Breiðablik - 01.07.1908, Page 16
32
BREIÐABLIK
Hann sá líka, að yfir hvirfli hennar
kveiktist geislabaugur, sem varp birtu
sinni yfir andlit hennar.
En fallni maðurinn, er studdist við öxl
hennar, lyfti höfði og spurði: ,,Hver ert
þú ?“
,,Veizt þú ekki, Ólafur konungur?“
svaraði hún, og óumræðileg hátign og
dýrð lýsti af henni.
En í draumnum fyltist Ólafur konung-
ur miklum fögnuði yfir því að hafa kosið
sér að þjóna himnadrotningunni mildu.
Það var fögnuður svo mikill, að aldrei
hafði hann kent annars eins; hannvar svo
mikill, að hann vakti hann.
En er hann vaknaði, var andlit hans
laugað tárum og hann hafði tekið hönd-
um saman til bænar.
LOFTSIGLINGAR.
Aldrei hafa framfarir í loftsigling-atilraunum
verið eins miklar og síðustu mánuði. Lrjár eru
tegundir þeirra loftfara: flugbelgur, sem hægt
er að stýra (dirigible balloon),flugvél (aeroplane)
og loftskip, sem er eins konar sameining beggja
hinna. Allar þessar tegundir er nú verið að
fullkomna af miklu kappi og tilraunir tíðar, er
betur hepnast en nokkuru sinni áður. Sá loft-
farinn, sem frægastur hefir orðið nú síðast, er
þýzkur greifi, Ferdinand voti Zeppelin að nafni.
Loftfar hans er eins og vindill í lagi, 400 feta
langt og 49 fet á breidd þar sem hún er mest.
1. júlí hótst loftskip þetta frá Friedrichshafen
1000 fet í loft upp og síðar fór það 250ofetfrá
jörðu; liggur bærinn, sem það fór upp frá, á
strönd stöðuvatnsins Constance. Siglt var yfir
vatnið, svo snúið við inn í Sviss, farið þar yfir
tjórar kantónur (sveitir),alls konar loftsigl-
ingaíþróttir sýndar yfir bænum Lucerne, farið í
hring yfir Lucerne-vatni, horfið svo aftur til
Constance-vatns; þar var loftfarið aftur látið
skríða inn í naust sitt fyrirstöðulaust. Zeppelin
greifi sjálfur réð ferðinni, sem varaði 12 klukku-
stundir og náði yfir 250 mílur. Konungur og
drotning í Wuertemberg voru með honum og
fjórtán manns til að hagræða skipinu. Ekki er
laust við að aðrar þjóðir sæi ofsjónum yfir því, að
Þjóðverjar skyldi þarna hafa orðið á undan og
spyrði, hverju slík flugvél fengi til leiðar komið í
orustum. En þá vildi það óhapp til, að lofteldi
laust niður í skipið og ónýtti. Hafði greifinn
látið skipið síga niður til aðgerða, en á meðan
skall á þrumuskúr með áköfum stormi. Þjóð-
verjar skoðuðu það sem óhapp, er þjóðin öll hefði*
orðið fyrir, og eru nú að skjóta saman stórfé til
þess annað verði smíðað hið bráðasta. Keisar-
inn símaði greifanum hamingjuóskir sínar, þegar
loftsiglingatilraunir hans hepnuðust svo vel og
stjórnin veitti $100,000 til útgjaldanna. Þetta
sýnir, hve stórkostlega þýðingu menn álíta upp-
fundning þessi geti haft.
Tll wltundaF gefst
heiðruðum kaupendum BREIÐABLIKA, að eg
hefi selt útgáfurétt blaðsins frá byrjan þriðja ár-
gangs félagi, sem nefnir sig Breiðablik Publ-
ishing Company, og framvegis verður útgef-
andi þess.
Beztu þakkir mínar vil eg tjá öllum vinum
mínum, sem unnið hafa að útbreiðslu blaðsins
og greiðslu andvirðis þess, þau tvö ár, sem
liðin eru síðan það byrjaði að koma út. Og
vil eg mælast til þess, að þeir sýni blaðinu
sömu velvild hér eftir og þeir hafa gjört, þó eg
sé eigi lengur einn eigandi þess.
Það sem útistandandi er hjá kaupendum fyrir
2. árgang Breiðablika, greiðist til mín og óska
eg það verði gjört á komanda hausti.
Með virðing og vináemd,
Olafur S. Thorgeirsson
Winnipeg, 1. ág. 1908.
*
Tilk y n ning.
Hér með læt eg hina heiðruðu kaupendur
BREIÐABLIKA vita, að eg hefi tekist á hend-
ur ráðsmensku blaðsins frá byrjan þriðja ár-
gangs. Blð eg því alla, sem viðskifti hafa við
ofannefnt blaðað, snúa sér til mín bæði hvað
borgun og útsending áhrærir. Enfremur vil
eg leyfa mér að minna áað þriðji árgangur er
þegar fallinn í gjalddaga og óska eg því að
andvirðið verði sent mér við fyrsta tækiíæri.
Virðingarfylst,
M. Markússon.
Utanáskrift til blaðsins er:
Breiðablik Publishing Co.,
605 Mclntyre Block, Winnipeg, Man.
BREIDABLI K
Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning-.
Fridrik J. Bergmann
ritstjóri.
Heimili: 259 Spence St., Winnipeg:, Canada.
x Telephone 6345.
Utgefendur :
Breidablik Publishing Co.,
M. Markússon, ráðsmaður.
605 Mclntyre Block, - Winnipeg, Canada.
Verð : Hver árg. 1 doll., á Islandi 4 kr.
Hvert eintak 10 cts.
Borgist fyrirfram.
Prentsmidja Ólafs S. Thorgeirssonar
678 Sherbrooke St., Winnipeg.