Breiðablik - 01.12.1906, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.12.1906, Blaðsíða 6
io6 BREIÐABLIK. að vera þar einir um hitu. Kristn- ir leikmenn mega þar ekki liggja á liði sínu. Eins og nú stendur yrði ef til vill orð þeirra bezt til greina tekin. Öllum, sem ant er um velferð þjóðar sinnar og eigi hafa glatað því úr eigin sálu, ætti að vera það brennanda áhugamál, að fá faðir vor letrað lifandi stöfum í sálar- líf íslenzkrar þjóðar. f GÓDVIDRI. Til kveldboðs mig’ sumar-stund kveður I kyrþeysins flugrúmu höll, Og- handa mér vermir svo veður Þau verði mér hollsamleg öll, I dældum að dögg verður kalt — Hún sæld hefir alið í alt. Hún sýnir mér blæjurnar bláar Um breiðloft og grænskrúð um völl, Og glitsaum og gljáandi áar, Og guðvefjuð kveldroða-fjöll, Og hæðirnar heimilið við — Sem kvæði, er kveða um frið. Og bláeygu tjarnirnar tindra sem tillit sem hug'fangið er, Og brosleitu bjarkirnar sindra, Og brekkurnar setjast hjá mér Með skautin af skrautblómum full — Hver lautin er lifandi gull. Mér vindblær, með vængjaða fótinn, Lék vísu á blöðin á meið. Hann kveður sér götu um grjótin, Um grundirnar syngur sér leið, Um ófærðir yrkir sér veg — Svo ólærður alt eins og eg. Hver einasti’ geisli’ er mér góður, En gjafmilda jörðin þó bezt. Þau systkinin, unun og óður, Mig anuast sem velkominn gest. Eg hrifinn af sumrinu svíf — Já, líðandi er þetta líf. Stephan G. Stephanson. JÓHANN MAGNÚS BJARNASON. UG hefi tekið mér fyrir hendur minnast að litlu leyti á góðvin minn J. Magnús Bjarnason, og hin helztu ein- J. Mag-nús Bjarnason. kenni hans sem skálds. Og þar sem hugsjónir skáldanna koma fram í rit- verkum þeirra, en þær myndast að miklu leyti, eða að minsta kosti haga fatasniði sínu eftir því, hvað æfikjörin hafa dátt ruggað vöggu höfundanna, verð eg að nokkuru leyti að segja æfisögu þess höf- undar, er eg nú gjöri að umræðuefni. Jóhann Magnús Bjarnason er fæddur í Norður-Múlasýslu á Islandi, 24. maí 1867. Fluttist hann, barn að aldri,með foreldrum sínum til Nova Scotia. Var faðir hans einn af fyrstu landnámsmönn- um íslenzkum, er Vínland námu á ný. Það var all-ólíkt að koma til Ameríku

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.