Breiðablik - 01.08.1908, Blaðsíða 16

Breiðablik - 01.08.1908, Blaðsíða 16
48 BREIÐABLIK En þá sá sankti Pétur, að móöir hans tók að slíta sig af hinum fordæmdu, sem héngfu í henni. Hún tók um hendur þeirra og losaði tökin, svo hver á fætur öðrum steyptist aftur niður í vonda slaö- inn. Sankti Pétur heyrði eigfin eyrum,hvern- ig- þeir báðu hana ogf grátbændu, en hún gat ekki liðið, að neinn annar yrði hólpinn en hún sjálf. Hún losaðist við fleiri og fleiri og steypti þeim niður í afgrunn- inn. Við hvert fall fyltist geimurinn kveinstöfum og formælingum. Þá kallaði sankti Pétur til móður sinn- ar, að hún skyldi auðsýna miskunnsemi; en hún vildi ekki með nokkuru móti heyra. Hún hélt fram uppteknum hætti. Og sankti Pétur sá, að engillinn flaug hægar og hægar, eftir því sem byrðin léttist. Síðan skulfu fætur hans undir honum og hann féll á kné. Loks var að eins einn einasti eftir, sem hélt sér í móður sankti Péturs. Hann hefði vafið örmum um háls henni og nauðaði og grátbændi í eyra henni, að hún vildi vera svo væn að lofa sér að fylgjast með inn í blessaða Paradís. Þau voru nú svo langt komin, að sankti Pétur var farinn að breið'a hendur út, til að taka á móti móður sinni. Hon- um fanst engillinn ekki þurfa að hreyfa vængi nema svo sem tvisvar, til að kom- ast upp á fjallsbrúnina. En þá hætti engillinn snögglega að hreyfa vængina, og auglit hans. varð myrkt eins og nóttin. Því nú seildist gamla konan með hönd- um sínum aftur fyrir sig og greip um hendur þess, sem hélt um háls henni ; hún reif og sleit, þangað til henni tókst að losa tökin, svo nú var hún orðin laus við hinn síðasta. í sama vetfangi féll engillinn marga faðma niður, eins og hefði hann eigi mátt til að hreyfa vængi. Hann leit til hinnar gömlu konu sárum raunasvip. Tökin um mitti hennar losn- uðu sjálfkrafa og hann lét hanafalla, eins og væri hún honum byrði of þung, nú er hún var ein orðin. Síðan hófst hann með einni vængja- sveiflu upp í Paradís. En sankti Pétur lá lengi á sama stað og hágrét og drottinn sat grafkyr við hlið hans. „Sankti Pétur“, sagði drottinn að lok- um, „aldrei hefði eg haldið þú myndir gráta svo, þegar þú værir kominn í Para- dís“. Þá lyfti sá gamli drottins þjónn höfði og svaraði: ,,Hvers konar Paradís er þetta ? Eg heyri angistaróp ástvina minna og sé eymd meðbræðra minna !“ En auglit drottins varð dapurt af dýpstu hugarraun. ,,Hvað myndi eg fremur vilja en veita yður öllum Paradís, fulla ljóss og hamingju“, sagði hann. ,,Og skilur þú ekki, að það var þess vegna, sem eg steig niður til mannanna og kendi þeim að elska náungann eins og sjálfa sig. Því það skalt þú vita, sankti Pétur, að eins lengi og kærleiksleysið er sterkast í fari þeirra, er griðastaður eng- inn á himni eða jörðu, þar sem sársauki og kvöl nær eigi til þeirra“. BREIDABLIK Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning. Fridrik J. Bergmann ritstjóri. Heimili: 259 Spence St., Winnipeg, Canada. Telephone 6345. Utgefendur: Breidablik Publishing Co., M. Markússon, ráðsmaður. O 5 Mclntyre Block, - Winnipeg, Canada. Verð : Hver árg. 1 doll., á íslandi 4 kr. Hvert eintak 10 cts. Borgist fyrirfram. Prentsmidja Ólafs S. Thorgeirssonar 678 Sherbrooke St., Winnipeg.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.