Alþýðublaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 3
Byggingarhapp- drætti blindra BLINDRAFÉLAGH) er að hrinda af sta'ð' happdrætti til ágó'ða fyrir byggingarsjóð félagsins. Áætlað er að byggja nýja álmn út frá jieirri byggingu, sem blindrafélag- ið hefur yfir að ráða að Hamra- hlíð 17, þar sem eru íbúðir og verkstæði blindra. Þar í húsi búa nú 16 manns, þar af 12 blindir. Blindraheimilið var opnað fyrir tveim árum, og er þegar orðið of lítið. Nú á að byggja viðbyggingu og til þess að sú bygging rísi af grunni er farið af stað með happ- drætti það, sem fyrr frá segir. Blaðamenn komu í gær í heim-' sókn í Blindraheimilið. Var þeim sýnt starfið þar og íveruherbergi vistmanna. Þeim var til dæmis sýnt heimili blindra hjóna, sem þarna búa. Frúin hirðir sjálf að öllu leyti heimili sitt, en þar sést livergi rykkorn, þótt húsmóðirin sjái ekki það, sem höndin finnur. Öll umgengni var til slíkrar fyrir- myndar, að hinir sjáandi mættu mikið af læra. Á verkstæðum á Blindraheimil- inu er unnið við ýmislegt svo sem SÖNGSKEMMTUN burstagerð og plastiðju svo og prentiðn. Ung kona stóð við að prenta blindraletur. Henni fipaðist ekki, er hún var að þvi spurð, hvaða bækur væru í bókahillunum. Hún þreifaði á hverri bók og lét ekki standa á svari. Margar bók- anna í bókahillum blinda fólksins eru á dönsku, en unga konan vinn- ur að því að prenta íslenzkar biindraletursbækur eftir upp- lestri af segulbandi. Vinningar i happdrætti blinda fólksins eru: Volkswagen station- bifreið, flugfar til London fyrir tvo, hlutir eftir eigin vali fyrir allt að 10.000 kr. og hringferð kringum landið fyrir tvo með m. s. Esju. Dráttur fer fram 5. júlí í sumar. flokkurinn UMRÆÐUFUNDUR með nýju sniði verður haldinn í kvöld kl. 9 í Burst, og er ÖU- um FUJ-félögxun heimill að- gangur. SPILAÐ í Iðnó á föstudags- kvöld kl. 8.30. Síðasta spila- kvöldið á þessum vetri. — Ávarp flytur Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðh. Upp- lestur: Herdis Þorvaldsdóttir, leikkona. — Sérlega vönduð verölaun. Ástandið óljóst eftir uppreisnina í Argentínu SIGURÐUR BJÖRNSSON söng lagaflokkinn Die Schöne Muhlerin oftir Schubert á vegum tónlistar- félagsins í Austurbæjarbíói í gær- kvöldi, og var Guðrún Kristins- dóttir við hljóðfærið. Flutningur lagaflokksins var af hálfu beggja flytjenda einstaklega menningar- legur og fágaður og ákaflega á- nægjulegur á að hlýða. Sigurður hefur fallega rödd og mjög vel þjálfaða. Um eitt skeið virtist svo sem Sigurði hætti til eins konar yfirfágunar, en hann hefur nú sveigt hjá þeirri hættu og nálgast hinn gullna meðalveg. Hann hefur fallega rödd, sem hann beitir af óvenjulegu músíkalíteti. Guðrún Kristinsdóttir er löngu kunn sem afburða píanóleikari, og hún gerði sitt til að gera þessa söngskemmtun sérlega ánægju- lega. G. G. Tðugaveiki í Danmörku BUENOS AIRES, 3. apríl. — Á- standið í Argentínu er enn mjög óljóst, en uppreisnarmenn úr hernum, undir forystu Benjamin ALGEIRSBORG, 2. apríl. — Frá því hcfur verið skýrt í Algeirsborg, að 65 hótel í landinu séu nú komin í eigu stjórnarinnar. Stjórnin á ekki fjögur stærstu hótelin I AI- geirsborg. í fyrri viku skýrði Ben Bella, forsætisráðherra frá því, að marg- ir búgarðar hefðu verið þjóðnýttir, svo og 500 iðnfyrirtæki. Verka- menn hafa ákveðið að efna til úti fundar á morgun til þess að fagna þessum aðgerðum. VIENTIANE, 3. aprfl_____Hermað- ur úr her hlutlausra í Laos játaði í dag að hafa ráðið utanríkisráð- herra landsins af dögum og sært konu hans. Menendez, hershöfðingja, segja, að þeir njóti stuðnings mikils hluta herafla landsins. Uppreisnarmenn- irnir, sem hafa bækistöð við ána La Plata, segjast hafa náð nokkr- um útvarpsstöðvum í landinu á sitt vald. Uppreisnarmennirnir eru and- stæðingar stuðningsmanna Juan Perons, fyrrverandi einræðisherra. Þeir vilja tryggja það, að Peron- istar fái ekki að bjóða fram í kosn ingunum, sem fyrirhugað er að efna til í júní n. k. Ekki er vitað, hve mikils fylgis uppreisnarmenn njóta f heráfíán- um. Uppreisnarmennirnir lýstu því yfir í útvarpi í nótt, að þeir hefðu gert uppreisn, en seinna sagði Guido, forseti, að þeir hefðu verið sigraðir. .— Uppreisnarmenn kváðust njóta fylgis hersins, flot- ans, stórskotaliðssveita og hluta af flughernum. Guido sagði fyrr um daginn, að herafli landsins héldi tryggð við stjómina og hótaði því, að gerð yrði loftárás á flugvöll, sem upp- reisnarmenn hafa á sinu valdi í nágrenni höfuðborgarinnar, Bus- nos Aires. Seinna kvað hann upp- reisnarmenn sigraða. TAUGAVEIKIN, sem kom upp í skiðabænum Zermatt í Sviss, hef- ur borizt til Danmerkur, að því er fréttir frá Kaupmannahöfn herma. Ung stúlka, frá Næstved, flutti með sér veikina. Hún var ný- komin úr skemmtiferð til Sviss og hafði m. a. komið við í Zer- inatt. Þegar hún kom aftur heim til Danmerkur, fannst henni hún vera hálf lasin og fór til læknis. Það var þá þegar uppgötvað, að stúlkan var sýkt af taugaveiki og var hún þegar sett í sóttkví á sjúkrahús. Aðrir þeir, sem þátt tóku í ferð ínui, hafa verið einangraðir, þótt enginn þeirra hafi sýnt minnstu merki taugaveiki. Ileilbrigðisyfir- völdin vonast til að þcir hafi ekki orðið fyrir smitun. Hermaðurinn var úr lífvarðar- sveit utanríkisráðherrans og var á verði við heimili hans, er hann myrti ráðherrann. Hermaðurinn kveðst liafa myrt ráðherrann af föðurlandsást. Ut- anríkisráðherrann hefði gert þjóð- inni tjón. NÝJU DELHI, 2. apríl. — Kín- versk yfirvöld hafa greint frá því, að 3 þúsund indverskir hermenn sem teknir voru til fanga í landa mærabardögunum í haust, verði látnir lausir og sendir til Indlands. Þetta múl verður athugað nánar, þar eð hermönnunum verður sleppt á ýmsum stöðum og tím- um. Meðal þeirra, er einn hers- höfðingi. í desember sl. slepptu Kínverjar særðum mönnum úr haldi og sendu þá til Indlands. Málið sent saksóknara MÁL brezka togarans St. Apollo frá Grimsby, sem sjómenn á vél- bátnum Ólafi Tryggvasyni, kærðu fyrir landhelgisbrot £ fyrradag, hefur verið sent saksóknara til athugunar. Blaðið ræddi við Pét- nir S’trurðSson, forstjóra Land- helgisgæzlunnar, og sagði hann, að þegar SIF flaug yfir svæði það, sem togarinn var á, hefði ekki orðið vart við einn einasta tog- ara allt frá Skarðsfjöruvita og austur fyrir Hvalbak. 4. tunglflaug Rússa skotið Moskva, 3. aprfl SOVÉZKIR vísindamenn skutu í morgun eldflaug til tunglsins, — þeirri fjórðu á fjórum árum. Að sögn Tass á hún að vinna að frek- ari rannsóknum í geimnum. Talið er, að eldflaugin verði 3—4 sólar- hringa á leiðinni. Eldflaugin kallast Lunik IV. og vegur 142 kg. Ekki hefur verið til- kynnt hvort hún eigi að lenda á tunglinu eða fara á braut umhverf- is það. Lunik IV. var skotið frá gervihnetti, sem var á braut um- hverfis jörðu. Tæki Lunik IV. eru sögð vinna samkvæmt áætlun. Vísindamenn telja, að næsti áfangi Rússa verði að senda vísindatæki til tunglsins eða á braut umhverfis tunglið. í fyrra gerðu Bandaríkjamenn til- raun til að senda tæki til tunglsins, en hún mistókst. Fyrstu tunglflaug Rússa, Lunik I. var skotið í ársbyrjun 1939. Lu- nik II. lenti á tunglinu í septem- ber sama ár og samkvæmt upplýs- ingum, sem þá fengust hefur tunglið ekkert segulsvið. í októ- ber 1959 tók Lunik III. myndir af þeirri hlið tunglsins, sem snýr frá jörðu. Alþýðuf lokks- félagar STOFNAÐUR verður ferða- og dansklúbbur í Burst, n. k. fimmtudag, 4. apríl kl. 8.30. AHt ungt fólk er velkomið. * MEÐLIMIR á verkalýðsmála námskeiði Verkalýðsmála- nefndar eru minntir á fund- inn í kvöld kl. 8.30 í Alþýðn- húsinu, uppi. Aðstoð USA við útlönd lækkuð WASHINGTON, 2. apríl. — Kenne dy forseti fór þess á leit við þjóð þingið í dag, að samþykkt yrði að 4VÍ: milljörðum dala yrði varið til aðstoðar við erlend ríki á næsta fjárhagsári. Þetta er minna en áð- ur hafði verið Iagt til, en samt verður aðstoðin við erlend ríki meiri á þessu ári en í fyrra, ef frumvarpið verður samþykkt. Helmingi fjárins á að verja til efnahagslegrar aðstoðar, hinu til hernaðarlegrar. Alls nemur lækk unin 400 milljónum dala miðað við það, sem áætlað var í fyrri tillög- um. Tilmæli Kennedys til Þjóðþings ins eru byggð á tillögum sérstakr- ar nefndar undir forsæti Lucius Clay hershöfðingja. Nefnd þessi lagði til í síðustu viku, að aðstoð við sjö ákveðin ríki yrði minnkuð. Kennedy kvaðst háfa fallizt á til- lögur nefndarinnar. Fyrri tillögur hefðu gert ráð fyrir of háum fjár- upphæðum. Forsetinn fer fram á, að aðstoð- in við Indland verði aukin, svo að landið geti varizt ásókn kínverskra kommúnista. Einnig gerir hann ráð fyrir aukinni aðstoð við ríki latn- esku Ameríku og lönd eins og Pak- istan og Nígeríu. Hann skýrði þing heimi svo frá, að markmiðið væri að gera löndum, sem aðstoðuð verða, kleift að standa á eigin fót- um; gera þeim kleift að hjálpa sér sjálfum á braut til framfara. Lokatakmarkið væri, að löndin yrðu sjálfum sér nóg. Kennedy sagði enn fremur, að tilgangurinn með aðstoð við erlend ríki væri ekki að auka Bandaríkj- unum fylgi, heldur að stuðla að varðveizlu friðarins. Fréttamenn í Washington telja, afi þingmenn muni reyna að kóma því til leiðar, að aðstoðin vérði minnkuð enn meir. / VERINU Framh. af 1. síffu Handfærabátar hafa mokað upp fiski á vertíðinni, og þegar bezt hefur veiðzt, þá hefur afli þeirra verið tvö tonn á mann. Handfæra- bátamir em þrír, Ester, Kristín og Milly. Hefur Ester fengið 16 tonn 1 róðri, þegar mest hefur veiðzt. Þessir bátar höfðu tilkynnt afla sinn til Þorlákshafnar um kl. 7.30 í gærkvöldi: Gjafar 25 tonn, Klængur 16, Björg 13, Cap VE 34 tonn, Páll Jónsson 30 tonn. Fiskurinn fæst allur á Selvogs- banka, og er það mjög stór og vænn þorskur. Auk hans hefiu- dálítið slæðzt inn af ufsa, sem einnig er ágætur. Vestmannaeyjabátar öfluðu minna í gær en undanfama daga, en ýmsir öfluðu þó vel. Nokkrir Eyjabátar lönduðu í Þorlákshöfn og í Grindavík, því að ekki hafðist undan með fiskverkunina í Eyjum. Höfum fil sölu steypu-mottur. Sölunefnd v»” 'má. ALÞÝBUBLA9IS - 963 A

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.