Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 4
84 BREIÐABLIK skorður, sem bannað hafa konum að takast öll sömu störf á hendur og karlmenn, eru konurnar sjálfar farnar að spyrja með mikilli al- vöru: Hvert er hið eiginlega ætl- unarverk konunnar? Er henni ekki ætlað að leggja einhvern sér- stakan skerf til heimsmenningar- innar, sem hún ein getur lagt, og byggist á kvenlegu eðlisfari henn- ar? Ef þessu er svo farið, verður þá ekki háleitasta skyldan ávalt sú, að sjá um, að það ætlunarverk sé sem bezt af hendi leyst og sá skerfur, sem konan ein fær af mörkum látið, sem fullkomnastur? Hvaða ætlunarverk er það, sem hér um að ræða? Hvaða skerf leggur konan til heimsmenningar- innar, sem enginn annar getur lagt? Þann að vera móðir. Flest- um kemur saman um, að það sé allra dýrlegasti skerfurinn. Með engu móti sannar maðurinn betur yfirburði sína yfir dýrin, en þar sem starf móðurinnar er annars vegar. Móðurumhyggjan vex eft- ir því sem lífið er á fullkomnara stigi með dýrunum. En meðþeim fullkomnustu nær hún ekki lengra en það, að séð er um ungviðið meðan því er ómögulegt að sjá sjálfu sér fyrir þörfum sínum. En um leið og það kemst svo á legg, að það með nokkuru móti geti verið sjálífært, hættir móðirin að hugsa um það. Móðurkærleikur- inn virðist þá hverfa og móðirin gleyma afkvæmi sínu. Hvergi þarf móðirin jafn-mikið að leggja í sölurnar eins og þar sem maðurinn er annars vegar. Ómagahálsinn er þar lang-lengst- ur, maðurinn langt um ósjálffær- ari en önnur ungviði framan af æfi sinni. Móðurkærleikurinn sýnist þar vaxa en ekki minka. Sumir halda því fram, að hann verði aldrei meiri, en þegar barnið er komið út í lífið og farið að spila upp á eigin spýtur. Móðirin er þá enn reiðubúin að leggja alt í sölur fyrir það. Ef á þarf að halda, fórnar hún aftur lífi og kröftum fyrir afkvæmi barnsins. Eftir því sem þjóðirnar eru lengra komnar í siðmenningu er móðurskyldunnar betur gætt. Með þeim þjóðum, erskemst eru komn- ar í menningarlegu tilliti, er móð- urkærleikurinn áfremur lágu stigi. En með þeim þjóðum, sem lengst eru komnar og ægishjálm berayfir öðrum, er móðurkærleikurinn sú dygð, sem mest ber á og lang- mestu sýnist til leiðar koma. Framfarir mannkynsins og vax- andi menningarþroski sýnist því að eigi litlu leyti vera undir því kominn, að mæðurnar ræki skyld- ur sínar æ betur og betur. Móð- urástin er grundvöllur heimilisins og heimilislífsins. Án hennar enginn kærleikur barnanna til for- eldranna og engin sú lotning, sem honum fylgir. Án hennar myndi verða lítið um fórnir kærleik- ans á öllum svæðum. Án henn- ar myndi kærleikurinn í göfugustu mynd kulna út. Án hennar yrði

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.