Breiðablik - 01.08.1908, Blaðsíða 15
BREIÐABLIK
47
mörk. Jörðin var þakin beittu, oddhvössu
snyddugrjóti og innan um skein í svarta
vatnspytti. Grænt grasstrá var þar ekki,
ekkert tré og ekkert lífsteikn.
Upp á steinsnyddurnar hafði nú múgur
tordæmdra skriðið. Þeir héngu út yfir
bergsnasirnar, eins og í von um að geta
komist upp úr klettagjótunni, en er þeir
sáu, aö þeir máttu hvergi komast, héldu
þeir kyrru fyrir eins og steingjörðir af
örvæntingu.
Nokkura þeirra sá hann sitja og ligg'ja
með útþandar hendur í eilífri þrá, mæn-
andi augum upp á við. Aðrir héldu hönd-
um fyrir andlit sér, eins og ekkert gæti
framar veitt þéim nokkura von. Allir
voru þeir öldungis hreyfingarlausir. Sum-
ir þeirra lágu í vatni, án þess að gjöra
minstú tilraun til að komast upp úr.
Óttalegast var, að fjöldinn var ótelj-
andi. Það var eins og gjótubotninn eigi
væri annað en líkamir og höfuð.
Og sankti Pétur var hrifinn nýrri ang-
ist. )>Eg er viss um, hann finnur hana
aldrei“, sagði hann við drottin.
En drottinn leit á hann sömu rauna-
legu augum og áður. Hann vissi, að
það þurfti sankti Pétur eigi að óttast hið
minsta.
Vitaskuld gat engillinn ekki fundið
móður sankti Péturs þegar í stað í þess-
um mikla sæg fyrirdæmdra. Hann
breiddi út vængi sína og sveif fram og
aftur yfir afgrunninum, meðan hann leit-
aði hennar.
Alt í einu kom einn þessara fyrirdæmdu
aumingja í dýkinu auga á engilinn. Hann
stökk upp,breiddi út hendurnar móti hon-
um og hrópaði: ,,Tak þú mig, tak þú
mig!“
Þá komst alt í einu fjör í allan hópinn.
Allar þær miljónir miljóna, sem örmagn-
ast í vonda staðnum, þutu af stað, breiddu
hendur út mót englinum og grátbændu
hann að færa þá upp í Paradís hinna
hólpnu.
Óp þeirra bárust alla leið upp til drott-
ir.s og sankti Péturs, svo hjörtu þeirra
titruðu af harmi af að heyra þau.
Etagillinn sveif hátt uppi yfir hinum
fyrirdæmdu, en er hann flaug fram og
aftur til að finna þann, sem hann leitaði,
þustu þeir allir á eftir, svo út leit eins og
væri þeim feykt áfram af stormbyl.
Loks kom engillinn auga á hana, sem
hann leitaði eftir; hann vafði vængjum
saman á baki sér og steypti sérniðureins
og leiftur. Og sankti Pétur æpti upp
yfir sig af fagnaðarundran, er hann sá
hann vefja móður sína armi og hefja hana
upp.
,,Guð launi þér,að þú færir mér móður
mína“, hrópaði hann.
Drottinn lagði hönd sína til viðvörunar
á öxl sankti Pétri, eins og hann ætlaði að
segja, að of snemt væri enn að vera með
fagnaðarlátum.
En sankti Pétur grét nærri því af gleði
yfir, að móðir hans var frelsuð, og hon-
um gat ekki skilist, að nokkuð gæti hér
eftir orðið þeim til aðskilnaðar. Og til
enn meiri fagnaðar fann hann, þegar hann
sá, að svo fljótur sem engillinn hafði ver-
ið, höfðu þó fáeinir fordæmdra verið enn
fljótari: þeir höfðu leitað lags og náð
haldi í hana, sem nú átti að frelsast, svo
þeir yrði líka bornir upp í Paradís urn leið.
Það voru víst einir tíu, sem héldu
dauðahaldi í gömlu konuna. Og sankti
Pétri fanst það móður sinni míkill heiður,
að hún gæti frelsað svo marga óláns-aum-
ingja úr fyrirdæmingunni.
Drottinn stóð kyr og lét ekkert á sér
bera, en sankti Pétur hét því, að hann
skyldi telja um fyrir honum þangað til
allir þessir ólánsmenn fengi að vera í
Paradís.
Engillinn gjörði heldur ekkert til að
aftra þeim frá að fylgjast með. Það leit
út fyrir, að byrðin ofþyngdi hann ekki;
hann hófst hærra og hærra og sveiflaði
vængjum svo léttilega, eins og væri það
dauður fuglsungi, sem hann bæri upp
til himna.