Breiðablik - 01.08.1908, Blaðsíða 10

Breiðablik - 01.08.1908, Blaðsíða 10
42 BREIÐABLIK um. En ef til vill verður þetta til að hreinsa loftið, svo okkur gfangi betur að ræða eiginleg ágreiningsatriði á eftir. PRÉDIKARINN OG BÖILSÝNI HANS. ITGJÖRÐ um þetta efni birtist í 1. hefti Skírnis þ. á. eftir Harald Níelsson, cand. theol., manninn, er starfað hefir svo rækilega og með dæmafárri vandvirkni að þýðingu gamla testamentis- ins undanfarin ár og nú loks lokið því starfi, svo nú er biblían væntanleg á komanda vetri fullprentuð í þeirri nýju þýðingu. Hann hefir þar leyst af hendi eitt þarfasta og göfugasta starf, sem hægt er af hendi að inna fyrir nokkura þjóð. Hver ný biblíuþýðing er stór við- burður í andlegu lífi hverrar þjóðar. Með tímanum, þegar alþýða manna heflr áttað sig á nýju biblíunni, sem hún nú bráðum fær, getur eigi hjá því farið að fram komi gagngjör bylting í huga henn- ar og skoðunum á hinum helgu ritum. ,,Breytingarnar eru ef til vill hvergi eins hægfara og í trúarbrögðunum“ segir höf., ,,og þó á þar við þetta, að bágt er að standa í stað og ,mönnunum munar annaðhvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið‘. Gamla skoðanin, að ritningin sé ein heild, öll spjaldanna á milli óskeikult guftsorð,—hún styðst við vanþekkinguna eina og forna trú á þetta ritsafn. ,,En vér eigum ekki að trúa á ritning- una. Vér eigum að trúa á guð og trsysta honum. En ritninguna eigum vér að rannsaka og þekkja“. Svo gjörir höf. í stuttu máli grein fyrir skoðunum sínum á ritningunni og koma þær nákvæmlega heim við það, sem eg og aðrir hafa verið að halda fram um langan tíma. Prédikarinn hefir lengi þótt merkileg bók fyrir margra hluta sakir. Það er þar mikið af djúpsærri speki og glöggri þekking á lífinu. En bölsýnið—að alt sé aumasti hégómi, eða þetta jarðneska líf með öðrum orðum sé eigi þess vert að það sé lifað—er sú aðallífskoðan, sem ritið heldur fram. Gamla rétttrúnaðarstefnan stendur á því fastara en fótunum, að Salómó sé höfundur ritsins, af því það hefir lengi verið eignað honum. Haraldur sýnir fram á, að það sé fjarstæða, og færir mörg rök, góð og gild, fyrir þeirri skoð- an sinni. Til dæmis er talað um í Préd., að margir konungar hafi ríkt í ísrael undan þeirn, sem ritið er eignað. Á undan Salómó höfðu að eins Sál og Davíð verið konungar. Hörðum orðum og ómildum er farið um konunginn o. s. frv. Það úir og grúir af mótsögnum. Því sem haldið er fram í einni setning, er neitað í hinni. Þetta ernúkent innskotum seinni tíðar manna, sem vænt þótti um ritið og vildu láta það komast í hið helga ritsafn gamla testamentisins,en koma skoðunum sínum þar að um leið. Sadúkearnir, sem orðið höfðu fyrir áhrifum grískra spek- inga, lögðu til bjartsýnið. Einhverir úr flokki Farísea fléttuðu þar inn í kenning- una um réttláta heimsstjórnan, til að styðja rétt-trúnaðinn. Spekin var höfð í hávegum af þriðja flokki með Gyoingum og því var skotið inn setningum henni til dýrðar, þar sem frumhöf. taldi hana hégóma eins og alt annað. Prófessor Sigfried, þýzkur háskólakennari,sem bezt hefir um þetta ritað, telur bókina frum- samda um 200 f. Kr. en innskotunum bætt smám saman við á 2. öld. En um 100 árum f. Kr. muni ritið hafa fengið þá mynd, sem það nú hefir. Salómó ríkti í ísrael frá 970—933 f. Kr. Það verða því svo sem 800 ár á milli dagsetninganna og munar býsna miklu. Jobsbók og Prédik- arinn áttu einna erfiðast með að komast inn í safnið allra bóka g. t. sökum lífs- R _SVvTC/-i_sVJT/-i ________:________I

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.