Breiðablik - 01.09.1909, Page 4
52
BREIÐABLIK
ega eins og frásögnin hljóðar. Sú kenn-
ng er varin hnúum og hnefum, og hún
er nefnd. bókstafsinnblkstur af öllum ment-
uöum heimi. Aldrei verður þaö því hrak-
iö, að það er kenningin um bókstafsinn-
blástur, sem hér er á feröum í algleym-
ingi.
„Til grundvallar fyrir öllum ágrein-
ingnum liggur spurningin um
innblástur heilagrar ritningar“,
segir síra Björn í Sam.2311.
Hver er kjarni ágreiningsins ef eigi
þessi: Annar málsaðili staöhæfir, að inn-
blásturinn nái til allra orða ritningarinn-
ar, svo að alt sé talað eins og af guði
sjálfum, og að allir viðburðir hafi jafn-
guðdómlega vissu við að styðjast eins
og t. d. líf og dauði frelsarans. Hinn
málsaðili talar að eins um innblástur í
sáluhjálparefnum. Hver er ágreinings-
kjarninn, ef hann eigi er þessi ?
Þessu neita nú sjö prestar með yfirlýs-
ingu. Virðist mönnum ekki sú yfirlýs-
ing koma þvert ofan í sjálfa þá ?
Sömuleiðis er því mótmælt í yfirlýs-
inguntti, ,,að kirkjuþingið hafl neitað rétt-
mæti trúaðrar biblíurannsóknar“. Skilja
þeir þá ekki, að með þeirri innblásturs-
kenningu, sem haldið er fram, er rétt-
mæti allrar biblíu-rannsóknar neitað ?
Hvað er að rannsaka, hafi tnaður fyrir-
fram guðdómlega vissu um, að alt hafi
borið við nákvæmlega eins og fráersagt?
Oll vísindaleg rannsókn hlýtur að byrja
með efa. Sá, sem út í hana leggur, er
við því búinn að sannfærast um eitthvað
annað og ef til vill gagnstætt því, sem
mönnum hefir áður skilist. Sé með inn-
blæstrinum guðdómleg vissa gefin fyrir
því að alt sé rétt, sem í ritningunni stend-
ur, þá er ekkert að rannsaka. Þá er öll
rannsókn fyrirdæmd sem syndsamlegt
efasemdargrúsk, er engan rétt hafi á sér.
Vitaskuld mega menn lesa í ritning-
unni og rannsaka á þann hátt. En trú-
arvitund mannsins hefir ekkert ,,úrskurð-
arvald“ segir síðasta kirkjuþing; trú
og skynsemi má engan dóm fella,
nema samsinningardóm. Frásagan um
viðburðina er óskeikul. Getur nokk-
ur rannsókn átt sér stað upp áþessi býti?
Skilja þeir menn sjálfa sig, sem halda
því fram, að með þessu móti geti nokkur
rannsókn verið hugsanleg ?
Uin tillögu síra Friðriks Hallgríms-
sonar er sagt í yfirlýsinguuni, að þó hún
væri feld, hafi það alls ekki verið af því,
að í henni væri neitt það, sem kirkjuþing-
ið gæti ekki samþykt, heldur eingöngu
af þeirri ástæðu, að ef þær hefði verið
samþyktar eins og stóð, þá hefði ekki
komist að það, sem mönnum fanst vera
aðal-efni ágreiningsins“.
Því var henni þá ekki bætt við ?
Þá hefði allur ágreiningur jafnast.
Enginn gengið af kirkjuþingi Enginn
söfnuður sagt sig úr. Minnihlutinn léði
henni eindregið fylgi. Og hefði hún náð
samþykt, myndi minnihlutinn eigi hafa
litið svo á, að hann væri sviftur tilveru-
rétti í kirkjufélaginu, jafnvel þó hin vfir-
lýsingin hefði verið samþykt líka.
En svo var eigi litið á hana á kirkju-
þingi. Eigi heldur var svo á hana litið
í Sameiningunni, þar sem sagt er frá
kirkjuþingi. Þar stendur þetta :
“Andstæði aðal-tillögunnar og breyt-
ingartillögunnar fyrri lá öllum í augum
uppi. Þriðja tillagan átti að vera til
sátta, en hvert hún stefndi, gat ekki
heldur dulist ; atkvæðagreiðslan um
hana bar þess skýran vott. ”
Og svo er yfirlýsing gjör rúmum tveim
mánuðum eftir kirkjuþing á prestafundi
af sjö prestum, um að í henni hafi ekki
verið neitt það, sem kirkjuþingið gæti
ekki samþykt.
Eigi var með nokkuru móti betur unt
upp að ljósta, hve lítið meirihluti
kirkjuþings vildi vinna til samkomulags
en gjört er í þessari yfirlýsingu. Aldrei
hefir athæfi kirkjuþingsins orðið eins
hróplega syndsamlegt, og í Ijósi þess-
arar yfirlýsingar.