Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 2
82 BREIÐABLIK þeir tómar sjónhverfing'ar,ef smug- an, sem þeir horfa út um, er frá- munalega þröng. Gyðingar voru í fornöld óum- ræðilega þröngsýn þjóð, þrátt fyr- ir það, að þeir voru trúhneigðir menn. Þeir áttu bágt með að gjöra sér í hugarlund, að sá guð, sem þeir trúðu á,skifti sér nokkuð af högum annarra þjóða eða léti þeim nokkurn kærleika í té. Svo lítil var smugan, sem þeir horfðu út um yfir lífið og tilveruna. Spámenn risu upp hver á fætur öðrum og vildu kenna þeim að horfa út um gluggann. En þeir voru oftast hrjáðir og hraktir og fengu smánarlegan dauða að laun- um. Mannkynsfrelsarinn kom og sýndi fram á, að guð væri faðir allra manna og færi aldrei í mann- greinarálit. Allir menn væri því bræður, synir sama föður, enda myndiþeir komafráaustri ogvestri, norðri og suðri og setjast að borð- um í ríki himnanna með forfeðr- um Gyðinga, er þeir stærðu sig svo mjög af. En fyrir þessa dýr- legu víðsýni var hann krossfestur. Lærisveinum sínum gat hann ekki sagt alt, sem hann vildi. Þeir voru ekki færir um að veita því viðtöku. En hann hét þeím full- tingi anda síns. Smám saman skyldi þeir leiddir í allan sannleika. Saga mannanna sýnir, hvernig þetta er smám saman að gjörast. Fullkomnara skilning eru menn stöðugt að fá á sannleikanum. Ótal margt skilja menn eflaust nú, sem lærisveinunum hafði ekki skil- ist. En hve framförin er óumræði- lega hægfara! Mennirnir eru svo tregir að yfirgefa smuguna, þótt verið sé að sýna þeim gegn um gluggann. Samt sem áður er ekkert að ör- vænta. Andi sannleiksins, andi mannkynsfrelsarans, guð sjálfur, er með íallri leit mannanna. Hann leiðir þá frá einni sjónarhæð til annarrar, -— ósjaldan án þess þeir viti eða kannist við, hver það er, sem heldur í hönd þeim. Hann er í rannsóknum vísindanna og heilabrotum heimspekinganna. Hann er í listum og skáldskap. Hann er í frelsisbaráttu þjóðanna. Og um fram alt er hann þar sem siðfræði og trúfræði er annars veg- ar til að gjöra mennina víðsýnni í þeim efnum og auðugri að þekk- ingu hinnar æðstu speki. Hvarvetna eru mennirnir að nema ný lönd. Og þeirri land- námstíð er ætlað að halda áfram jafn-lengi tilveru þeirra. Hleypi- dómar og blind fastheldni við gömul sjónarmið varpa þokum og torfærum á leið þeirra og tefja fyr- ir. Síngirni og úlfúð er fjötur um fót þeirra. Margir þykjast eiga allan sannleikann og álíta goðgá að seilast lengra. Bræður verða þeir einir þá, sem sitja við sömu smuguna. Hinir, sem horfa út um rúðuna, eða hafa verið svo djarfir að opna gluggann — óvinir sannleikans, glötunarinnar börn. En hvað um það! Sannleiks-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.