum órangri hefur verið náð í baráttu við landlægar pestir eins og berkla. íslenzk læknastétt er þrótt- mikil og fylgist vel með hröðum framförum. Þrátt fyrir þetta vita heimamenn, að margt er ógert á þessu sviði og margt mætti betur fara. Sjúkrahúsmál hafa verið í hinu mesta ófremdar Óstandi, þótt mikið sé nú byggt. Sérgreinar eins og geðsjúkdómar eru stórbrotið vandamál, sem virð- ist hafa verið vanrækt. Þessu til viðbótar er almennri læknisþjónustu utan sjúkrahúsa að ýmsu leyti ábótavant, og er þýð ingarmikið fyrir þjóðina að koma henni til betri vega. Hefur Páll Sigurðsson læknir, varaborgar- fulltrúi Alþýðuflokksins, hreyft þessu máli í borg krstjórn með tímabærri tillögu. Liggur í eðli máls- ins, að fyrst fari fram víðtæk og skipuleg athugun a þessum málum, þar sem margir aðilar fái tæki Jfæri til að láta álit sitt í ljós og gera tillögur. Páll Sigurðsson gerði heilbrigðismálin mjög að umtalsefni fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Ræddi hann þau mál af mikilli þekkingu, en jafn- framt af ábyrgð og áhuga fyrir skynsamlegum end urbótum. Mun borgarbúum reynast farsælt, að ráðamenn hlusti á tillögur Páls og fari að ráðum hans í þessum efnum. ! f Störf Alþingis ALÞINGI hefur haft hægt um sig undanfamar tvær ivikur, og lítið verið um að vera í sölum þess, þótt ýmsir virðist finna til kosningaskjálfta. Þetta er þó aðeins logn fyrir lokastorm þingsins. Ýms stórmál eru á síðasta stigi undirbúnings hjáríkis- stjórninni, tollskrá, framkvæmdaáætln "!, vegalög og fleira, og koma þau fram í dagsljósið fyrr en var ir. Núverandi ríkisstjórn hefur skipula cíörf sín í þinginu mun betur en fyrri stjórnir. 1 tið vinstri iStjórnarinnar stóðu þing yfirleitt fram í jó aí, og oft .beið þingið mánuðum saman aðgerðaláust, með- an stjómarflokkarnir deildu um lausn aðhr-Ilandh fmála. Það ástand var þingræðinu til skammar óg kemur vonandi aldrei aftur í neinni uvfhd. HANNES Á HORNINU mönnumim sé siðferðilega leyfi- legt og hvað ekki. . BIRTING NAFNANNA er eilíft Enn um bxrtmgu naina vandamál meðal blaðamanna. í raun og veru er ekki hægt að birta nöfn fyrr en dómur er fallinn, því að samkvæmt siðferðisvitund lýð- ræðilegs þjóðfélags er enginn sakamaður fyrr en dómur hefur afbrotamanna. Lögfræðingur nefnir eftirtektarverð dæmi. gengið í máli hans. Þetta sjónar- mið hlýtur að ráða mestu um starfsaðferðir blaðamanna í þess- um efnum. Svo er annað mál. Af- brot geta verið svo svivirðileg að dómi blaðamanns, að hann skirr- ist ekki við að birta nafn án þess að dómur hafi gengið. Við skul- um til dæmis taka þá fanta, sem aka drukknir. En það er ekki hægt að leyfa einstaklingi í blaða- manandtétt að gerast dómari 1 þessu efni. Erlendis birta blöð öll nöfn — og ganga mjög langt í þessu. Stundum hafa þau lagt ævi saklausra manna í rústir með þvi. Ég vil ekki að íslenzkir blaðamenn taki upp elíkar misþyrmingar. Ilannes á horninu. ★ Eftir hvaða reglum fara blöðin? LÖGFRÆÐINGUR skrifar mér á þessa leið: „Nýlega skýrðu dag- blöðin frá dómum, er kveðnir höfðu verið upp í sakadómi Reykjavíkur í fjórum opinberum málum, er höfðuð höfðu verið gcgn fjórum mönnmn, er allir liafa gerst sekir um sama afbrot- ið, sem sé að gefa út tékka, sem engin innstæða var fyrir, eða fyr- ir að falsa framsöl á tékka. ÖLL DAGBLÖÐIN munu hafa skýrt frá dómum þessum, en öll nokkuð á mismunandi hátt, að því er varðar nöfn þeirra manna, er hér koma við sögu. Þannig nefnir t.d. Alþýðublaðið ekkert nafn þessara manna. Vísir nefnir nöfn tveggja mannanna, en kallar hina „mann einn“ og annan mann“ Sama hátt hefur „Tíminji" á, er hann skýrir frá þessum málum. NÚ ER MÉR FORVITNI Á að vita eftir hvaða reglum dagblöð- in birta fréttir af slíkum málum, sem þessum. í framangreindum málum virðist vera svo, að málin séu öll sama eðlis, — um sams- konar brot að ræða.. Hvens vegna birta þá blöðin nöfn sumra hinna dæmdu manna, en sleppa nöfnum annarra? Þetta virðist ekki sann- gjarnt gagnvart hinum dæmdu mönnum. Annað hvort áttu blöð- in að birta nöfn allra þessara manna, eða ekkert þeirra. FRÁSÖGN DAGBLAÐANNA af þessum málum benda eindregið til þess, að blöðin beiti misrétti gagn vart hinum dæmdu mönnum, af hvaða ástæðum, sem það kann að' vera. Þá er slík birting í opinber- um málum ekki heldur réttlæt- anleg gagnvart lesendum blað- anna. Virðast lesendur blaðanna eiga rétt til þess að dagblöðin skýri hlutlaust frá dómum í op- inberum málum. Af frásögn dag- blaðanna virðist mega ráða, ’ að engar fastar reglur gildi hér um birtingu í málum dæmtjra manna. Ætti Blaðamannafélag íslands að koma á fastari regluin um frá- sagnir af málum sem þessum.“ AÐ TILEFNI þessa bréfs vil ég segja þetta: Mér barst það í hend- ur eftir að ég skrifaði pistil minn um Blaðamannafélag íslands, sem birtist hér í blaðinu í gær. Þar gerði ég einmitt það að umtal- efni, að alger ringulreið ríkti í blaðamennskunni um marga hluti, og þar á meðal um birtingu nafna í sambandi við aíbrot og slys. Ég þekki þessi mál af eigin reynslu, og ég hef enga trú á því, að þessU verði kippt í lag fyrr en Blaðamannafélagið eignast sína stéfriuskrá um það, sem blaða- EINKARITAR! Vér viljum ráða vana skrifstofustúlku, sem gæti tekið að sér einkaritarastarf hjá oss. Málakunnátta er nauðsynleg ásamt góðri æfingu í vélritun, hraðritunarkunnátta er æskileg eða æfing í að vélrita eftir segul- bandi. Nánari upplýsingar gefur starfsmannahald SÍS, Sambandshúsinu. VÉLRITUNARSTÚLKUR Vér viljum ráða nokkrar vanar vélritunar. stúlkur strax. Samvinnuskólamenntun, verzlunarskóla eða önnur hliðstæð menntun æskileg. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmanna haldi SÍS, í Sambandshúsinu, sem gefur ennfremur nánari upplýsingar. eða PÍÁNQ óskast til kaups. Vinsamlegast sendið tilboð, merkt: „Píanó-píanetta” á afgreiðslu Alþýðublaðsins fyrir helgi. (félagsheimili) 100-150 ferm. að stærð er til leigú undir einhvers konar starfsemi að deginum til. —; ! Nánari upplýsingar í síma 19-570. 2 23. febrúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.