Breiðablik - 01.07.1908, Page 5
BREIÐABLIK
þeir ekkert, nema ástina til fósturjaröar-
innar, sem þeir höföu orðiÖ að yfirgefa.
í dag er 19. þjóðminningardagurinn,
sem þeir halda, hvert árið eftir annað.
Ávalt hefir þeim verið heitt um hjarta, er
þeir hafa minst ættjarðar sinnar.
En aldrei nokkurn þjóðminningardag
hefir oss Vestur-íslendingum verið eins
heitt um hjarta og í dag—það þori eg að
fullyrða.
Hver er ástæðan?
Ástæðan er sú, að alt sem íslenzku
nafni nefnist, bæði austan hafs og vestan,
stendur nú á öndinni. Þegar vér hugs-
um til ættjarðar vorrar í dag, finnum vér
til þess, að fjöll og dalir, haf og hauður,
fífill í túni, álfur í hól, tröll á tindi og
landvættir allar — að eg ekki tala um
mannfólkið, stendur á öndinni af þrá og
eftirvæntingu.
Vér heyrum hjartsláttinn.
I stjórnarbaráttu þjóðar vorrar er nú
komið að tæpasta vaðinu.
Á elfarbakkanum stendur þjóðin hugsi
og horfir yfir uni. Hinum megin fram-
tíðarlandið — fullveðja, sjálfstæð þjóð,
sem að öllu leyti á með sig sjálf og lýtur
engis manns boði eða banni.
En vaðið er hættulegt eins og Maríu-
gerði í Eyjafjarðará—og mörg önnurvöð.
Þar hafa margir druknað.
Straumurinn ér þungur, sandbleyta
nokkur, hylur undir bakkanum — og
brotið vandratað.
Er það vogandi? Fr eigi viturlegra
að slá sér hér niður og fara ekki lengra?
Oss koma ósjálfrátt í hug orð Þorsteins
Erlingssonar:
Og týsi þig yfir til framtíðarlands
og finnist þú vel .tíeta staSið,
þá láttu ekki skelfa þig leiðsög'u hans,
sem leggur á tæpasta vaðið.
Framtíðarlandið! Ætlar þú að láta
þessa elfi aftra þér, íslenzka þjóð, frá að
stíga þangað nokkuru sinni fæti?
Það er eins og gengur. Leiðsögn er
með ýmsu móti. Sumir segja: Þú ratar
ekki brotið, verður föst í sandbleytu eða
2 I
berst út í bylinn og undir bakkann. Hér
hefir margur druknað.
Aðrir segja: Hevr á endemi! Hér
hafa margir komist yfir heilir á hófi,
hundruð og þúsund fyrir hvern, sem
druknað hefir. Það er tæpasta vaðið á
allri leiðinni. En við leggjum út í — í
drottins nafni!
Hvað segja Vestur-íslendingar? Hver
er leiðsögn þeirra?
„Forfeður vorir lögðu á tæpasta vaðið,
erþeirflúðu eignirog óðul fyrir ofríki Har-
alds hárfagra, lögðu yfii um íslands ál,
,,reistu bygðir og bú í blómguðu dalanna
skauti“, — reistu um leið allsherjarríki,
meðan aðrar þjóðir voru í áþján og þektu
eigi frelsið, nema að nafninu einu.
,,Vestur-íslendingar lögðu á tæpasta
vaðið, er þeir slitu sig úr faðmi fóstur-
jarðar sinnar, til þess að geta orðið sjálf-
stæðir menn, fluttust til fjarlægrar heims-
álfu og urpu sér inn í samkepnisstraum-
inn með harðfengustu menningarþjóð
heimsins.
,,Tæpasta vaðið varð forfeðrum vorum
til blessunar. Án þess enginn Gunnar
og enginn Njáll, enginn Sæmundur fróði
og enginn Snorri Sturluson, enginn Þor-
geir Ljósvetningagoði og enginn Einar
Þveræringur.
Tæpasta vaðið varð Vestur-íslending-
um hamingju-vað. Með því að leggja út á
það vað, fundu þeir sjálfa sig—fundu, að
þeir voru jafnokar annarra — fundu ís-
lendinginn og fengu trú á honum.
Tæpasta vaðið verður ávalt hamingju-
vað, ef farið er gætilega eftir brotinu.
Hver sýndi þér það? Hver annar en sá,
sem halda vill í hönd þér og leiða þig
yfir?
Leiðsögn Vestur-íslendinga er því ein-
um rómi þessi: íslenzka þjóð, legg þú
út á tæpasta vaðið. Lát þér eigi nægja
neitt minna en fullkomna sjálfstæði. Full-
veðja þjóð, sem ræður sér að öllu leyt
sjálf—það er orðtakið—gunnfáninn, sem