Alþýðublaðið - 03.04.1963, Page 9

Alþýðublaðið - 03.04.1963, Page 9
um það bil 7 þúsund krónur. Um það þriðjihluti teknanna fer í skatta, og þá er húsaleigan reikn- uð með. — Húsaleigan er þó ekki skatt- ur? — Flestir þeldökkir líta þannig á málið, að húsaleigan sé skattur. Hver einasti bær í Suður Afríku er tvískiptur. Annars vegar er hverfi þeldökkra. Hvítu mennirnir eiga flestir lóðir sinar. Hvað okk- ur viðvíkur er þessu öðruvísi far- ið. Allt landrými, sem þeldökkir byggja heyrir undir sérstaka stjórnarskrifstofu. Við borgum húsaleigu beint til hins opinbera. Það má því með sanni segja að þeldökkir í Suður Afríku séu eigna lausir þrælar. — Hvað um önnur útgjöld fjöl- skyldunnar? — Á ári verðum við að eyða næstum þrjú þúsund krónum í strætisvagnagjöld, svo að það sést glöggt að ekki verður mikið eftir til að lifa af. — Hvað kostar það mikið að ganga í skóla fyrir þeldökka? Meðan ég var í menntaskóla urðu foreldrar mínir að borga fyr- ir það tæplega átta þúsund krónur á ári. Þau urðu einnig að borga skólagjöld fyrir yngri bróður minn, sem gekk á lýðháskóla. — Þannig urðu þau að spara og halda í við sig á öllum sviðum vegna þess að þau vildu að böm s!n hlytu nokkra menntun? — Hversvegna vildu þau það? — Foreldrar mínir gengu hvor- ugt í skóla, og eru bæði ólæs. Þau geta að vísu aðeins dregið til stafs og stautað sig fram úr Zulu- máli, en það er líka allt og sumt. En foreldrar mínir, — og sama er um flesta þeirra líka — þrá frelsi og manngildi. Þessu marki er að- eins hægt að ná með því að mennta æskulýðinn í Suður Afr- íku. Þessvegna fórnuðu þau ýmsu, — frelsisþráin knýr þau .eins og óteljandi marga aðra í heimalandi mínu. — Hvemig fannst þér að búa í Suður Afríku? — Það er erfitt að finna orð til að lýsa því. Kynþáttaágreiningur- inn elur af sér hatur, biturleika og mótþróa. Ég skal nefna dæmi um þetta. í Noregi em lögregluþjónamir kurteisir og hjálpfúsir. Þetta veit ég að sjálfsögðu, að er gott og blessað. En harðstjórnin 1 Suður Afríku hefur gert mig þannig að ósjálfrátt óttast ég þá, sem klæð' ast einkennisbúningum og em laganna verðir. Þótt ég hafi nú búið hér í eitt ár á ég það til að fara þvert ýfir götu ef sé sé lög- regluþjón nálgast. Svona á þetta sér djúpar rætur. — Hvað hyggstu gera, þegar þú hefur lokið námi? — Þá ætla ég heim til Suður Afríku, — heim í kúgunina, ótt- ann og fangelsin. Ég verð að taka þátt í frelsisbaráttunni. Við verð- um að berjast til að öðlast rétt- indi vor. WMWMtlMtWWWMMWIWtWWWWWWHWIWWWMMHMWWWWWIWWWWW WMWWMWW SAVANNAH VIÐ SJÓINN ÞETTA er hið víðfræga Savannah-tríó, sem syngur og spilar sig inn í hjörtu ungra sem gamalla íslendinga. Þessir ungu menn láta sér ekki fyrir brjósti brenna, þótt þjóðlögin okkar fái dálítið annarlegan svip, —- nútímihn er nú einu sinni dálítið abstrakt í allri túlkun sinni. — Og því ekki að heyra, hvernig hljómburðurinn er við sjóinn?! Hljómplötur seldar fyrir flóttamenn HLJÓMPLATA S.Þ. „All Star Festival“ seldist strax fyrstu vik- una, eftir að húri kom á markað- inn, í 365.000 eintökum í einum tólf Evrópulönjdum. Svíþjóð á vinninginn með 155.000 eintok, næst kemur Holland með 40.00C eintök. Eftirspurnin hingað lil, fer fram úr öllum vonum, og ei.m ' formælandi flóttamannahjálpar SÞ. lét svo ummælt, að þf>. si hljómplata gæti orðið bezt he > -n aða fjáröflunarleið flóttamauna- starfsins. Næst á eftir Svíþjóð og Hollandi koma Noregur með 35.000 eintök, Ítalía og Bretland með 30.000 eintök hvort, Belgía með 15.000, Frakkland með 12.000 og Grikkland með 1000. í löndum sem seinna komu til sögunnar eru aðeins til tölur yfir fyrsta söludaginn, og er þar Vestur- Þýzkaland efst með 25.000 eintök næst Sviss með 7.700 og Austur- riki með 3.500. Þrettán heims- frægir listamenn koma fram á plötunni þ.á.m. Louis Armstrong, ; Bing Crosby, Maurice Chevaiicr I og Catarina Valente. ) æskulýðsleiðtogar hér / heimsókn Blaðamaður Alþýðublaðsins hitti þá sem snöggvast að máli í fyrri viku og greindu þeir Stuttlega frá æskulýðsstarfsem- inni í Slésvík-Holstein. Þar eru eins og áður er sagt 1) æskulýössambönd, sem hafa innan sinna vébanda margs konar klúbba og félög, og eru meðlimirnir á aldrinum 10-21 árs. Giinther skýrði svo frá, að æskulýðsstarfsemin hefði haf- izt strax að stríðinu loknu, enda hefði þörfin þá verið mikil að hjálpa unglingunum á einhvern hátt. í fyrstu hefði verið mikið at- vinnuleysi í landinu og hefði þá æskulýðsstarfsemin mjög beinzt að því að reyna að greiða úr fyrir ungu fólki á því sviði. Meðal annars var þá komið á fót eins konar þjálfunarstöðv- um þar sem ungu fólki gafst kostur á að læra undirstöðuat- riði ýmissa iðngreina og var greitt nokkuð kaup fyrir. Nú er málum hins vegar þannig háttað að skortur er á vinnu- afli og tómstundir unglinga fara vaxandi og hefur því starf- semin síðustu ár einkum beinzt að því, að koma upp æskulýðs- heimilum, þar sem ungt fólk getur eytt tómstundum sínum á heilbrigðan hátt, við hagnýt störf eða skemmtanir. Þeir félagar sögðu, að í hverj um einasta bæ og öllum þorp- um í Slésvík-Holstein væru æskulýðsheimili í einhverri mynd, og væru þau mjög vel sótt og vinsæl meðal ungs fólks. Æskulýðsheimilin eru ivenns konar. Gistiheimili fyrir ringt fólk á ferðalögum og svö tóm- stundaheimili. í þessum heimilum eru oft haldnir dai^sleikir fyrir ungt fólk, og er þá að sjálfsögðu aldrei haft áfengi um hönd. Þessa dansleiki sögðu þeir injög vinsæla. Einnig er það snar þáttur í starfi æskulýðsfélaganna að gefa ungu fólki kost á að dvelj- ast í sumarbúðum í Ieyfum sin- uni. Á árinu 1961 fór hópur resku- lýðsleiðtoga héðan af íslandi tsl Slésvík-Holstein og kynnti sér æskulýðsmál. Fararstjóri þess hóþs var séra Bragi Friðriksson. í sumar mun svo koma hingao hópup frá Slésvíla-Holstein £ sömu erindagjörðum undir for- ystu séra Krafts. Giinther og séra Kraft kváðu æskulýð í heimalandi únu mjög áhugasaman um ísland og hefðu þeir haft mjög ánægju- legt samstarf við Æskulýðsráð Reykjavíkur, sem þeir teldu vinna mjög vel að málefnum æskunnar hér í Reykjavík. í haust munu æskulýðssa.n- bönd í Slésvík-Holstein gaiig- ast fyrlr fundi með unglinga- leiðtogum á Norðurlöndum, og hefur íslandi þegar verið ln i?n þátttaka. Þeir Giinther og sér Kraft héldu héðan áleiðis til Þýzka- Iands á mánudagsmorgun, og létu þeir hið bezta yfir dvöl sinni hér í hvívetna. ‘ALÞÝÐUBLAÖIÐ — 3. apríl 1063 $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.