Breiðablik - 01.11.1906, Blaðsíða 2
86
BREIÐABLIK.
viðunandi fyrir ísland annaö en
fullkomið sjálfstæði. Þjóðin verði
að losast úr teng'slum við Dani al-
g'jörleg'a og fara að eiga með sig
sjálf.
Enginn getur á móti því borið,
að djarfar eru kröfur þessar báðar
— svo djarfar, að hætt er við, að
langir tímar líði áður en þeim verði
framgengt, hvorri þeirra sem
fylgt yrði. En um það má aldrei
hugsa.
Gifta má því ráða, herra, hversu
snemma eg næ þar gistingu, en
nú legg eg af stað !
Mörgum mun vaxa það mark-
mið í augum að ætla sér fullan að-
skilnað við Dani og álíta það fífl-
dirfsku eina að láta sér slíkt til
hugar koma.
Þeim, sem halla sér fremur að
landstjórafyrirkomulagi, mun finn-
ast sú stefnan hyggilegri. Þar sé
ekki farið fram á jafn-mikið. Við
þeirra kröfu muni Danir miklu
fremur líta. Hitt muni þeir aldrei
í mál taka, en álíta uppreist eina
og barnaskap.
Og því er ekki að neita, þeir
sem svo hugsa hafa mikið til síns
máls. Hvað mega einar áttatíu
þúsundir fátæklinga sín á móti
hálfri þriðju miljón auðugrar þjóð-
ar og rembilátrar ? Hvað gæti
þjóð vor tekið til bragðs, ef Danir
beitti hana valdi ?
Herlið myndi Danir aldrei til Is-
lands senda til að kúga landið til
hlýðni. Hugsunarháttur stórþjóð-
anna myndi ekki leyfa það. Að
senda her á hendur vopnlausri snrá-
þjóð, sem ekkert hefði til saka
unnið, nema seilast eftir fornu
frelsi og sjálfstæði, myndi álitið
ódrengskapur svo mikill, að ekki
héldist uppi.
Enda myndi Danir aldrei leggja
út í slíkt. Eigið veglyndi þeirra
og riddaraskapur kæmi í veg fyrir
það. Sæi þeir engan úrkost ann-
an en hernað og ofbeldi, myndi
þeir heldur láta Islendinga sigla
eigin sjó,en beygja þeim nauðung-
arkrók með kúlum og fallbyssum.
En það er hætt við að þeir
myndi beita öðru afli, sem miklu
máttugra er og hættulegra en tund-
urvélar og sprengikúlur. Það er
afl, sem nefnist vis inertiae á
máli vísindamanna— afl aðgjörða-
leysisins. Þeir mundu skella skoll-
eyrum við sjálfstæðiskröfum ís-
lenzkrar þjóðar í lengstu lög. Þeir
myndi hlæja að þeim eins og keip-
um óþekkra krakka og ekki gjöra
nokkurn skapaðan hlut.
Það afl hefir óheillaafl verið í eig-
in stjórnmálasögu þeirra. Sú
meinvættur hefir troðið afskifti
þeirra af íslenzkum málum eins og
mara. Ur þeirri átt höfum vér
meira að óttast en nokkurri ann-
arri.
í lengstu lög munu Danir vilja
halda í Island. Þeir eru smáþjóð,
ekki síður en vér, ef bornir eru
saman við aðrar stærri. Fyrir
skemstu hafa Þjóðverjar látið skor-
bílda ganga í löndum þeirra, svo
þeir þykjast eiga um sárt að binda.