Breiðablik - 01.08.1908, Blaðsíða 7
BREIÐABLIK
39
er fólgin í því, að líkja þeim, sem hann er
aö tala við og að einhverju leyti hafa aðr-
ar skoðanir en hann, við draug'a og for-
ynjur eoa kalla þá heiðingja og únitara.
Þegar hann hefir líkt einhverjum við Þór-
óif bægifót eða Glám eða Þorgeirsboia
eða Dritsker, finst honum hann hafi dauð-
rotað andstæðing; það vera þá ekk-
ert eftir af honum. Eða hann kallar menn
sauðaþjófa og Júdasa, eins og nú alveg
nýlega. Þessi faguryrði raða sér í fylk-
ingar í huga hans í hvert skifti, sem hann
þarf að verja skoðanir sínar. Vitaskuld
er enginn meiddur með þessum kínversku
tundursendlum, sem drepa eiga með ó-
daun, nema sjálfur hann og það málefni,
sem hann er að verja. En í stað þess að
láta sér skiljast það, hetír hann tekið svo
miklu ástfóstri við þenna ófögnuð, að
meir verður óþolandi með hverju ári.
Þessi ófagri berserksgangur er orðinn
honum sjálfum, kristindóminum og kirkju-
félaginu til stórmikillar hneisu og sívax-
andi vanza.
Til að vara við þessum ósóma,— að
hann fengi kirkjulega hefð með oss hér,—
flutti eg erindi mitt á kirkjuþingi í fyrra.
Slíkar æsingar eru eitur og óhæfa í kirkj-
unni og hafa komið flestu því illu á stað,
sem þar hefir komist til valda. En síra
Jón lætur sér eigi segjast. Honum finst
þetta yndisleg trúvörn, og kann ekkert
annað lag.
Enn sem komið er,breytir enginn prest-
urinn í kirkjufélaginu eftir honum í þessu.
Þeir bera allir kinnroða fyrir þessari trú-
varnaraðferð. Eins og kunnugt er, fylgja
þeir flestir líkri kirkjulegri stefnu og síra
Jón. En við þá er alla hægt að tala.
Það temur enginn þeirra sér að hrúga
samau ókvæðisorðum í ræðu né riti.
Bæði prestar og leikmenn voru harmir í
huga út af þeirri óhæfu að flytja annað
eins erindi á kirkjuþingi og síra Jón gjörði
nú síðast. Sterkustu fylgismenn hans
báru sig hörmulega út af því ekki síður
en aðrir. Yfirleitt fanst víst öllurn, að
því erindi loknu, að tími hafá verið til
kominn, að síra Jón viki úr forsetastöðu.
Hann minnir á prédikanasafn sitt, og
að eg hafi hrósað því. Heldur hann,
að eg sé í óleysanlegri mótsögn við
sjálfan mig, því nú sé hann sami maður
og þá. Eins og allir þeir, sem fæddir
eru með belgvetlinga á báðum höndum,
heldur hann ávalt, að enginn hlutur geti
haft nema eina hlið. En það er skamm-
góður vermir. Jafnvel hann sjálfur hefir
fleiri en eina hlið. ,,Guðspjallamál“ er
sparihliðin hans; þar talar hann og hugs-
ar eins og hann var vanur að tala og
hugsa á sunnudögum á bezta skeiði æfi
sinnar. Og þar er mikið af fögrum orð-
um og hugsunum. Eg kann að hafa
hrósað þeim of mikið. En mér kemur eigi
til hugar að taka neitt af því aftur. Eg
vona eg sjái ávalt og kannist við alt, sem
hrósvert er í fari síra Jóns og gjöri frem-
ur of mikið úr því en of lítið. Eigi eg ein-
hverja synd á baki í sambandi við um-
mæli mín um prédikanir sírajóns, hlægir
það mig, að það er fremur í þá átt, að
hafa sagt eitthvað of gott en eitthvað
lélegt.
En sá þekkir síra Jón illa, sem að eins
hefir lesið Guðspjallamál. Hann þarf að
lesa allar deilugreinar hans frá upphafi
vega. Hann þarf að hafa lesið og íhug-
að fyrirlestra hans, sérstaklega Að
Helgafelli, þenna síðasta um gildi trúar-
játninga og greinarkorn það um aftur-
göngur, sem eg er nú að svara. Hann þarf
að hafa virt fyrir sér kirkjulega stefnu
hans eins og hún hefir birzt í ,,Sam.“ og
á kirkjuþingum hin síðari ár og nú í
þessu skólamáli. Þá sér hann hversdags
hliðina. Og honum dylst naumast, að
hún er með nokkuð öðrum hætti en hin.
Þar er hann á stöðugum berserksgangi
og hamfarirnar meiri og óskaplegri
eftir því sem hann eldist. Aldrei
eins og nú. Hann veður fram og
aftur með trúvillinga-kylfu sínaogbervið
hann raular jafnvel Ulfars-rímur; keyrir