Breiðablik - 01.11.1906, Síða 9
BREIÐABEÍK
93
er hann um leið. Hann vonar alt, um-
ber alt.
Hann kallar á barnið í sálum mann-
anna. Hann spyr ekki eftir öðru en
barninu.
Hann kallar á það og" segir : Krjúp
þú niður! Hér er skapari þinn og'
frelsari ! Gef þú þig honum á vald !
Hann er leiðtog'i þinn !
Sá sem þeirri bending fylgir, verður
aldrei bitur né blindur flokksfylgismað-
ur. Hann notar aldrei kristindóm, til
að særa andstæðing sinn eða vekja gegn
honum fordóma.
f
A
C-
Aramot hins ev. lút. kirkjufél. ísl. í Vestur-
heimi. 22. ársþing- 1906. Björn B. Jóns-
son, ritstjóri. Winnipeg. 140 bls.
í riti þessu er fyrst og fremst gjörða-
bók kirkjuþingsins, sem nær yfir 83 bls.
Þar næst eru tíðindi frá Bandalags-þingi.
Þá þingsetningarræða eftir síra Friðrik
Hallgrímsson. Því næst koma þeir tveir
fyrirlestrar, sem fluttir voru á þessu
kirkjuþingi, hinn fyrri um ísl. Óbilgirni
eftir síra Björn B. Jónsson; hinn síðari
um sókn Og VÖrn eftir síra Kristinn K.
Ólafsson. Síðast í ritinu stendur árs-
skýrsla skrifara fyrir árið 1905. .
Þingsetningarræðan er út af orðum
frelsarans um vínviðinn og greinarnar
(Jóh. 15, 1—8). ítarlega og vel er þar
grein fyrir því gjör, hvað það sé að vera
ávaxtarsöm grein og þar meðal margs
annars tekið fram :
,,Avaxtarsöm grein er sá maður, sem
hefir tamið lund sína svo, að hann öfund-
ar ekki þá, sem betra eiga eða hærra eru
settir en hann; verður ekki vondurþó aðr-
Hann veit af barninu í sál hans og
forðast að skaða það.
Og sé honum borið það á brýn, að
kristindómur sé honum yfirskyn eintómt
— ekki annað en flokksmál, -—■ glitofin
ábreiða, er hann noti til að dylja eigin-
gjörn áform og metorðafíkn, fellur sú
ákæra dauð og ómerk til jarðar.
Með lífi sínu og framkomu lýsir hann
það ósannindamál.
Og það ætti Vestur-íslendingar að
hafa hugfast í þessu efni.
Hofmannaflöt.
2S
(oi>
ir hafi ekki nákvæntlega sörnu skoðan og
hann í öllum efnum; sem lætur menn og
málefni njóta sannmælis, og forðast að
beita nokkurn mann ósanngirni, þó völd-
in sé í hans höndum“.
Á öðrum stað er heppilega tekið fram :
,,Það er mesta hættan fyrir alt kirkjulegt
félagsstarf, að fordild og sjálfræði manna
ráði þar meira en andi drottins; og þess
vegna ber það oft svo miklu minni ávöxt
en það ætti að gjöra. Starfsmönnunum
hættir oft við að vanrækja sjálfa sig“.
Um skoðanamun er sagt :
,,Ólíkar skoðanir í áhugamálum hafa
altaf í sér fólgnar freistingar til sundur-
lyndis, flokkadrátta og óheiðarlegra hugs-
ana og orða. En þá á það að koma fram,
hve náið sambandið er milli vínviðarins
og greinanna, hve mikið er af lunderni
Jesú Krists í lærisveinunum“.
Ræða þessi er rækilega hugsuð, stilli-
lega orðuð og öldungis látlaus, en hefir í
sér göfugt og mikilsvert efni til umhugs-
unar hverjum manni, sem ekki er upp úr