Breiðablik - 01.11.1908, Page 2
82
BREIÐABLIK
mentasög'u Gyðinga. Af andlegu
lífi Gyðinga-þjóðarinnar eru allar
bækur biblíunnar runnar, bæði
gamla og nýja testamentið. Bæk-
ur þessar hljóta að eiga einhverja
sögu eins og aðrar bækur frá
gömlum tímum.
Sé þær eftir þá höfunda, sem
menn hafa haldið, hlýtur að vera
hægt að finna sönnur fyrir því.
Sé eigfi hægt að finna sönnur fyrir
því, hljóta þær að vera eftir aðra
höfunda. Og þá hverja ? Af
hverjum er hver bók rituð ? A
hvaða öld ? I hverjum tilgangi?
Þetta eru spurningarnar, sem
biblíufræðingarnir eru að leit-
ast við að svara. Eins og tek-
ið var fram, eru þeir að leitast við
að fá yfirlit yfir bókmentasögu
Gyðinga; þeir vilja ekki láta hana
byggjast á munnmælum einumog
gömlum sögum, er gengið hafa í
arf, heldur fá eins fastan grund-
völl undir fætur og menn hafa,
þegar ræða skal um tilorðning,
aldur og ætlunarverk annarra
bóka, sem fram hafa komið í
heiminum.
Bókmentasaga nýja testament-
isins er mönnum miklu betur kunn
og hefir lengi verið. Þar er auð-
veldara við alt að fást. Það bgg-
ur nær oss í tímanum, enda verið
veitt athygli miklu meiri, sökum
þess, hve nýja testamentið skipar
háan sess í hugfum manna.
Gamla testamentið er miklu tor-
veldara viðfangs. Það liggur oss
svo miklu fjær að því, er tíma og
tildrög snertir. Menn hafa þar
yfirleitt numið staðar við gamlar
staðhæfingar um hverja bók fram
að síðustu tíð. Það hefir verið á-
litið sjálfsagt, að Móse-bækurnar
væri bækur eftir Móse, Jósúa-bók-
in eftir Jósúa og Daníels-bók eftir
spámanninn Daníel o. s. frv.
Biblíurannsóknin nýja er nú í
því fólgin að langrnestu leyti að
rannsaka, hvort sé nú svo sem
menn hafa haldið eða ekki. Hún
hefir komist að nokkuð annarri
niðurstöðu í þessum efnum en
þeirri, sem gamlar erfisagnir hafa
haldið við í hugum manna. Sú
niðurstaða er í sem allra styztu
máli þessi :
Bókmentum gamla testamentis-
ins hefir frágamalli tíð verið skift
í þrent: Lögmál, spámannarit,
skáldskaparrit. Til lögmáls töld-
ust sögulegu bækurnar allar. En
af þeim þóttu Móse-bækur og Jó-
súabók merkastar. Með þeim hetði
bókmentir Gyðinga byrjað. Þess-
ar bækur væri elztar, enda standa
þær fyrst í safninu.
Nú hafa menn komist að þeirri
niðurstöðu, að spámannaritin sé
elzt. Með þeim hafi eiginlega
bókmentaöld Gyðinga hafist,þó til
hafi verið áður fáein drögtil skáld-
skapar, sagnaritunar og laga.
Flokkaröðin verður þá þessi :
Spámenn, lögmál, skáldskaparrit.
Samkvæmt þessu verða spá-
mennirnir elztu rithöfundarnir með
Gyðingum, sem vér þekkjum.
Starfsemi þeirra hefst á 8. öld
fyrir Kr. og nær yfir þriggja alda
bil eða niður á 5. öld ofanverða og
er Maleakí síðastur,um 4Ó0 f.Kr.,
að Daníel frátöldum.
Svokallað Móse-lögmál (eða
fimm bækur Móse og Jósúa-bók)
álíta menn eigi á einum tíma til
orðið, heldur sé þar fleiri rit flétt-
uð saman í eina heild á líkan hátt
og píslarsaga frelsarans hefir verið
fléttuð saman ettir öllum guð-
spjallamönnunum fjórum í hand-
bók presta og er sú samsteypta frá-