Breiðablik - 01.09.1909, Page 2

Breiðablik - 01.09.1909, Page 2
5° BREIÐABLIK sjálfum sér, svala valdafýsn sinni, hefna sín á öðrum mönnum, þjóna lund sinni. En breiða yfir með fagurgala, vífilengjum ogalls kon- ar yfirdrepsskap. Þá er erindið rekið þveröfug"t tilg'angá meistar- ans og fag"naðarboðskapnum g'ef- inn kinnhestur. Þegar eitthvað hefir verið gjört í einhverjum ákveðnum tilgangi, ætti heiðvirðir menn við það að kannast, án þess að breiða ofan yfir eða draga úr. Hafi það verið rétt, er sjálfsagt að verja þann rétt og standa við það, sem gjört hefir verið. Hafi það verið að einhverju leyti rangt eða óheppi- legt og- afleiðingar augsýnilega skaðvænlegar, ef eigi er lagfært, er jafn-sjálfsagt við það að kann- ast og leiðrétta eins fljótt og auð- ið er. Sé það eigi gjört með kristnum mönnum, er óeinlægur kristindómur á ferðum, sem gref- ur sjálfum sér þá gröf, er öðrum hefir verið ætluð. Óeinlægur kristindómur verð- ur ávalt sjálfum sér skaðlegastur. Miklu tjóni hefir hatin til leiðar komið í heiminum, en að mestum baga hefir hann orðið þeim mönn- um,sem hafagjörtsigseka umslíkt. Á vorum dögum eru vopn óein- lægninnar varasöm. Tilfinning fyrir sönnu og ósönnu hefir aldrei verið næmari. Veruleikaskynið er á svo háu stigi með þeirri kyn- slóð, sem nú er uppi. Þegar óein- lægni,einkum í kristilegum efnum, er á ferðum, sér hún betur gegn um holt og hæðir en flestar, sem á undan eru komnar. Almenn- ings-vitundin hefir nú augu, sem kann að deyfa eggjar og gjöra branda bitlausa, þegar óeinlægnin ætlar að vinna mikinn sigur. Á þeim augum þarf að halda nú um þessar mundir og færa sér vel í nyt. HAN DAÞVOTTURIN N. L L U M er minnisstæður handaþvottur landsdómar- ans forðum. Hann hafði dæmt af lífi saklausan mann gegn betri vitund, af því lýðurinn krafð- ist þess. Samvizkan beit hann og nagaði. Rómverskur dómari sveik helgústu hugsjón sína, ef hann feldi ranglátan dóm. Hanngreip þá til gyðinglegrar siðvenju, að þvo hendur sínar í augsýn lyðsins, til að hreinsa sig af sektinni. Þessi einkennilegi siður Gyðinga, sem hlaut að vera hverjum óspiltum Rómverja andstygð, var beinlínis skipaður íMóse-lögmáli(5M2i1-9). Af því fáum mun kunnugt, þótt í ritning standi, setjum vér hér það eftirtektaverða orð, er sam- kvæmt réttrúnaðarkenningunni hefir sjálfsagt verið af himni talað: Eí maður finst veginn í landi því, er Jahve, grið þinn, gefur þér til eignar, liggjandi úti á víðavangi, en enginn veit hver hefir hann drep- ið, þá skulu öldungar þínir og dómendur fara út og mæla fjarlægðina til borganna, er liggja hringinn í kring um hinn vegna. Og sú borg, sem næst er hinum vegna—öldungar þeirrar borgar skulu taka kvígu, sem eigi hefir höfð verið til vinnu, né gengið hefir undir oki ; því næst

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.