Breiðablik - 01.12.1906, Blaðsíða 8

Breiðablik - 01.12.1906, Blaðsíða 8
io8 BREIÐABLIK. undurinn lýsir í þeim sögum, heldur láta þær í !jós eins ærlegar tilfinningar eins og menn alment hafa til brunns aö bera. En yfir huga þeirra allra hvílir martröö lífsþreytunnar, og einn þeirra (Steinn) hlær svo óðslega, að furðu sætir; leikur vitfirring til þess að opna engum fylgsni sálar sinnar. En þó, þegar honum er bjargað, er hann svo léttlyndur, að hann giftir sig von bráðar og fer að búa. Is- lendingurinn, senr annars er svo fær að hann innir þrekraun af hendi með fádæma snarræði og orku, veslast upp hjá vel- gjörðamanni sínum og deyr,— deyr blátt áfram þegjandi og hljóðlaust. Og alt af er hann þögull eins og myndastytta. Þessar sögur eru sem sagt öfgar einar. Imyndunaraflið leikur lausum hala. Og flestar söguhetjurnar eru óeðlilegar. En þetta eru ókostirnir. Það sem að- allega gefur sögumþessum nokkurt gildi, er hið tilfinningaríka, göfuga hjarta höf- undarins. Meðaumkanin verður nokkuð óeðlileg, en meðaumkan er það engu að síður. Og þó hugsanin sé flögrandi og óstöðug, bölsýnið yfirgnæfandi, persón- urnar óeðlilegar, og framsetningin all- viðvaningsleg, heilla þessar sögur að vissu leyti huga manns, því þær sýna manni sem í skuggsjá væri, hvers vænta megi af þessum höfundi, þegar hann nær þroska,oghin flögrandi,óstöðuga hugsan hefir skilið sjáífa sig. Þær eru hugsjónir dreymandi æskumanns, sem elskar mann- kynið alt, af því þar eru systkin hans, en sem vart hefir þrek til að bjóða lífinu byrginn. Þær sýna,að Magnús hefir urn það leyti tekið undir með Kristjáni: ,,Líf- ið alt er blóðrás og logandi und“. En nú er nóg komið um sögur þessar. Þær eru hið fyrsta og sízta sem Magnús hefir ritað, og gildi þeirra, er rita skal um skáldskap hans sem heild, liggur að- allega í því, að þær gefa von um annað meira og betra síðar. Sú von hefir ræzt. Hið næsta, sem eg man eftir að eg sæi á prenti eftir Magn- ús, er ljóðabók hans, sem nú mun fyrir löngu lesin af öllum þorra Vestur-íslend- inga. Að máli tileru ljóð þau með hinu bezta, sem skáld vor og hagyrðingar vestan hafs hafa ritað. Eg man ekki eftir neinum vestur-íslenzkum ljóðum, sem mér virðist hafa meira skáldlegt gildi, nema ljóðum Stephans G. Stephanssonar, og fáeinum þýðingum Jóns Runólfssonar. Auðvit- að eru sum kvæði í bók þeirri, er ekki þola samanburðinn. Höfundurinn hefir ofi algjörlega gleymt að ,,af- kvista trjáboli sína“, eftir að hann feldi þá ,,í skóginum“. Rímvillur eru óþarflega margar, jafnvel þó það megi verja með því, að það sé skylda skálds að láta form víkja fyrir efni ef þörf gerist, sem eg fyrir rnitt leyti álít rétt. Bölsýni höfundarins kemur fram í sumum þessum kvæðum, jafnvel hinum beztu þeirra, en það er ekki lengur óeðli- legt, enda meira blandað öðrum lyndis- einkunnum. Þunglyndið kemur aðallega fram í kvæðinu ,,Líkfararsöngur“, sem þó er að mínu áliti bezta kvæðið í bók- inni. „Grímur frá Grund“ er blátt áfram ísletidingur, sem hefir til brunns að bera flest af hinum kjarnmestu lyndiseinkunn- um vorra beztu manna, þeirra ererfthafa í ríkum mæli norræna sál. Samt líkar mér alls ekki einstakar hendingar, svo sem: ,,Og enskir sögðust ei séð hafa mann“, o. s. frv. En fyrir slíka smágalla er vel borgað með kvæðinu í heild sinni. ,,Sögunarkarlinn“ er vinur minn. Það er vafamál, hvort það er ekki hár- rétt lýsing á æfi alt of margra eldri manna hér vestra. Siðasti hluti kvæðis- ins er að mínu áliti alt of líkur hendingu einni í riti Ibsens „Víkingarnir frá Há- logalandi11, en þó er það ólíklegt, að það sé stælt, því Magnús hefir naumast verið búinn að lesa Ibsen er hann orti kvæðið. Yfirleitt eru ljóð þessi alÞeðli- leg. Göfgi hugsunarinnar, sem er að- alkostur sagnanna, er eg lýsti fyrir

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.