Breiðablik - 01.11.1906, Síða 15

Breiðablik - 01.11.1906, Síða 15
BREIÐABLIK. 99 Vér búuiu í landi því, er allir menn eru jafnir í og frjálsir. Vér þekkjum hinn .sanna guö og; hann hefir kent oss,hvernig vér eig'um að helga framferði vort, svo að vér séum hreinir, og elskum hver annan sem bræður, og hjálpum þeim, er bágt eiga, en látum aldrei hatur né sérplægni koma oss til að gera öðrum mein. Eig- um vér því að vera guði vorum þakklátir fyrir þetta, því nú brestur oss eigi þekk- ingu til að geta lifað göfugra lífi en for- feður vorir og fegurra lífi en skrælingjar þeir, er enn eru í myrkri og villu stadd- ir“. Er hann hafði lokið máli sínu, gekk eg út úr höllinni; og var eg mjög hugsi, því sannarlegt undraland fanstmérþað hljóta að vera, ef allir menn elskuðust þar sem bræður væri. Þá mætti eg manni þeim, er hafði setiö hjá mér í vagninum. Spurði eg hann eftir átrúnaði fólksins, og komst eg að því, að næstum hver einasti maður í landi þessu trúði á guð einn réttlátan og miskunnsaman, og taldi sig vilja breyta eftir þeim fögru kenningum, er öldungurinn gráhærði mintist á. Rétt í þessu sáum við menn tvo horaða, þreytulega og klædda tötrum. ,,Hvaða menn eru þetta?“ spurði eg. ,,Þeir vinna“, svaraði hann, ,,verk nokkurt sex daga af hverjum sjö. Annaðhvort grafa þeir í jörð niður, eða bera grjót og stein- lím fyrir húsasmiði“. ,,Nízkur maður og vinnuharður mun eiga þræla þessa“, sagði eg. „Eigieruþað þrælar“, svar- aði hann, ,,þeir eru frjálsir menn, og fá laun sín goldin fyrir verk sitt“. ,,Laun þau munu vera af skornum skamti“, sagði eg, ,,eða hví er þeim eigi meira gefið fyrir vinnu sína?“ „Eigimá húsbóndi þeirra launa þeim verkið betur, því þá 'myndi hann ekkert fé á þeim græða“. „Hefir húsbóndi þeirra sama átrúnað sem aðrir menn í þessu landi?“ spurði eg. ,,Efalaust“, svaraði hann. „Elskar hann þessa menn, sem væri þeir bræður hans ?“ spurði eg. ,,Eigi veit eg það“, mælti hann. Rétt í þessu heyrðum við háreysti nokkurt og gengum á hljóðið. Brátt sá- umvið menntvo ergerðu hávaðann. Voru þeir illa til reika og slöguðu til beggja hliða sem skip í ofveðri, þegar seglin eru rifin, kjölurinn brotinn, en stýrið laust. Þeir rifust og geisuðu mjög, sóru við nafn guðs síns og æptu hver að öðrum. Þá komu þar tveir aðrir menn, mikíir vexti og rammir að afli. Teymdu þeir hina brott með sér. Eg spurði förunaut minn, hverju þetta sætti. ),Eigi þarftu að spyrja að þessu“, mælti hann, ,,Þar sem slíkt verður oft á degi hverjum. Menn þessir hafa drukkið of mikið af víni því, sem selt er hér skamt frá, en hinir, er tóku þá, eru siðgæzlumenn, sem fólkið fæðir og klæðir. Eiga þeir að sjá um,að ekkert ilt eða ósæmilegt sé aðhafst“. ,,Hvað gera þeir við þessa druknu menn ? “ spurði eg. ,,Þeir setja þá í fangelsi11. ,,All-fákænn er lýður þessi“, sagði eg. ,,Ef það er sem þú segir,að slíkt verði oft á degi hverjum. Hví setja þeir ekki heldur mann þann í fangelsi er selur þeim vínið ? Myndi þá borgin eigi þarfn- ast eins margra siðgæzlumanna“. ,, Eigi má það“, mælti hann, ,,því að hér eru allir menn frjálsir, og mega vinna fyrir brauði sínuáheiðarlegan hátt“. — ,,Myndi maður sá selja bræðrum sínum vín, og gera þá þá dauðadrukna ?“ spurði eg. ,,All-spurull ert þú“, mælti hann, ,,og munt þú vera útlendingur. Eða hver er átrúnaður þinn, og ert þú réttlátari en vér?“ ,,Eigi veit eg það“, svaraði eg, ,,en eigi vil eg annað gera en það, sem mér þykir bezt vera og réttast. Vinum mínum vil eg tryggur vera, en harður ó- vinum. Eg heiðra þá ódauðlegu guði og færi þeim fórnir,lömb lýtalaus eða kvígur þær,er aldrei hafa ok borið á hálsi sér; en gylla læt eg horn þeirra áður“. Áður eg fengi meira sagt, mælti hann óþolinmóður: ,, Eigi þarft þú að gera

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.