Breiðablik - 01.11.1906, Page 7

Breiðablik - 01.11.1906, Page 7
BREIÐABLIK. 9\ Hver veit nema Játvarður sjöundi hvíslaði Danakonungi líkum orðum í eyra og sagt er, að hann hafi hvíslað í eyra konung'i Svía : Þann dag, sem dönsk herskip verða send til að þröngva kosti íslendinga og beita þá ofbeldi, verða brezk herskip send til að loka dönskum höfnum. En Danir eru Svíum þeim mun veg- lyndari, að þeim kæmi naumast til hugar að framkvæma annað eins hryðjuverk. Málstaðurinn er réttlátur ! Ávinningurinn ómetanlegur ! Höfum vér þor og þrek til að fylgja honum fram ? ER KRISTINDÓMUR FLOKKSMÁL ? Q*Ú fregn hefir borist hingað vestur, ***^heiman af fósturjörð vorrri,að það álit væri þar út að breiðast með ýmsum helztu mönnum þjóðar vorrar, að krstin- dómur vor Vestur-íslendinga muni aðal- lega vera flokksmál. Þetta á eigi að vera úr lausu lofti gripið, heldur byggist á staðhæfingum íslendings eins, er hingað kom vestur og dvaldi hér nokkura mánuði. Þessi fullyrðing tekin þeim mun fyrr trúanleg, sem maður þessi er kunnur að áhuga fyrir vexti og við- gangi kristindóms. Hann haldi þessu fram af vandlætingasemi fyrir því helga máli,en ekki af neinum ógöfugri hvötum. Að þessari niðurstöðu hafi hann komist við að veita því nákvæma eftirtekt, er fyrir augun bar. Hann byggi það á því, er hann sjálfur hafi séð meðan hann dvaldi hér. Maðurinn sé enginn flysjung- ur. Og glögt sé gests augað. Sé hér farið með rétt mál, og þetta rétt haft eftir þeim manni, sem hér er um að ræða, er þessi framburður þyngsti kinnhestur, er Vestur-íslendingum hefir nokkuru sinni verið réttur. Kristindómurinn flokksmál ! Við hvað er átt með þeim framburði ? Það getur eigi verið annað en,að krist- indómur vor sé allur hræsni. Vestur-Is- lendingar sé allir örgustu Farísear. Þeir láti sem sér sé ant um kristindóm, trú og góða siðu. En allur sá áhugi sé að eins skálkaskjól. Hann sé kápa, er breidd sé yfir fiokksmál. Þau sé hið eiginleg á- huga-efni. Hvaða flokksmál ? Það er eigi gott að vita. En líklega á það að vera valdafíknin — löngun ein- stakra manna til að ná völdum og kom- ast til metorða. Flokkar sé myndaðir í þeim tilgangi undir yfirskyni kristilegs félagsskapar, að eins til að koma einstök- um mönnum á framfæri. Er það satt ? Vér leyfum oss hiklaust að segja, að það sé ekki satt. Kristindómur er og hefir verið þeim Vestur-íslendingum, sem á annað borð hafa verið honum fylgjandi, einlægt áhugamál. Vitaskuld geta þó fjölmargar undantekningar verið, þar sem einlægni hefir brostið. Og á stigi misjafnlega háu hefir hún vitanlega verið. En yfirleitt hefir hann verið af einlægum rótum runninn og hefir hingað til verið hið langfegursta og göfugasta í fari Vest- ur-íslendinga. Vonandi verður það svo um langan aldur. Fyrir kristindóniinn hafa þeir meir í sölur lagt en nokkuð annaS. Þeir gjörðu það meðan þeir voru blásnauðir, og bit- ann frá munni sér tóku þeir þá stundum til að styðja kristileg áhugamál. Það er öldungis óhætt að fullyrða, að aldrei hefir jafn-mikið verið í sölur lagt af íslenzku fólki fyrir trú sína og gjört hefir verið hér fyrir vestan. Vérefumst um, að hægt sé að benda á aðra eins kirkjurækni nieð Islendingum nú á dögum og þá sem hér er, þótt henni geti enn farið fram að stórum mun. Væri hún í lagi jafngóðu annarsstaðar,

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.