Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 1

Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 1
 BREIDABLIK. Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI II. Ar. NOVEMBER 1907. Nr. 6. ANDLEG VIÐSÝNI. V ^ ETURINN er þegar geng- inn í garð. Vetrarglugga eru menn að setja á hús sín utan yfir þá, sem áður voru. Það eykur ekkí birt- una, en það eykur skjólið. Það bætir fráleitt loftið, né eykur víðsýnið, því á vetrum forðast menn að opna glugga nema ör- sjaldan, en láta sér lynda að opna að eins litla loftsmugu neðan við rúðuna. Vér gengum eftir stræti einu fyrir nokkuru síðan. Vér tókum eftir húsi,sem vetrargluggar höfðu verið settir fyrir á undan öðrum húsum. Maður sat fyrir innan gluggahn og horfði út,—ekki gegn um gluggarúðuna sjálfa eins og títt er, heldurgegn um loftsmug- una undir gluggarúðunni. Skyldi honurh þykja víðsýnin of mikil, ef hann horfir gegn um rúðuna, spurðum vér sjálfa oss. Skyldi hann kunna betur við, að sjá ekki yfir nema örmjóa rönd strætisins í einu, heldur en að horfa yfir mik- inn hluta þess? Utsýni mannanna yfir heiminn og tilveruna var í upphafi álíka víðtæk og mannsins gegn um um smuguna. Saga mannanna er saga þess, hvernig þeir hafa smám saman komist uppáaðþoka scr frá smugunni og upp að rúð- unni og horfa gegn um hana. Þeir, sem djarfastir hafa gjörzt, hafa lokíð upp glugganum og rekið út höfuðið. Lengra hafa þeir naumast kom- ist. Hin sanna víðsýni er enn naumast tíl. Enginn hefir orðið svo frægur að horfa yfir alt land sannleikans. Það heyrir varla til því stigi mannlegrar tilveru, sem vcr þekkjum hér í mannheimum. Þó er munurinn óumræðilega mik- ill, hve mikið af landareign hans menn horfa yfir, eftir þeirri sjónar- hæð, sem þeir velja sér. Oft sjá

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.