Breiðablik - 01.07.1908, Qupperneq 6

Breiðablik - 01.07.1908, Qupperneq 6
22 BREIÐABLIK berjast skal undir, þangaö til sigur er unninn. Göfug og dýrleg finst mér frelsisbar- átta þjóðar vorrar. Þinglaus þjóö fyrra hluta nítjándu ald- ar og alt ráð hennar í annarra hendi. En lóur sungu í túni og þröstur á hverri bæjarburst, þangað til alþingi var endurreist um miðja öld. Að koma fram með þær kröfur þá var vissulega að leggja á tæpasta vaðið. En það var gjört hik- laust og—hepnaðist, þrátt fyrir hrakspár allar. Ráðgjafarþing — framför mikil frá því, sem var, en eigi nema skuggi hjá því, sem átti að vera. Löggjafarþing og fjár- forræði—það var næsta vaðið. Tæpt þótti það og íífldirfska að leggja út í. En foringinn góði hélt það væri óhætt. Sínum hvíta hesti hleypti Jón Sigurðsson á undan og — þjóðin fylgdi. Heilan aldarfjórðung var verið að fara yfir, en þá var komið upp á bakkann. En varanlegur samastaður var þar ekki. Lengra var ferðinni heitið. Enn var landinu stjórnað frá Danmörku meir en góðu hófi gengdi og samvinna engin milli þings og stjórnar. Ennlá vað- ið framundan og þótti gapalega tæpt: Drögum stjórnina inn í landið og látum verða innlenda stjórn! Þjóðin lagði enn út í og komstyfirum. Ráðherra var skipaður, búsetturí Reykja- vík, þingræðið innleitt, svo sá verður ráðherra, sem mest fylgi hefir á þingi. Með því samvinna trygð milli stjórnar- innar á aðra hönd og þings og þjóðar á hina. En sá hængur var á, að íslenzki ráð- herrann var skipaður af dönskum ráðgjafa og þarf að bera upp öil meiri háttar lög fyrir konungi í dönsku ríkisráði til sam- þykkis. Því samkvæmt stöðulögunum frá 1871 er ísland óaðskiljanlegur hluti Danmerkur — aukaland — hjáleiga í tún- fæti Danmerkur. Er það viðunandi ? Nei hefir þjóðin verið að segja á und- anförnum árum. Nei hefir bergmálað hærra og hærra milli fjallanna, Nei var hrópað í eyra dönskum konungi, þangað til hann skipaði millilandanefndina. Hún hefir að minni hyggju unnið mikið verk. Sjálfstætt íslenzkt ríki, jafn-rétt- hátt Danmörku, er í raun og veru viður- kent í samningsuppkasti nefndarinnar. Sú viðurkenning er meiri og glæsilegri en flestir höfðu búist við af Dana hálfu. Og samt nær hún mikils til of skamt. Fullveðja má þjóð vor enn ekki verða með nokkuru móti, eftir því sem Danir hyggja. Sjálfir mega íslendingar ekki halda hlífiskildi yfir fiskiveiðum sínum. Þann rétt áskilja Danir sér um aldur og æfi. Sjálfir mega íslendingar ekki semja við aðrar þjóðir um sölu á fiski og kjöti og öðrum afurðum landsins erlendis. Þann rétt áskilja Danir sér um aldur og æfi. Sameiginlegan þegnrétt vilja Danir hafa. Þá bafa þeir tögl og bagldir. Hvað mega þúsundin okkar sín á móti miljónunum þeirra ? Fána má ísland hafa heima hjá sér — að leikfangi. En í förum milli landa má aldrei sýna hann. Aðrar þjóðir mega ekkert annað vita en Danir eigi Island. Það væri óheyrilegt hneyksli, ef einhver út í heimi kæniist að því, að íslendingar ætti með sig sjálfir. Með öðrum orðum: Sjálfsstæðisréttur- inn er með uppkastinu viðurkendurí orði, en honum er neitað á borði. Hugmynd- in um sjálfstætt íslenzkt ríki er viðurkend, en neitað í framkvæmdinni. Danska mamma vill teygja svuntu- hornið sitt í lengstu lög út yfir ísland, svo öðrum þjóðum finnist hún þeim mun þrekvaxnari. Tæpasta vaðið er fram undan enn: ís- land verður að komast undan svuntu- horninu. Eg fæ ekki að því gjört. Eg lít björt-

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.