Alþýðublaðið - 23.02.1963, Page 15

Alþýðublaðið - 23.02.1963, Page 15
Leyndardómsfull skáldsaga eftir Hugh Pentecost Það hreyfðist vöðvi á kjálka barði Marks, en hann sagði ekk- ert. Fölbláu augun voru skyndi- lega eins og frosin. „Það er erfitt — næstum ó- mögulegt — að sanna kúgun gegn óþekktum manni“, sagði læknirinn. „En það er allt ann að að sanna morð. Lögreglan gæti, með sinni sér þjálfun og tækjum, náð þessum morðingja og liengt hann. Það mundi binda enda á vandamál þitt. Það væri úti um kúgarann. Þeir hljóta að vera sami maðurinn.“ Enn þessi sama, kalda þögn. „Paul Rudd er reiðubúinn til að lýsa því yfir, að það, sem kom fyrir hann, hafi verið slys. Ég skal sverja, að svo hafi verið, ef þörf krefur. Ég býst við, að liægt sé aíj leiða hinum fyrir sjón ir, að það væri þeim algjörlega í hag að gleyma hverju því máli, sem þau kunna að geta höfðað gegn þér. Leyfðu mér að fara með Paul Rudd á spítala. Leyfðu mér að kalla á lögregl- una til að ráða þessa morðgátu.“ Það fór aftur hrollur um lik- ama Marks og kuldasvipurinn hvarf úr augum hans. „Þegar maður er búinn að stökkva út af þakbrúninni á skýjaklúfa, þá er ekki hægt að skipta um skoð- un á miðri leið, Dr. Smith. Skilj ið þér það ekki? Yður hefur skotizt yfir aðalatriðið í þessu. Ef lögreglan nær í manninn, þá skýrir hann frá því, sem hann veit um mig. Hvaða trygging, sem hann gæfi þér, yi-ði að sjálf sögðu einskis virði. Hann mundi tala tii þess að bjarga sjálfum sér — liverju svo sem hann lof- aði núna.“ „Mark, hvað er það, sem þessi manneskja lieldur yfir höfði þér? Hvað getur það verið, sem þú vilt svo óðfús leyna? Það getur naumast verið, að þín verði minnzt fyrir neitt verra en þau fjöldamorð, sem þú hef ur nú í hyggju." Mark hallaði höfðinu til ann arrar hliðarinnar og bros fór um munn hanns. „Þeir munu segja, að ég hafi verið brjálað- ur, þegar þeir komast að þessu, læknir. Þegar hitt — þegar hitt gerðisí, var ég algjörlega með fullu viti. Nei, það er aðeins ein leið út úr þessu. Komið með kúgéronn' — fáið mér hann á- sam' " "’.imum um, að hann sé kúgp'i'inn — og hin eru öll frjáis. Annars — “. „Ég íkal segja þér, að ég er farir i að vérða dálítið leiður ó ]-, •! „annars“ hjali þínu, Mar Hvað ætlastu fyrir? Sitja hérr ’A ■’ 1 næstu dagana og safna flísu : bossann á þér, á meðan Pau! ' ” úr blóðeitrun, og morð inginn grciðir kannski annað högg?“ A : * la’-ks voru svipbrigða- laus „úg ieitaði að honum í sex ár, i- ’ -t- Ég er örmagna á því. Nú , f íið að ykkur. Ég veit, aö !' hér, og þó að ég þurfi að ykkur öll til að ná hon i i ::eri ég það. Það er ekkí ’ :- r.ð snúa við.“ L” ;n horfði lengi á har.r : ’ ók svo. alveg óvænt að h’ , -rð sjálfum sér. „F: ',>ér þetta skemmti- legt ? ‘ . rði Mark. „Nri, ’ • h, langt frá því. En ég o” ■> " húgsa um að leika illile":'. á þig.“ M- ' i skref aftúr á bak og furðusvipur breiddist run and lit hans. ,,Ég er að hugsa um að fara að dorga úti á bryggjusporðin- um næstu dagana, Mark“, sagði læknirinn, „og til andskotans með þlg. Ég kom hvort sem er bingað upp eftir til að velða.“ „Það væri þín elgin jarðar- för“, sagði Mark. „En hugsaðu þér bara hvem ið þér mundt líða, Mark, þegar úrslitastundin kæmi og þú mund ir ekki vita hver hann er? Ó, þú mundir drepa okkur til þess að vera vlss — en það verður ekki minnsta fróun i því. Þú kem ur ekki til með að hafa hugmynd um það hver það var, þegar öllu er lokið. Ég er á því, að öll ,sú liroðalega óvissa mundi verða réttlát refsing fyrir þig, Mark. Já, ég held, að ég helgi mig fisk veiðum næstu dagana". „Þú mundir ekki svíkja hin“, sagði Mark. „Hvers veg neakki? Þú bent- ir sjálfur á það, þegar Nicky hvarf, að þau kæmu mér ekkert við. Að því er sjálfum mér við kemur, þá þekki ég takmarkan ir mínar. Án hjálpar — frá þér,‘ Mark, og hinum — þá er ég eins og myndhöggvari, sem stendur frammi fyrir marmarablökk án meitils eða hamars. Ég er of gamall til að iáta mér detta í dug, að ég" geti framleitt eitt- hvað með því, að narta í hana með tönnunum. Nei, því meir, sem ég hugsa um það, því betur fellur mér hugmyndin um að fara að veiða“. Hann sneri í átt ina til hússins. „Bíddu!“ sagði Mark snögg- lega. „Nú?“ „Þú hefur rétt fyrir þér. Ég verð að vita það! Hvernig get ég hjálpað þér umfram það að halda þessu fólki hér, svo að þú ge.tið skoðað það?“ „Ég bað ekki um það.“ „En það er búið og gert og ég get ekki breytt því“, sagði Mark. „Ég get ekki sleppt þeim nú. Þú skilur það! En ef þú get ur sýnt mér, hvernig ég get hjálp að þér til að finna manninn —“ „Ég get það“, greip læknlr- inn fram f. „Hvernig?“ „Með því að segja mér hverju hann heldur yfir höfði þér, Mark.“ „Það er ómögulegt!" hrópaði Mark. „Skilurðu það ekki? Þú gætir sagt þeim það. Einhver gæti gert brjálæðislega tilraua til að játa, eins og Kay gerði. Þá hefði ég enga möguleika til að vera viss.“ „Þú yrðir að treysta mér til að segja ekki frá því“, sagði læknirinn. ,En hvernig get ég það? Þú vilt sleppa út úr þessu. Þú mundir beita hvaða brögðum, sem væri, til að sleppa.“ „Þú verður að hætta á það.“ „Ég get það ekki“. Læknirinn yppti öxlum. „Þá er ekki margt, sem ég get gert til að hjálpa þér, Mark. Ég verð að liafa einhverjar hliðar gát- unnar í röS og reglu til þess að geta getið mér til um afgang inn. Eins og stendur veit ég næst um ekkert. Ég veit, að þú ert ekki eins miskunnarlaus og þú læzt vera. Ég veit, að þú átt aft- ir að þjást, þegar dregur að úr slitunum. Ég held, að þú sért nú þegar logandi hræddur um, að þú mundir ekki hafa kjark tii. að standa við hótunina. Jæja, þú þarft ekki að láta koma til þess. Nú höfum við áþreifanleg an glæp. Morð. Láttu lögregl- una um hann. Maðurinn fær það, sem hann á skilið, og það eru miklar líkur á, að hægt verði að þagga niður annað, sem hér hefur gerzt.“ „En það er engin leið til að þagga niður fortiðina!“ sagði Mark bitur. „Auðvitað veit ég ekkert um það“, sagði læknirinn. „Og ef þú vilt ekkert segja mér, get ég getið mér til um möguleikana. Svo að þú sérð, að það er ekki mikið, sem þú getur vænzt af mér, Mark.“ Hann horfði fast í pínd augu Marks. „Jæja, ég verð að fara aftur til sjúklingsins". V. Fundur læknisins og Marks £ grárri morgunskímunni hafði ekki farið leynt. Það var eitt- hvað furðulegt við að horfa á mennina tvo, hugsaði Jeff Corn wall. Þeir voru aðeins óljósar útlínur manna, sem stóðu nokk ur skref hvor frá öðrum, næst-. um lireyfingarlausir. Það var ekki um neinar ákveðnar handa- hreyfingar að ræða Þó vissi Jeff, að örlög níu mannslífa voru, e£ svo mátti segja, á borðinu á milli þeirrá. Þeir voru komnir að síðustu spilunum á hendi hvors um sig. Mark hafði tromp in, en það var rétt hugsanlegt, að lækninum gæti tekizt að blekkja hann. „Jeff!“ Einhver hvíslaði nafn hans og hann snarsneri sér við og sá, að Kay stóð við hlið hans. Hjartað í Jeff barðist við brjóst kassann, eins og blll á vond- um vegi. Hún hafði enn þessi á hrif á hann Rauðgullið hár feenn ar, óaðfinnanlegt hörund, mýkt munsins, hálffalinn dapurléik- inn í augum hennar, allt kom þetta af stað eins konar rafmagns straum í líkama hans. Rödd hans var næstum því of róleg. „Hæ“, sagði hann. Hún horfði framhjá honum á mennina tvo úti í morgunmistr- inu — drauga I djúpum sam- ræðum. „Mark heföi ekki getað komizt inn í húsið, án þess að þú vissir, er það, Jeff?“ „Nei“, sagði Jeff. Þau töluðu lágt, svo að hin fjögur við ar- ininn heyrðu ekkert. „Þakka þér fyrir“, sagði Jaff. „Fyrir l»vað?“ „Fyrir að útiloka mig!“ sagðl hann og brosti dauft. Hún leit andartak í augu hans. „Mér datt það aldrei í hug serr* möguleiki“. sagði hún. „Og Fam var næstum búin að sannfæra mig“, sagði hann. „Sannfæra? Um hvað?“ ) ,Að þú liataðir mig“, sagði hann. i „Hataði þig, Jeff?“ i ,ÚÉg býst við, að það hafi að- eins verið sniðugheit í henni‘% sagði hann. Hann ýtti höndunum í jakkavasana. Hann langað tU að taka í hana, umhvefja hanú örmum, kyssa augnalokin og mjúkan, rauðan munninn. „Það er undarlegt. Ég ætti ekki að vera að hugsa um neitt nema leiðir og ráð. Og þó —“ „Ég veit það“, sagði húú. „Þegar ég var búin að tala við læknirinn, fór ég að hugsa um hluti, sem ég hafði vandlega vair azt í langan tima.“ „Þegar maður sér, hvernig allt hefur fariS“, sagði hann, „skilur maður hvílík óskapleg sð un þetta hefur verið“. Hún svaraði ekki. Hún var að horfa á mennina tvo. „Ég hef aldrei raunverulega skilið, hvað gerðist", sagði hann. „Ég hef aldrei skilið hvers vegna þú skiptir yfir svona skyndilega. Ég hef aldrei skilið hvers vegna pú -sagðir mér ekki — gafst mér ekki einhverja aðvörun." ^ „Jeff, góði!“ .> „Ég hef aldrei skilið hvers vegna þú lézt mig fá þetta voð^ lega kjaftshögg í trúlofunargild inu“. Hann hafði langað til að segja þetta í sex ár. „Hvera Pabbi flýtíi sér að kaupa ramma utan um myndiua af þér frænka, þegar hann vissi, að þú værir aff koma. ALÞÝÐUBLA0I0 - 23. febrúar 1963 J.3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.