Breiðablik - 01.08.1908, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK
41
fram, aS síra Jón ætti aS vera forseti
áfram. Þá fer fer hann aftur aS linast
og tala um, aS ekki sé hann of góSur aS
taka á móti öllum skellutium, ef menn
vilji, eins og hann hefir gjört á öllum
kirkjuþingum, sem eg man eftir. Fundu
þá allir, aS greiSa yrSi atkvæði um þá
báða, síra Björn og síra Jón. Sú tilfinn-
ing var svo greinileg og almenn, aS síra
Björn neySist til aS standa á fætur og
segjast ekki vera í vali móti síra Jóni.
Samt myndi aS líkindum atkvæði hafa
verið greidd um þá síra Jón ag síra Björn
og var mönnum kunnugt um, að síra
Björn yrSi kosinn, ef til kæmi. Til þess
nú aS hjálpa út úr þessari klípu og eiga
ekkert á hættu meS, aS síra Björn tæki
ekki kosningu, stendur einn þingmanna
upp, bendir á Roosevelt, forseta Banda-
ríkjanna. Hann hafi sagt fyrir fjórum
árum, aS hann tæki ekki forsetakosning
aftur og nú hafi hann sýnt, að hann sé
maður til að standa viS orð sín. Nú ætl-
ist hann til hins sama af forseta kirkjufé-
lagsins, aS hann sé maSur til aS standa
viS orð sín, úr því hann liafi eitt sinn sagt,
aS hann tæki ekki kosningu. Hefði síra
Björn þurft aS lýsa yfir, að hann væri
ekki í vali móti síra Jóni, ef hann hefSi
ekki verið genginn í sig aftur? ESa hefði
BandaríkjamaSurinn þurft vinsamlega að
ögra honum til aS standa við orS sín með
dæmi Roosevelt forseta? En þaS dugSi.
Þá tók sira Jón af öll tvímæli og svo gekk
forsetakosningin vel.
Það hiýtur aS hafa verið einhver
óheilladís,sem hvíslaSi því í eyra sírajóni
að fara aS minnast á þetta í afturgöngu-
grein sinni. Aldrei hefði veriS viS því
hróflaS af mér annars. ÞaS var engin
ástæða til fyrir hann og kemur eins og
skollinn úr sauSarleggnum. Aldrei hafa
menn eins kent í brjóst um síra Jón,
og þegar menn sáu þaS fát, sem á hann
kom, þegar augljóst varð, hvaS fram
myndi koma. ASal-ástæðan var, aðhiut-
drægni hans hafði stöðugt orðiS meiri,
en aldrei eins augljós og á næst-síSasta
kirkjuþingi.
Það hefSi fariS miklu betur á því, aS
ásetningurinn eftir heils árs umhugsan
hefði veriS ofurlítið ákveSnari og miklu
hyggilegra, aS hann hefði orðiS aS fram-
kvæmd fyrir löngu. í flestum kirkjufé-
lögum er þaS órituS hefð, að sami forseti
sé eigi kosinn oftar en þrisvar hvað eftir
annaS.
AS síðustu segir síra Jón margslitna
Reykjavíkur-sögu, sem saurrennulykt er
af, til að sýna fram á, að eg sé að draga
athygli manna frá skoSunum mínum.
Hann heldur hann geti kitlaS til-
finningar manna með sögunni. Olium
finst víst hún vera fremur óheppilega
heimfætð, sem um hana hugsa. Er eg
aS breiða yfir skoSanír mínar? Er eg
ekki einmitt aS reyna að tala um þær
svo allir skilji? BæSi á kirkjuþingi og
hvar sem tækifæri er til, tala eg um þær
eins opinskátt og mér er frekast unt og
því hefi eg hugsað mér að halda áfram,
án þess aS láta nokkurn binda fyrir munti
mér. Hvíta trafinu hefi eg bundið um
fótinn, til þess allir mætti sjá, hvert eg
hefi stigið.
Mér ketnur ekki til hugar að skammast
mín fyrir skoSanir mínar. Eg hefi dá-
litlu að tapa en ekkert að græða við að
halda þeim fram. En þær eru mér heilagt
mál og í mínum huga stórmikill ávinn-
ingur í kristilegu tilliti. Ef þær eru það
ekki í sjálfu sér, falla þær og verða að
engu. En eg ber engan kvíðboga fyrir
þeim. Eg er eins viss um sigur þeirra í
aðal-efni og eg er viss um að sól rís að
morgni. Og sigurinn verður þeim mun
fyrri, sem meira verður að líða vegna
þeirra.
En hin yndisiega trúvarnaraðferð síra
Jóns hefir teymt mig út í útúrdúra með
honum í þetta sinn. Það var óþarfi
fyrir hann, að fara að hrófla viS þessum
atriðum og líklega lítill gróði. Sá, sem
býr í glerhýsi, ætti ekki aS kasta stein-