Breiðablik - 01.07.1908, Síða 1

Breiðablik - 01.07.1908, Síða 1
BREIÐABLIK. Mánaöarrit til stuðning’s íslenzkri menning. FRIÐRIK J. BERGMANN RITSTJÓRI III. Ar. JÚLI 1908. Nr. 2. AD SVEITAST BLÓDI. Ú er komið á síð- asta mánuð, áður kosningar farafram á fósturjörðu vorri. io. september verð- ur kosið til þings um alt land. Stjórnarbarátta þjóðarinnar næsta aldarfjórðung" verður að líkindum að mjög" miklu leyti undir kosn- ing"aúrslitum þessum komin. Aldrei hefir alvaran verið jafn- mikil og" nú. Áður hefir mönnum oft fundist, að nokkurn vegfinn á sama myndi standa, hver úrslit yrði. Nú finst öllum, sem teflt muni um hærra veðmál en nokkuru sinni áður. Betur og" betur komast menn í skilning- um, að stjórnarbaráttan er eigi leikur. Hún er háalvar- legt mál. Hún er það í stórum stíl, sem sjálfstæðisbarátta ein- staklingsins er í smáum s'tíl. Allrar orku til lífs og sálar þarf hver maður að neyta til að veiða sjálfstæður maður. Gef mérblett, þar sem eg fái staðið, og eg skal hreyfa veröldina, sagði spekingur- inn gríski. Lífsbarátta flestra manna miðar til þess að ná slíkri fótfestu. Til þess sveitast þeir blóði. Heimili, sem enginn fær frá manni tekið, veitir þessa fótfestu. Það er ein- staklingnum skilyrði þess, að hann fái notið sín. Þar er hann konungur. Skyldi heilli þjóð þá eigi vera það fylsta lífsskilyrði að fá þessa fótfestu, til að njóta sín? Skyldi hún eigi þurfa að eignast heimili, sem enginn fær frá henni tekið — þar sem enginn annar á með að segja henni, hvernig hún á að sitja og standa? Heimili, þar sem hún er konungur,—eigi ómynd-

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.