Alþýðublaðið - 03.04.1963, Side 10

Alþýðublaðið - 03.04.1963, Side 10
RitStjéri: ÖRN EIÐSSON MYNDIRNAR á síðunni í dag eru frá hinum sögulega leik Ármanns og Vals í II. deild í fyrrakvöld. Á þeirri efri er Ármenningnr að skjóta, en Bergar Guðnason reynir árangurslanst að hindra. Á neðri mynd er það Valsmaður, sem sendir bolt- ann í netið. fs!ýtt sveinamet í hrístökki án atrennu FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT KA nnanhúss, 27. marz 1963 _ Keppendur voru alls 10 frá 7 télögum og héraðssamböndum. Hlutaverðlaun voru veitt að Iþessu sinni, en það voru bókaverð- iaim, sem eftirtalin fyrirtæki gáfu: Bókabúð Rikku, BókaverzL Jóh. Valdimarss. og Prentverk Odds Björnssonar. Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í kúluvarpi hér innan- húss á Akureyri, en íþróttasalur- inn má ekki minni vera. (og er Framh. á 15. síðu. PÁSKAVIKA IR SKALANUM SÖGULEGUR ÚRSLITALEIKUR í 2. DEILD: Dómarinn sleit leiknum ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR Alþýðublaðsins átti stutt viðtal við höfuðpersónurnar i hinum sögdegu leikslokum í leik Vals og Ármanns og spurði þá hvað þeim hafði farið á mUU. Dómarinn Gunnlaugur Hjálmarsson segir svo frá: „Ég dæmdi vítakast á Val og var það varið, en þar sem ég áleit að markvörður Vals hefði verið í minna en 3 m. fjarlægð frá þeim, sem framkvæmdi víta- kastið þá ákvað ég að kastið skyldi endurtekið og benti á vitakastlínuna. Þá kom inn á völlinn þjálfari Vals, Birgir Björnsson og spurði á hvað ég hefði dæmt. Sagði ég honum ástæðuna fyrir ákvörðun minni, en hann mótmælti og sagði að markvörður Vals hefði staðið á þeim stað, sem hann síðan benti á. Bað ég hann um að víkjá af leikvelli svo að leikur- inn gæti haldið áfram. Neitaðl hann þvi og vísaði ég honum þá út úr húsinn, en hann sagðist hvergi mundu fara. — Þar sem ég áleit, að ekki væri eðlilegt að halda leiknum áfram að svo komnu máli, þá sleit ég Ieikn- um. Ritaði ég síðan athuga- semd á leikskýrslu um þessi leikslok og mun skýrslan ganga tU Dómstóla HKRR“. Birgir Björnsson segir svo frá: „Er dómarinn hafði bent á vitakastlínuna og ákveðið, að vitakastið skvldi endurtekið fór ég inn á völlinn og sagði við dömarann, að ég áliti að mark- vörðurinn hefði a. m. k. verið í 3 m. fjarlægð frá Herði. Benti ég á þann s+að. sem markvörð- urinn hafði verið á, þegar hann varði. Skipti bá engum togum, dómarinn skinaðj mér að fara út úr húsinu. Ég neitaði því, því ég taldi dómarann ekki hafa heimild til að vísa mér úr hús- inu fyrir þess'ir »*<-or<v<r mín- ar. Stjakaði þá dómarinn við mér lítillpirn og s’rit síðan leiknum e'~ í fússi“. AÐ VANDA gangast ÍR-ingar fyrir páskaviku við sinn ný- byggða og glæsilega skíðaskála í Ilararagili við Kolviðarhól. Þar sem aðeins er svefnpláss fyrir 46 manns má búast við að færri geti dvalið þar en þess óska, en dvalarleyfin vgrða seld í ÍR-húsinu við Túngötu nk. fimmtudag og föstudkg kl. 5-7 e. h. Gestiun verður séð fyrir fæði allan tímann og þurfa þvi aðeins að hafa með sér svefn- poka, skíði og fatnað, en gestir þeir, sem aðeins dvelja á dag- inn við skálann geta fengið keyptar veitingar. Ferðir verða frá BSR á mið- vikudagskvöld og á hverjum morgni og til baka að kvöldi. Skíðasnjór er sæmilegur f Hamragili og á Skarðsmýrar- fjalli, þá er nægur snjór I Innstadal og á Hengsli, en þang að verða famar gönguferðir, ef veður Ieyfir undir stjórn kunn- ugs manns. Skíðakennsla verður fyrir þá sem þess óska og að lokum verðnr skiðakeppni. Á kvöldin verða haldnar kvöldvökur fyrir dvalargesti og e. t. v. dansað. LEIK Ármanns og Vals f 2 deild íslandsmótsins í handknattleik lauk með nokkuð sérstæðum hætti, þar sem dómarinn, Gunnlaugur Hjálmarsson sleit leiknum 4 mín. áður en lögákveðinn leiktíml var leikinn. Aðdragandi þess var með þeim hætti, að dæmt var víta- kast á Val, Hörður framkvæmir kastið, en Egill markvörður Vals ver. Dómarinn flautar og bendir á vítakastlínuna, en í því felst að kastið skuli endurtekið vegna þess að markvörður Vals hafi eigi ver- ið tilsldlda 3 metra frá Herði, er hann framkværadi kastið. Þá geng ur þjálfari Vals, Birgir Björnsson. i inn á völlinn og tekur dómarann, tali. Þvf samtali lyktar svo með því að dómarinn bendir með hend- inni í átt til útidyranna, en Birgir sinnir því ekki og slítur dómarinn síðan leiknum. Þetta voru fremur leiðinleg leikslok, þvi leikurinn hafði verið fremur góður af beggja hálfu og ekki harðari en gengur Framh. á 15. síðu. Viðtöl við Birgi' og Gunnlaug 4 9 • 10 3. apríl 1963 — ALÞYÐUBLAÐIÐ ,ij;K '«i-i f- -

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.