Alþýðublaðið - 23.02.1963, Síða 16

Alþýðublaðið - 23.02.1963, Síða 16
 44. árg. — Laugardagur 23. febrúar 1963 - 44. tbl. KOSID í TRÍSMIÐA- FÉLAGINU I DAG Dæmdir fyrir TDÓMUR gekk í Sakadómi Reykja- . WÍkur í gærmorgun í máli ákæru- valóHins gegn tveim ungum mönn- íun, sem höfðu verið ákærðir fyrir ýmis auðgunarbrot, aðallega þjófn aði. í ákærunni voru þeir saksóttir -jfyrir 88 brot, og sekir fundnir um fflest þeirra. Annar piltanna, sem er 18 ára jgamall, hefur ekki áður sætt refsi- dómi. Hann var dæmdur í eins árs íangelsi. Hinn, sem er 17 ára að aidri, hefur áður fengið skilorðs- bundinn dóm, og var nú dæmdur 4 18 mánaða fangelsi. Gæzluvarð- haldsvist piltanna, 78 dagar, koma til frádráttar. Þá er í dómnum kveð ið á um skaðabótagreiðslur og greiðslu málskostnaðar. AUs munu drengirnir hafa stolið um 70 þúsund krónum í peningum, auk ýmissa annarra verðmæta. Þeir brutúst stundum inn á mörgum stöðum sömu nóttina, og fóru þá aðallega inn í mannlausar íbúðir. Voru þeir furðu duglegir við að finna lykla uijdir motíum eða í frakkavösum. Þeir fóru jafnvel inn á vinnu- staði um hábjartan dag, og stálu þar hverju, sem þeir gátu komizt burtu með. IMMWIWWWWMWWMWWW Fékk 12 þús. II króna sekt Vestmannaeyjar í gær- SKIPSTJÓRINN á Vestmanna ;! eyjabátnum Glað var í dag dæmdur í 12 þúsund króna sekt. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Skipstjórinn hefur áfrýjað til Hæstaréttar. Bátarnir eru nú almennt > byrjaðir að taka netin, og einn er þegar byrjaður veið- ar, og hefur fengið mest 15 tonn í róðri. — Eggert. WMMiWWIWMWWWWWM Genf 22. febr. NTB—Reuter SAGT er, að Bandaríkjamcnn hafi nú komið fram með nýtt tilbbð í umræðunum um afvopnun. í til- boðinu er gert ráð fyrir sjö rann sóknarferðum. Bandaríkin liafa áður krafizt 8—10 ferðalaga ár- lega. Sovétríkin hafa hingað til aðeins viljað 2—3 ferðir. Benghazi, Libyu NTB—Reuter YFIR 500 hafa látið lífið, mörg hundruð eru særðir og yfir 12 þúsund hafa misst heimili sín eftir mikinn jarðskjálfta, sem varð í Benghazi. Brezkar lier- sveitir, sem hafa bækistöðvar ó þessu svæði hafa sent hjálpar- sveitir á vettvang. Amerískir lier- menn eru einnig komnir á stað- inn með mikið af lyfjum og hjálp argögnum. 1 Harður árekstur HÖRKU árekstur varð um klukkan hálf tólf í gærdag á mótum Nóatúns og Lauga- vegs. Rákust þar á vörubif- reiðin R-12792 og Land-Rov- er, G-1197. Vörubifreið'inni var ekið' suður Nóatún á all- mikilli ferð. G-1197 var ekið vestur Laugaveg, og við á- reksturinn kastaðist jeppinn eina 20 metra, en rann síðan til baka. Bílstjórinn hentist aftur í bílinn, og mun hafa fallið í öngvit. Hann var flutt ur á Slysavarðstofuna. Mynd- in er tekin skömmu eftir að áreksturinn varð. KOSNING stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Trésmiðafélags Reykja- víkur fer fram í dag og á morgun. í dag, laugardag, verður kosið frá klukkan 2 eftir hádegi til 10. Á morgun, sunnudag, verður kosið frá 10—12 fyrir hádegi og 1 til 10 eftir hádegi. Kosið er á skrifstofu félagsins, Laufásvegi 8. Listi andstæðinga núverandi fé- lagsstjórnar er B-listinn, og er hann þannig skipaður: Aðalstjórn: Þorleifur Sigurðsson formaður, Ólafur Ólafsson vara- formaður, Magnús Þorvaldsson rit- ari, Kristinn Magnússon vararit- ari, Haraldur Sumarliðason gjald- keri. Varastjórn: Kári Ingvarsson, Jó- hann Walderhaug, Jónas G. Sig- urðsson. Endurskoðendur: Ásmundur Þor- kelsson, Böðvar Böðvarsson. Varaendurskoðendur: — Þórir Thorlaeius, Þorkell Ásmundsson. Trúnaðarmannaráð: Guðmundur Sigfússon, Jón H. Gunnarsson, Jón Þorsteinsson, Þorvaldur Ó. Karls- son, Eggert Ólafsson, Erlingur Guð mundsson, Haraldur Magnús Karlsson, Ragnar Bjarna- son, Viktor Heiðdal Aðalbergsson, Tómas Ó. Tómasson, Úlfar Gunnar Jónsson. Varamenn í Trúnaðarmannaráð: Kjartan Tómasson, Erlingur Vig- fússon, Sævar Örn Kristbjörnsson, Karl Þorvaldsson, Magnús Step- hensen, Knut Helland. Nauðsynlegt er, að allir andstæð- ingar núverandi félagsstjórnar sæki kosninguna vel, og vinni ötul- lega fyrir fylgisaukningu og þar með sigri B-listans. Kosningasímar B-LISTANS eru 17940 og 17941. Munið X-B LISTINN — XB. ÞORLEIFUR SIGURÐSSON Akureyrartogarar fengu 5500 tonn 1962: Fóru 47 veiðife og í 23 siglingar AKUREYRI í gær. AKUREYRARTOGARANIR fimm, Kaldbakur, Svalbakur, Harðbakur, Sléttbakur og Hrímbakur, öfluðu alls 5.473.570 kg. (5.500 tonn) af fiski á síðasta ári (1962). Úthalds- dagar togaranna voru alis 931, og var afli pr. dag 9.655 kg. Togar- arnir fóru alls 47 veiðiferðir og 23 siglingar. Þeir framleiddu 102.718 kg. af lýsi. í 23 söluferðum seldu togararnir 2.936.270 kg., en innanlands var selt (utan Akureyrar) 43.065 kg. Á Akureyri seldu togararnir 700 kg. af nýjum fiski frá skipinu, en til útflutnings var umhlaðið þar til útflutnings 52.150 kg. Til Krossa- ness voru selt 52.150 kg. af úrgangs fiski, en til vinnslu hjá Útgerðar- félagi Akureyrar fóru 2.381.285 kg. Alls gerir þetta því 5.473.570 kg. af fiski. Þyngd aflans er miðuð við slægðan fisk með haus, annan en karfa, sem er óslægður, — og salt- fisk upp úr skipi, en þyngd hans er tvöfölduð. Framleiðsla og útflutningur fé- lagsins var sem hér segir: Utflutt og selt: 26.721 kassar af freðfiski, eða 676 smálestir. Skreið 33 smá- lestir. Óverkaður saltfiskur 19 smá lestir. Verkaður saltfiskur 9 smá- lestir. Lýsi 88.343 kg. Áætlaðar birgðir félagsins um áramót voru sem hér segir: Freð- fiskur, kassar 2.379 eða 53 smá- lestir. Skreið 57 smálestir. Verk- aður saltfiskur 25 smálestir og lýsi 14.375 kg. Á árinu 1962 voru fram leiddir 29.100 kassar af freðfiski, Framh. á 14. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.