Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 15

Breiðablik - 01.11.1907, Blaðsíða 15
BREIÐABLIK 95 Hinn virðulegi vörður laganna hugsaði stundarkorn um atburð þenna frá sjónar- miði lögfræðinnar. Hann skimaði upp og niður eftir veginum, varð þar einskis var, rétti út hægfri hönd sína og stakk hinni vinstri í vasann. Að augnabliki liðnu kom hann með tíu franka gullpening milli feitu fingranna og rétti honum dálítið órólega. “Það eru heimskuleg kaup, meir en lítið, að borga tíu franka fyrir hlut, sem manni er boðinn fyrir fimm, murraði hann hálf-gramur. En meðan hann var að hugsa sig um, heyrði hann flækinginn segja í hálfum hljóðum. ‘■‘■Diable! Þarna koma þá löggæzlu- riddarar!” Þetta vakti málaflutningsmanninn úr draumi; hann sneri sér við og varð tveggja löggæzluriddara var, sem nálg- uðust og létu efldu gæðingana brokka hægt. Hann varð rauður í andliti, stökk úr sæti sínu niður á veginn,þreif utan um ræningjann og hélt höndum hans blýföst- um niður með hliðum hans. ,,Hvað gengur að yður?“ spurði mað- urinn. ,,Þér komist nú að raun um það!” sagði Escartepoint með hetjulegri kaldhæðni. Svo sneri hann sér til löggæzluriddaranna, sem nú voru að koma, og kallaði hástöf- um. ,,Verið þið fljótir ! Eg get ekki haldið honum mikið lengur ! Komið þið með handjárnin ! Eg hefi handsamið þjóf!” Alt komst í uppnám í bænum, þegar þessi litli hópur, Escartepoint, tveir lög- gæzluriddarar og flækingur í handjárnum, kom til Cures. Við bæjarhliðið hafði héraðsdómarinn, tveir málfærslumenn aðrir og allir helztu borgarar safnast saman til að rannsaka landamerkjaþrætu- málið og biðu þeir með óþreyju eftir Escartepoint, sem nokkuð þótti seinfara. Menn furðaði mjög alla, er þeir sáu hann komasvo sigrihrósandi;hann lét bifreiðina fara hægt, til þess að fara ekki fram fyrir hesta löggæzluriddaranna og bandingj- ann, sem gekk milli þeirra; var hann fremurdapur í bragði og virtist ekki taka eftir neinu. Allir voru sólgnir í ævintýrið,en Es- cartepoint gjörði stuttlega grein fyrir því á þessa leið. „Þegar eg var á leiðinni hingað, var þessi flækingur svo djarfur að stöðva för mína og bjóða mér til kaups ljómandi fagran hring, sem hann stal í gær! Án þess að hugsa mig um, stökk eg á hann og eftir dálitlar stimpingar hepnaðist mér að halda honum kyrrurn, þangað til lög- gæzluriddararnir komu. Mér þykir fvrir því, dómari góður, að eg hefi verið svo óheppinn að bæta þessu máli ofan á hið annað.” Allir tóku í hönd Escartepoint og hrós- uðu hugrekki hans; síðan var haldið til lögreglustofunnar. ,,Það var óumræðilega mikil hepni, dómari góður,að þér voruð staddur hér, “ sagði hetjan og skein átiægjan út úr hon- um. „Haldið þér ekki,að hefjaætti fyrstu rannsókn í málinu nú þegar?“ Dómarinn félst á þetta, og skipaði svo fyrir,að réttarhald skyldi byrja með hátíð- legum hætti. í fyrsta sinni tók þá hinn ákærði þjófur til máls. ,,Eg er fús að gefa samþykki mitt til, að fyrsta réttarhald byrji uú þegar, “ mælti hann þýðum rómi, ,,en eg gjöri það með þeim skilmála, að allir þessir herrar verði viðstaddir og gefi mér til kynna nöfn sín.“ Enginn var því mótfallinn,því þeir voru sólgnir í að kanna fólskubrögð glæpa- mannsins til botns, og lögreglustofan er frá ómuna-tíð hæli, þar sem engum er neitað um að njóta réttar síns. Þegar allir voru komnir til sætis, tók ákærði sjálfkrafa til máls. ,,Þér ætlið að spyrja mig um skírnar- nafn mitt og viðurnefni, stöðu mína og ástæður fyrir nærveru minni hér. Eg af- hendi þenna skjalabunka til að gjöra grein fyrir því öllu og sanna, svo ekki sé

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.