Alþýðublaðið - 23.02.1963, Síða 12

Alþýðublaðið - 23.02.1963, Síða 12
Fjórum dögum síðar vorum við Holmes aftur í járnbrautar lest á leið til Winchester til þess að horfa á Wessexbikar-hiaup- ið. Ross oftursti tók á móti okk ur, samkvæmt mntali, fyrir ut an stöðina cg við ókum í vagni hans til skeiðvallarins fyrir at- an borgina. Svipur hans var al varlegur og fas hans allt hið kuldalegasta. „Ég hef ekki séð bóla á hest ' inum mínum“, sagði hann. „Ég geri ráð fyrir, að þér munduð þekkja hann, ef þér sæjuð hann“, sagði Holmes. Ofurstinn varð mjög reiður. „Ég hef fengizt við veðreiðar í tuttugu ár og aldrei verið spurður slikrar spurninga fyrr“,sagði hann. „Sérhvert barn mundu þekkja Silfur- stjarna með hvítt ennið og flekkóttan hægri framfót.“ „Hvernig standa veðm41in?“ „Ja, það er nú það undar- lega. Þaff hefði verið hægt að fá fimmtán á móti einum í gær, en síðan hefur það sílækkað, svo að nú er varla hægt að fá þrjá á móti einum.“ „Mm!“ sagði Holmes. „Ein- hver veit eitthvað, það er aug- ljóst!“ Er vagninn stanzaði við stúk una, horfði ég á auglýsinguna til að sjá, hvaða hestar væru með. Hún var þannig: Wessexskjöldurinn. 50 guli- pund hver, að viðbættum 1000 gullpundum, fyrir fjögurra og fimm ára gamla hesta. Annar í röð £300, þriðji í röð £200. Ný braut (ein míla og fimmátt undu). 1. Negrinn. Eig. Neath New ton (rauð liúfa, rauðgul blússa). 2. Boxari. Eig. Warlaw of- ursti (bleik húfa, biá og svört blússa). 3. Desborough. Eig. Back water lávarður (gul húfa og erm ar). 4. Silfurstjarni. Eig. Ross of- ursti (svört húfa, rauð blússa). 5. Iris. Eig. Balmoral her- togi (gular og svartar rendur), 6. Rasper. Eig. Singleford lávarður (Purpurarauð húfa, svartar ermar). „Við tókum hinn hestinn okk ar úr keppninni og settum alla okkar von á orð yðar“, sagði of urstinn. „Hvað, hvað er þetta? Silfurstjarni talinn sigurstrang Iegasíur?“ „Fimm gegn fjórum gcgn Silfurstjarna", öskruðu menn. „Fimm gegn fjórum gegn Silf urstjama Fimmtán gegn fimm gegn Ðesborough!“ „Þarna er búið að draga núm erin upp“, kallaði é|g. „Þeir eru allir með“. erSock Holmes fýrir úngliiiga Etfir A. Conari -„Allir sex með! Þá er hestur inn minn með“, hrópaði ofurst inn mjög æstur. „En ég sé hann ekki. Litirnir mínir hafa ekki sézt enn.“ „Það eru aðeins fimm komn ir framhjá. Þetta hlýtur að vera hann“. Sem ég mælti þessi orð kom stór rauðbrúnn hestur hlaup- andi út úr girðingunni, þar sem knaparnir voru vegnir og skokkaði framhjá okkur og hafði á baki sér knapa klædd an í hinum velþekktu litum of urstans. „Þetta er ekki minn hestur," hrópaði .eigandinn. „Það er ekki hvítt hár á skrokk þessa herra HoImes?“ „Svona, svona. Við skulum sjá hvernig honum gengur“, sagði vinur minn, saUarólegur. Nokkrar mínútur starði hann gegnum kíkinn minn. „Fínt! Stórkostlegt start!“ kallaði hann skyndilega. „Þarna koma þeir fyrir beygjuna“ Við höfðum stórkostlegt út- sýni yfir það úr vagninum, er þeir komu fyrir beygjuna. Hcstarnir sex voru í svo þétt- um hnapp, að það hefði mátt breiða eina ábreiou yfir þá alla saman, en á miðri beinu braut inni birtist guli liturinn frá Capleton-hesthúsunum fremst í hópnum. Áður en þeir voru komnir á móts við okkur, var Desborough hins vegar búinn að vera, og hestur ofurstans þaut fram úr og kom í mark rúmum sex lengdum á undan honum, en Iris hertogans af Balmoral varð þriðja og lanp'í á eftir. „Ég hef allavega unnið hlaup ið“, sagði ofurstinn og tók and köf og strauk hendinni yfir augu sér. „Ég játa, að ég botna ekki upp né niður I þessu. Haldið þér ekki, að þér hafið haldið leyndardómnum gang- andi nógu lengi, herra IIolmes?“ „Vissulega, ofursti. Þér skul uð fá að vita allt. Við skulum allir fara og líta I sameiningu á hestinn. Hérna er hann“, sagði hann um Ieið og við gengum inn í girðinguna, þar sem knaparnir eru vegnir og engum er hleypt inn í nem’a eigendum og vinum þeirra. „Þér þurfið aðeins að þvo höf uð hans og fótleggi úr vínanda til þess að komast að raun um, að þetta er sami, gamli Silfurtjarni." „Ég er algjörlega orðlaus!“ „Ég fann hann í höndunum á blekkingameistara og leyfðu mér að láta hann hlaupa í því ástandi, sem hann var sendur í hingað“. „Þér hafið sannarlega unnið kraftaverk, ágæti herra. Hest urinn lítur mjög vel út. Hann hefur aldrei hlaupið betur. Ég verð að afsaka margfaldlega við yður, að ég skuli hafa ef- azt um hæfileika yðar. Þér munduð gera mér enn meiri _greiða, ef þér gætuð handsam að morðingja Johns Strakers“. „Ég er búinn að því“, sagði Holmes, rólega. Ofurstinn og ég störðum á hann, furðu lostnir. „Eruð þér búnir að ná honum! Hvar er hann þá?“ „Hann er hér.“ „Hér! Hvar?“ „í félagsskap mínum, eins og stendur.“ Ofurstinn roðnaði reiðilega. „Ég fullvissa yöur um, að ég heí ekki tengt yður við glæp- inn, ofursti“, sagði hann; „hinn raunverulegi morðingl stendur beint fyrir aftan yð- ur!“ Hann gekk framlijá ofurstan rnn og lagði hendipa á gljáandi makka veðhlaupahestsins. „Hesturinn!!1 hrópuðiun við báðir, ofursíinn og ég. „Já, hesturinn. Og það kann að draga úr sekt hans, er ég segi, að verkið var framið í sjálfsvörn og að John Straker var alls óverðugur trausts yð- ar. En nú hringir bjallan, og þar eð ég á að vinna dálítið af fé í þessu næsta hlaupi, mun ég fresta lengri útskýringum til betri tíma.“ . Við höfðum horn af PuII- manvagni út af fyrir okkur um kvöldið, er við þutiun aft- ur til London, og ég býst við, að ofursíanum hafi ekki þótt tíminn síður fljótur að líða en mér, er við hlýddum á frásögn félaga okkar af atburðum þeini, er gerðust í þjálfunarhesthús- inu í Dartmoor fyrrnefnda mánudagsnótt og þeim aðferð- — Ég þarf að skrifa lyfseðil. — Ég skal sjá um hann, læknir, því ég þarf að fara með systir mína á fund í borg innL — Nei góði minn. Það vornm við bæði, sem fundum ofurstann á veginum, svo ég ætla að vera bö<- líka. — Hafið þið það eins og þið viljið krakk ar. Ég kem aftur seinna í dag til að sjá hvernig lionum ííður. 12 23. febrúar 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.