Breiðablik - 01.08.1908, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK
35
innar. Hún leitast við að greina
sorann frá gullinu í trúarbrögðun-
um. Sýnir fram á, hvað sé af
mannlegum toga spunnið og- hvað
það sé, sem ævarandi sannleiks-
g"ildi hefir. Rétttrúnaðarkerfin
legfgur hún litla áherzlu á. Þau
eru að all-miklu leyti orðin eins
og veg'g'ur á milli mannanna og
frelsarans. Að svo miklu leyti,
sem veggurinn skyggir á Krist,
er hann þá rifinn niður.
Ekkert, sem skyggir á frelsar-
ann og þá guðshugmynd, sem
hann gaf mönnunum, getur verið
sannleikur. Það hlýtur alt að vera
mannlegur misskilningur, hvort
sem það kemur fram í ritningunni
eða kenningarkerfum kirkjunnar.
Með öllum þeim þekkingarskil-
yrðum, sem nú eru fyrir hendi,
leitast nýja guðfræðin við að gjöra
sér grein fyrir, hvað hann sagði
og í hverju frelsisverk hans var
fólgið. Samróma skoðar hún
hann sem uppsprettu hinnar full-
komnustu guðsþekkingar, sem til
er í heiminum. Hann og orðin
hans skera úr, þegar dæma skal
um einstök atriði þeirrar guðshug-
myndar.
Hatin fekk mönnunum ekkert
kenningarkerfi.
Það hefir myndast í huga þeirra
sjálfra. En hann fekk mönnunum
guðshugmynd, skýrari og dýrlegri
en þeir höfðu áður átt. Hann
kendi þeim að þekkja guð sem
föður, að umgangast hann sem
föður, biðja hann sem föður.
Hann leiddi mennina inn í sama
samfélag við föðurinn og hann
stóð í sjálfur. Lífssambandið við
guð,sem veittist fyrir drottin Jesúm
Krist, er þungamiðja kristindóms-
ins,—hugarfarið hans, lífið hans,
fórnin hans.
Að þetta sé alfa og ómega, upp-
haf og endir alls kristindóms, hefir
hin nýja guðfræði látið sér skilj-
ast betur en nokkuru sinni áður.
Kenningarkerfin, —rétt-trúnaður-
inn,hefir verið settur í staðinn fyrir
Krist. Hvorttveggja láta þeir
víkja fyrir Kristi. Hann er dóm-
arinn, prófsteinninn. Það er langt
fráþví,að dýrð mannkynsfrelsarans
hafi dvínað. Hún margfaldast
auðvitað í hugum allraþeirra, sem
fórna kirkjulegum erfikenningum,
til þess að láta alt lúta Kristi
Þegar eitthvað í biblíunni varpar
skugga á Krist, verður það ávalt
grunsamt. Alt þess konar hlýtur
að vera frá mönnunum runnið, en
eigi frá þeim guði, sem opinberaði
sig í Jesú Kristi. Hann er meiri
en Móse, meiri en nokkur spámað-
ur eða postuli. Væri þeirra kenn-
ing eins fullkomin eins og hans,
væri hann eigi lengur langt ofar
öllum.
Prófessor Eugene MéNécoz í
Parísarborg, sá maður, sem nú er
ötulastur í að blása nýju lífi í
evangeliska trú á Frakklandi, seg-
ir nýlega um stefnu nýjuguðfræð-
innar : ,,Aðal-einkenni hennar
getum vér sagt að sé þetta, að hún
gjörir ákveðinn greinarmun milli