Breiðablik - 01.12.1906, Qupperneq 10
I IO
BREIÐABLIK.
lega t. d. frú Patrick. Öll þau gælunöfn!
Það hefðimátt komast af með helminginn.
Hér í landi, þar sem hneykslanlegar
skáldsögur eru á hverju strái, er skáld-
saga sem þessi blátt áfram nauðsynleg.
Af engum bókum er eins mikið lesið eins
og skáldsögum, — sumum skaðlegum
bæði oð efni og máli. Þessi skáldsaga,
— eins og alt sem Magnús ritar,er þann-
ig úr garði ger, að það hlýtur að hafa
bætandi áhrif á börn þau og unglinga,er
lesa. Að því leyti er sagan beinlínis eftir-
sóknarverð, jafnvel sumum fræðibókum
fremur. Og }'firleitt er stíll höfuudarins
eins lipur og laðandi eins og tilfinningar
hans eru mannúðlegar og viðkvæmar.
Seinast skal eg minnast á „Brazilíu-
farana“. Af þeim er nú búið að prer.ta
fyrsta kaflann fyrir nokkuru, og lítur
út fyrir, að það verði hið bezta ritverk
Mágnúsar.
Sumt í þeirri sögu er lítilsvirði, ekki
svo mjög vegna þess,að það sé óskemti-
legt, — og það er það alls ekki, — heldur
fyrir þá sök, að það er ólíklegt. Sem
dæmi þess mætti minnast á viðskifti
þeirra Senoritu og Skúla, og þetta marg-
endurtekna ,,eg hvgg“ sem Ólafi er lagt
í munn. Aftur er margt í sögunni,sem
er aðdáanlega sagt. Eg vil benda
á í því sambandi samræðu þeirra
Cajo’s og Bastillhos. Eg get ekki betur
séð, en það sé sálarfræðislega hárrétt
hugsað. Hitt er þó enn listfengara,
hvernig haldið er á efni, þegar Haraldur
er í lífshættunni í gljúfrunum, og eins
frásagan um björgun hans. Svo ritar
enginn viðvaningur. Verði það sem
eftir er þeirrar sögu eins vel gert og það
sem komið er fyrir almennings augu,
verður sagan sem heild kærkominn gest-
ur með Vestur-íslendingum.
Hugsjón hvers manns, er háu og göf-
ugu takmarki nær, er sú: að vaxa. Flest-
unr Vestur-lslendingum fremur heflr
Magnús sýnt einlægni og staðfastan á-
setning í að láta sér fara fram. Jafnvel
um hið Ianga og þungbæra veikinda tíma-
bil sitt hefir hann áorkað meiru í þá átt
en þeir, sem stálhraustir eru. Og þar
sem svo langt er komið, vil eg segja við
hann eins og Hannes Hafstein sagði við
annað og meira íslenzkt skáld:
„HvaS dvelst þér? Syng, því mikið eftir er,
og enn þá vér hins beza frá þér vonum“.
Eg hefi reynt að gleyma því meðan eg
ritaði línur þessar, að Magnús er vinur
minn, en að eins segja eins og Cracknell:
,,Palmam qui meruit ferat“.
Hjörtur Leó.
ÍSLENZKUR
ÖLDURMADU R.
LL þau ár, er Islendingar hafa átt
L/ heima hér í Winnipeg, hefir einung-
is einn öldurmaður setið í bæjar-
stjórn úr flokki þeirra, og sætir það eigi
lítilli furðu. Auðvitað eru til þess ýmsar
orsakir og margar eðlilegar. Það er
launalaust embætti, en til þess getigur
tími all-mikill. Islendingar sem til þess
myndi hæfir, hafa hingað til verið svo
önnum kafnir með að sinna eigin störfum,
að þeir hafa naumast séð sér fært, að
færast annað í fang.
Eini Islendingurinn, er setið hefir áður
í öldurmannaráði bæjarins, er Árni Frið-
riksson, kaupmaður. Og heyrt höfum
vér hann segja, að hann hafi alls ekki lang-
að til að hafa það embætti lengur á hendi.
Samt sem áður virðist það nærri brýn
nauðsyn, að Islendingar eigi þar einhvern
ötulan og málsmetandi mann að fulltrúa.
Bæði er þeim það sjálfum sómi og hagur,
þar sem svo margt fólk þjóðar vorrar á
hér eignir og bólfestu.
Við síðustu kosningar 13. þ. nt. var
Arni Eggertsson, fasteignasali, kosinn
öldurmaður í 4. kjördæmi bæjarins. Er
öllum, er þann mann þekkja, þetta hið
mesta gleðiefni, því hann er sérlega fær