Breiðablik - 01.12.1906, Page 7

Breiðablik - 01.12.1906, Page 7
BREIÐABLIK. 107 þá og nú. Nú má heita að hverjum inn- flytjanda frá íslandi standi vina-armar opnir um leið og stigfið er af eimlestinni. Þá var umhyg-gja stjórnarinnar í Nýja Skotlandi hin eina hjálp innflytjendanna og’ atorkusamir landnemar höfðu litlu að treysta nema eigin hug og hönd- um, enda er lítill efi á því, að margir þeirra féllu í valinn fyrir aldur fram. Virðist ntér augljóst, að þrautir þær, sem landnámi þessu voru samfara, hafi rist djúpar rúnir í hugsunarhátt Magn- úsar, enda ber æfin á Mooselands háls- um enn aðrar menjar í ritverkum hans. Hvarvetna kemur það fram í ritum Itans, að hann hefir lært meira í skóla lífsreynsl- unnar en á nokkurn annan hátt. Er því lítt að undrast þó honunt takist bezt upp, þegar hann er að lýsa böli mannanna, en sjái björtu hliðina ljósar í skrauti náttúr- unnar. Stjórnin í Nýja Skotlandi lét koma upp skóla í bygð landnemanna íslenzku. Ef eg man rétt, hefir Magnús sagt mér, að kennarinn, — Wilson að nafni, — hafi verið all-strangur, en ástundunarsamur víð verk sitt. Er því sízt að undra, þó börnunum íslenzku hafi fundist það ,,sól- arlitlir dagar“, er þau voru undir stjórn hans, að minsta kosti fyrst í stað, á með- an þau skildu varla eitt einasta orð frá vörum kennarans. Annars er lýsing hans á prófessor Cracknell ef til vill rneira en skáldsaga ein. Magnús hefir hlotið litla mentan á skól- um. Margur sá unglingur, er lengur hefir á skóla gengið, getur vart ritað læsileg sendibréf. En svo vel hefir höfundi þess- um búnast að því litla,sem aðrir hafa veitt honum úr forðabúri mentunarinnar, að hann er einn af ritfærustu mönnum með Vestur-Islendingum. Hann kendi um rnörg ár við nokkura af alþýðuskólum Nýja-íslands. Vart heflr þar áhrifameiri kennari verið, og munu menjar þess verks hans lengi vara, því Magnús skilur fyllilega, að skylda kennarans er það að glæða neista hins góða og fagra í hugum nemendanna, — jafnvel enn brýnni skylda en að kenna ákveðnar námsgreinar. Og hafi nokkur vestur-íslenzkur kennari þær lyndiseinkunnir,sem til þess þurfa, er það ekkert oflof, þó Magnúsi sé að því leyti skipað í öndvegi með alþýðuskólakennur- um Vestur-íslendinga. Enda stendur hann þar að öðru leyti vel að vígi, því lítt þekt mun það skáld vera, er Magnús kannast eigi við, þeirra er ritað hafa á enska tungu eða íslenzka. Og við sum skáldin þýzku heflr Magnús tekið ástfóst- ur, sérstaklega Heine og Schiller. Þegar tekið er tillit til þess,að Magnús ólst upp í fátækt frá barnæsku, varð að vinna fyrir sér frá unga aldri, að mentan sú, er hann öðlaðist í æsku,var af mjög skornum skamti, að ógleymdum ástvina- missi og varandi vanheilsu um margra ára tíma, þá eru undur,hvað ntiklu hann hefir getað afkastað í þarfir vestur-íslenzkra bókmenta, sérstaklega þar sem barna- kensla út um bygðir Islendinga er alls ekki skáldlegt verk. Ilitt er þó enn eft- irtektaverðara,að hvert einasta rit Magn- úsar ber merki um vaxandi þroska höf- undarins. Eitt hið fyrsta, er eg minnist að hafa lesið eftir Magnús,eru fjórar smásögur,er hann gaf út,er hann var um tvítugt. Eg var þá barn að aldri, en man samt aðal- innihaldið úr þeim sögum. Málið á þeim er all-gott, en ber þó menjar þess, að Magnúsi var þá tamara að setja fram hugsanir sínar á ensku en íslenzku, enda var það að líkindum. Þó er það sízt málið,sem gjörir þær sög- ur all-fráfælandi. Það er öllu fremur hugsanin, sem felst á bak við tjöldin. Lífsgleðinni er þar algjörlega vísað á dyr. Það er eins og einhver móleit vofu-flyksa hafi varpað hjúpi sínum yfir sálir allra aðal-persónanna í sögunni, enda hrökkva þær fiestar upþ af útúrdúralítið. Þó eru það aldrei vondar manneskjur, sem höf-

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.