Breiðablik - 01.11.1908, Síða 10
9o
BREIÐABLIK
STEPHAN G. STEPHANSSON,
skáldið, hefir verið á ferð um íslenzkur
bygðir síðan um síðastliðin mánaðamót
ogf lesið upp ljóð, flest nýsamin, fyrir
þeim, er því hafa viljað sinna. Hér í
Winnipeg var fjölmenni töluvert í Good-
templarahúsinu, og þó ekki eins mikil og
átt hefði að vera. Allir, sem nutu þeirr-
ar skemtunar, munu hafa horfið heim
aftur vel ánægðir. Kvæðin voru prýðis-
fögur, létt og skiljanleg öllum, er með
athygli hlýddu. En það mun hafa fælt
nokkura frá að konia,að þeir hafa óttast,
að þeim yrði ofvaxið að skilja.
Fyrirtaksfagurt var kvæðið Draupnir,
þar sem lagt var út af aðal-efninu í Völ-
utidarkviðu. Sjálfsagt mun það verða
talið með beztu kvæðum skáldsins, þegar
út kemur og metin fá að lesa í næði.
Annað kvæði langt las hann upp út af
nýlendu-lífinu hér og var þarbrugðið upp
hverri myndinni á fætur annarri,einkenni-
legum og áhrifamiklum, sem mikið mun
þykja til koma, þegar það birtist áprenti.
Sökum lengdarinnar náðtt menn því ekki
eins vel og sumum hinna styttri. Kvæð-
in voru skýrt og skilmerkilega borin
fram, blátt áfram og fordildarlaust, og
hefir þó höfundurinn sjaldan sem aldrei
komið fram opinberlega á æfi sitini.
Eg sat og hugsaði um mátt mannlegs
anda með mikilli furðu. Hér er maður,sem
hefir tekið sig algjörlega út úr, nærri
flúið þjóð sína; fór ungur frá íslandi,
lenti norður í regin-skógum Wisconsin-
ríkis, síðar upp undir Pembinafjöll í Da-
kota; var þar að eins erfiðustu frumbýl-
ingsárin, tók sig enn upp og flvtur vest-
ur ttndir Klettafjöll, og dvelur þar síðan
í mörg hundruð mílna fjarlægð frá aðal-
stöðvum Islendinga hér. Búttst mætti
við, að nafn slíks manns væri engum
kunnugt, lians hvergi getið, enginn vissi
neitt um hann, nema örfáir nágrannar,
Satnt hefirönnur raun á orðið. Hann er
nú einn af nafnkendustu mönnum þjóð-
ar vorrar, þeirra, er nú eru uppi, og lík-
indi til að nafn hans lifi með þjóð vorri
lengur en flestra annarra. Ljóð hans eru
lesin með öllu meiri aðdáan á íslandi en
hér. Síðari ár hafa menn látið sér skilj-
ast, að þar ætturn vér eitt hinna tilkomu-
mestu skálda vorra.
Þessu hefir máttur hugsatia hans kom-
ið til leiðar. Eigi hefir hann samt verið að
leitast við að þóknast öllum,síður en svo.
Hugsanir hans hafa í fiestum efnum brot-
ið bág við almenningsálitið. Ljóð hans
eru þrungin uppreistarhugsunum. Alt
þetta hrindir huga almennra lesenda frá
sér, en laðar ekki. Vtð þetta bætist, að
skáldskapur hans er all-dulur og torskil-
inn, svo allur fjöldinn hefir koniist að
þeirri niðurstöðu : Lesturinn er mér
gagnslaus; eg skil ekki.
En þrátt fyrir þetta hefir skáldið vakið
stórmikla eftirtekt nieð þjóð vorri. Með
mætti anda síns og ljóða hefir hann sent
rafmagnsstraum svo sterkan inn í þjóð-
líf vort, að nú eru bókfróðir nienn vakn-
aðir til fullrar meðvitundar um, að þarna
eigum vér eitt atkvæðamesta skáld vort
og sérkennilegasta.
Tími kraftaskáldanna er ef til vill lið-
inn. Og þó sýnist máttur andans hafa
brotist hér leið, er enguni meðalmanni er
fær.
Ljóðmæli sín hefir skáldið þegar búið
til prentunar, og er búist við, að þau
komi út í tveim-þreniur binduni með vor-
inu. Þá fyrst fá rnenn yfirlit yfir Ijóða-
gjörð hans og geta miklu betur dæmt
um gildi hennar.
Véróskum skáldinu allrar hamingju
og vonum.að hann eigi enn eftir að yrkja
mikið, því stöðugt virðist honum \ era ; ð
fara fram.