Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 10

Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 10
90 BREIÐABLIK er haldið fram og frekari skýringar gefn- ar á ýmsum atriðum. Ekki stendur Campbell einn uppi með skoðanir sínar á kristindóminum, heldur eru það skoðanir, sem lengi hafa verið að ryðja sér til rúms í hugum margra hinna sterk-trúuðustu manna. Samt sem áður eiga þær enn fyrir hendi að skýrast og verða miklu ljósari. En það mun mönn- um verða skiljanlegra eftir en áður, að kristileg hugsan má aldrei verða að stein- gjörfingi, heldur vera stöðugt að brjótast áfram, til að gjöra sér ljósari grein og gleggri fyrir lífsskoðan sinni, sem hlýtur að breytast, eftir því sem þekking mann- anna vex, þó eðli trúarinnar sé ávalt hið sama. Á þýzkalandi og í Noregi eru ýmsir helztu menn lútersku kirkjunnar nú að tala um sömu efni og Campbell í ræðu og riti. FRELSISBARÁTTAN Á RÚSSLANDI. Þriðja dúman. Alþingi Rússa nefnist dúma eins og kunnugt er og hafa þegar tvær verið háðar. Dúman var sett á stofn til að afstýra uppreistinni þar í landi út af óstjórn Rússa og hrakförum þeirra fyrir Japansmönnum. Rússnesku aðalsmenn- irnir hræddust nýmæli þetta eins og heitan eldinn. Þeir óttuðust,að þar myndi þjóð- arviljinn fá að ráða, en það finst þeim öllu öðru geigvænlegra. Því það muni koma einkaréttindum þeirra og einvaldsstjórn fyrir kattarnef. Fyrsta dúman kom sam- an og þar rættist alt, sem íhalds-og höfð- ingjaliðið hafði mest kviðið. Þávarhenni slitið með skyndi. Önnur dúman kom saman. Öllum varúðareglum hafði stjórn- in þá fylgt við kosningarnar, sem henni gátu hugkvæmst og ætlað að tryggja sér fylgi þingmanna með alls konar ófrelsis varnöglum. En það fór eins. Sú dúma varð býsna eindregið þjóðréttindanna megin og á móti stjórninni; svo var henni slitið. Þriðju tilraunina er nú verið að gjöra. Ýmsar frelsisskerðingar hafaverið gjörðar í sambandi við kosningarlögin, til þess að sjá um, að þessi þriðja dúma yrði keisarans megin. En ýmislegt bendir á, að stjórnin hafi enn verið ofurliði borin ogað eins ilt kunni að verða fyrirhanaað ráða við þessa 3. dúmu og systur henn- ar. Smátt og smátt virðist því Rússland vera að endurfæðast stjórnarfarslega. Afturhaldsöflin verða vonandi ekki nógu máttug til að stöðva frelsis og framfaraþrá þjóðarinnar. Vér vonum, að frjálsu þjóðirnar,þar sem þjóðræði fyrir löngu er sezt að völdum, fái brátt þann fögnuð að skipa endurfæddri rússneskri þjóð á bekk með sér. ÚR HEIMI VÍSINDANNA. 1. Þráðlaus skeyti. Nýlega var sett á stofn hér í Kanada Marconi-stöð, sem sendir viðstöðulaust þráðlaus skeyti yfir Atlanshaf fyrir hálfu minna gjald en áður. Myndi nú ekki bræður vorir á íslandi hafa getað látið sér nægja slíka stöð, sem þeir hefði getað fengið fyrir hálfu minna fé en sæ-símann? Vel hefði það að líkindum komið sér fyrir þá að geta talað við umheiminn með hálfu minni kostnaði en nú á sér stað. Marconi- skevti frá Kanada til Norðurálfu kosta nú nákvæmlega hálfu minna en símskeyti.— Næsta sporið áfram verður sjálfsagt, að farið verður að senda þráðlaus telefón- skeyti. Enda sýnist byrjan þess þegar gjör í Bandaríkjum í bænum Norfolk í Virginia,þar sem þess konar tilrauna-stöð hefir verið reist af vísindamanninum De Forest. Er þar talað saman þráðlaust og viðstöðulaust yfir tveggja mílna svæði. Naumast verður þess langt að bíða, að sú fjarlægð verði lengd, svo sú uppfundn- ing er varla langt undan landi. Á her- skipum, er tilheyra sama flota, á þegar

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.