Breiðablik - 01.08.1908, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.08.1908, Blaðsíða 14
46 BREIÐABLIK Þá sagfði sankti Pétur loksins frá því, hví hann væri svo harmsfullur. , ,Eg átti gamla móöur“, sagSi hann ,,og hún dó fyrir tveim dög'um“. ,,Nú skil eg út af hverju hrygS þín er“, sagSi drottinn; ,,hún er af því, aS móSir þín er eigi komin til Paradísar. “ ,,Já, svo er!“ sagSi sankti Pétur og var illúSlegur á svip, eins og gæti hann tekiS drotni fyrir kverkar. En í staS þess tók hann að hágráta. ,,Mér finst, eg hefði átt þaS skiliS, aS hún hefSi fengiS aS koma upp til mín“, sagSi hann. En þegar drottinn hafSi fengiö vitn- eskju um, hvaö sankti Pétri var til sorg- ar, þá varö hann eigi síBur hryggur. Því móSir sankti Péturs hafSi eigi hagaö sér svo, að hún gæti komist til himna. Hún hafði aldrei um annaö hugsað en raka saman peningum og aldrei hafði hún haft skilding eða brauSbita handa aumingja fátæklingum, sem börSu aö dyrum hjá henni. Og nú fanst drotni, hann eigi geta fengiö af sér aö segja sankti Pétri, aö móðir hans hefði verið svo ágjörn, að hún gæti ekki öðlast sáluhjálp. „Sankti Pétur“, sagði hann, ,,hvernig veizt þú, hvort móður þinni myndi líða vel hjá okkur?“ ,,Þetta segir þú að eins til að losast við að bænheyra mig“, sagði sankti Pét- ur. „Hverjum myndi eigi líða vel í Paradís ?“ ,,Þeim, sem eigi finnur til fagnaðar yfir fögnuði annarra, ■— honum líður ekki vel hér“, svaraði drottinn. ,,Það eru þá fleiri en móðir mín, sem ekki eiga heima hér“, sagði sankti Pétur, og drottinn varð þess var, að hann átti við hann. Og hann varð hryggari og hryggari yfir því, að sankti Pétur skyldi hafa orð- ið fyrir þessari sorg; hann wissi naumast, hvað hann sagði. Hann hinkraði við og beið þess, að sankti Pétur iðraðist þess, sem bann hafði sagt, og léti sér skiljast, að móðir hans ætti ekki heima í Paradís, en sankti Pétur sat við sinn keip. Þá kallaði drottinn engil til sínogskip- aði honum að fara niður í vonda staðinn og færa móður sankti Péturs upp í Paradís. ,,Ó, lofa þú mér aS sjá, þegar hann kemur með hana“, sagði sankti Pétur. Drottinn tók í hönd sankti Péturs og leiddi hann út á klett, þar sem þverhnípi var niður, og hann sýndi honum, að hann þyrfti að eins að teygja sig ofurlítið út yfir brúnina, svo hann sæi beint niður í vonda staðinn. Þegar sankti Pétur horfði niður, gat hann í fyrstu ekki greint meir, en þó hann hefði horft niður í brunn. Það var eins og botnlaust dýpi opnaðist fyrir honum. Hið fyrsta, sem hann varð var, var engillinn, sem þegar var á leið niður í hyldýpið. Hann sá, hvernig hann skund- aði niSur í myrkrið mikla án þess að ótt- ast, og breiddi ofurlítiS út vængina til þess fallhraðinn yrði ekki of mikill. En er augu sankti Péturs höfðu vanist myrkrinu dálítið, fór hann að sjá betur og betur. Hann varS þess fyrst var, aS Paradís lá á fjallþsem lá í kring um breiSa gjótu og á botni hennar var bústaður fyrirdæmdra. Hann sá, að engillinn hélt áfram að hverfa dýpra, lengi-Iengi, þang- að til hann var kominn alla leið. Hatin varð óttasleginn mjög, er hann sá, hve djúpt var niður. Drottinn leit til sankti Péturs stórum, raunalegum augum. ,,Það er engin byrði svo þung, að engill minn fái ekki bor- iS“, sagði hann. Svo djúpt var niður í hyldýpi þetta, að enginn sólargeisli komst þangað; þar var kolsvart myrkur. En það var eins og engillinn, sem nú kom fljúgandi, kæmi meS ofurlítið Ijós og birtu með sér, svo sankti Pétur átti hægra meS að gjöra sér grein fyrir, hvernig umhorfs var þarna niðri. Það var endalaus, myrk urðar-eySi-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.